Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 21

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 21
FORELDRABLAÐIÐ 17 og mun eigi hvað sízt valda því, að kennarar yfirleitt telja skólaferðir svo sjálfsagðar og nauðsynlegar, að trygg- ing verði að fást fyrir því í framtíð- innni, að hverju barni gefist kostur á , að taka þátt í nokkurra daga náms- ferð, áður en skólagöngu þess lýkur. En skólaferðir hafa meira en fræðslugildi eitt saman sér til ágætis, og skal nú nokkuð að því vikið. Skólaferðir eða yfirleitt hópferða- lög eru betur fallin en flest annað til að vekja samúð, hjálpfýsi og félags- kennd, en þetta allt eru dyggðir, sem skólanum og skólalífinu yfirleitt er ætlað að glæða og hlúa að hjá hverj- um nemanda. íSkólaferðin er einskonar vígsluat- höfn þeirrar vináttu, er búið hefir um ‘ sig í brjóstum skólafélaganna, þá gefst þeim oft tækifæri til að gera hvert öðru greiða og sýna dálítið þrek og manndómslund. Þegar kennarinn hefir ferðast með hinum ungu nemendum sínum, þreyzt með þeim, keppt að sama marki og þau, náð markinu og látið í ljósi gleði sína með þeim, matazt með þeim, hvílzt með þeim, samið með þeim á- ætlanir um, hvernig næsta áfanga verði náð o. s. frv., nýtur sín fyrst persónu- leiki hvers einstaklings, og kennarinn uppgötvar ýmsa beztu eiginleika, sem kannske hafa legið duldir og hann hafði aldrei fyr orðið var við. Enn er eitt ótalið. Sk(ðaferðirnar gefa oft fyrsta, og þá mjög dýrmætt tækifæri til þess, að fá nemendurna til að uppgötva sjálfstraust og þrótt. Þess eru mörg dæmi, að 12—13 ára telpur, sem eru aldar upp í kaupstað, og hafa kannske aldrei fengið að dýfa hendi sinni í kalt vatn, þora ekki fyrir sitt litla líf að vaða yfir lækjarsprænu, sem þó tekur þeim ekki meira en í mjóalegg, og þótt þær sjái með eigin augum, hversu djúpt eða öllu heldur grunnt vatnið er. Að sigrast á slíkri torfæru, getur valdið straumhvörfum í lífi þessara óreyndu og óhörðnuðu ungmenna. Tvennt er það öðru fremur, sem börnin og aðstandendur þurfa að gera sér grein fyrir, varðandi þessi ferða- lög. Annað er kostnaðarhlið málsins, en hitt er um útbúnað, klæðnað og þess háttar. Hvortveggja þessi atriði skulu hér athuguð nokkru nánar. Yngri börnin fara aðeins í stutt ferðalög, er eigi vara lengur en einn dag. Kostnaður við slík ferðalög er því sára lítill, eða oft innan við eina krónu á barn. Öðru máli er að gegna um ferðir eldri barnanna. Þá getur kostnaðar- Skólabörn í Almannagjá.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.