Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 22

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 22
18 FORELDRABLAÐIÐ hliðin orðið all-veruleg og krafizt langs undirbúnings og mikils starfs. Viku ferðalag 30 barna getur kost- að 1000—1200 krónur eða jafnvel meira, þótt sparlega sé á haldið og ferðafólkið njóti margháttaðra hlunn- inda á gististöðum. Þessa upphæð (30—40 kr. á barn) er mörgu heimilinu ofvaxið að leggja fram í einu lagi. Það fer líka oft sam- an, lengsta og kostnaðarsamasta skólaferðin og fermingin, sem ávallt kostar nokkurt fé. Það er því áríðandi, að reyna að draga sem mest úr þeinum fjárfram- lögum einstaklinganna, án þess að það komi niður á námsferðinni. I þessu skyni hafa verið stofnaðir ferðasjóðir innan vébanda skólanna, en úr þessum sjóðum fá síðan elztu börnin fjárstyrk til ferðarinnar, á móti eigin framlögum. Það er því mjög áríðandi, að börnin og aðstandendur þeirra skilji þegar á yngri skólaárum nauðsyn og tilgang ferðasjóöanna. Að sjóðir þessir séu þeirra eign, og þau fái að njóta þeirra, þegar tími vinnst og hentugleikar leyfa þeim lengri ferðir. Skólabörn viÖ Fnjóská. Á margan hátt má efla ferðasjóð- unum tekna. Er það ýmist gert með því, að börnin leggja af mörkum smá- upphæðir við og við í beinum fram- lögum, án þess að nærri sé gengið gjaldþoli heimilisins (10—15 og upp í 25 aura í hvert sinn). Þessi framlög kæmu helzt niður á vasaaurum, sem börnunum eru stundum gefnir, til að kaupa sér sælgæti fyrir. Annars er ferðasjóðunum aflað tekna með því, að þörnin halda skemmtanir og selja aðganga að þeim við vægu verði. Eins geta börnin smíð- að muni og selt til ágóða fyrir sjóð sinn eða gefið út bekkjarblöð í sama fxyni. Þar sem bezt gegnir, eru skólaferð- irnar þegar orðnar svo viðurkennd- ar, að nokkur bæjarfélög veita styrk til þeirra á móti sjóðum skólanna og eigin framlögum barnanna. Um klæðnað og útbúnað í skóla- ferðir skal þetta aðeins tekið fram: Búið börnin vel. Þau þurfa að vera snyrtilega klædd, í ullarsokkum og vel skóuð, svo að þau séu við því búin að gangá meira eða minna. Gæta verður þess vel, að íþyngja ekki gjaldþoli heimilisins með því, að verða skilyrðislaust við kröfum barn- anna um nýjan fatnað til ferðarinnar. Þær kröfur geta oft verið ósanngjarn- ar og byggðar á heimskulegum metn- aði. Það má aldrei verða kaupphlaiip um það, að vera það sem kallað er fínn, í skóla eða námsferðum. Það er meira komið undir því, að búningurinn sé hagkvæmur, en hann sé eftir nýjustu tízku.

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.