Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 25
FORELDRABLAÐIÐ
21
kölluðu „Plughúfur". Það má heita undan-
tekning, ef greinilega merktir munir glatast í
skólanum. Skólinn vill því benda forráðamönn-
um barnanna á það, að merkja greinilega muni
þeirra, þá glatast þeir síður og komast fyrr
til skila er þeir finnast.
Garðrækt og gróðrarhús
fyrir skólann.
Guðmundur Ásbjörnsson hóf máls á því í
skólanefnd Austurbæjarskólans s. 1. vetur, að
rétt mynd.i að láta börn í efstu bekkjum
barnaskólanna, t. d. öll 12 ára börn, stunda
matjurta- og blómarækt að sumrinu. Er hér
um mjög merka tillögu að ræða, sem væntan-
lega mun komast í framkvæmd áður en langt
um líður.
Athugandi væri einnig, hvort eigi væri ger-
legt að koma bráðlega upp gróðurhúsi við
Austurbæjarskólann, og nota til þess heita-
vatnið. Myndi vinnast við það a. m. k. tvennt:
Börnin gætu lært grasafræði af lifandi fyrir-
myndum allt árið. Rækta mætti tómata handa
skólabörnunum. En tómatar eru svo sem kunn-
ugt er, mjög auðugir af C-bætiefnum, þeirri
tegund bætiefna, sem íslenzk börn vantar einna
heizt, einkum að vetrinum.
Miðbæjarskólinn 1937—’38.
Nemendur skólans eru í ár 1610.
Fastir kennarar eru 37.
Stundakennarar eru 10 og forfallakennar-
ar 7.
Kennari málhaltra barna er einn við alla
skólana.
Þetta skólaár hafa börnin ferðast ipeira en
venjulega. — Fóru kennarar með elztu börnin
bæði austur og vestur um sýslur.
Öll börhin, sem skólann sóttu í september,
fengu að fara lengri og styttri berjaferðir.
Vor og haust var kennsla úti við, þegar veð-
ur leyfði.
Mikill áhugi er nú hjá elztu deildunum, að
safna fé í ferðasjóði, til þess að hægt verði
að ferðast á vori komanda.
Tvær kennslukonur við skólann leiðbeindu
tveim deildum við skólann í blómrækt og garð-
rækt. Fór þessi kennsla fram í skólagarði
barnanna. Næst er gert ráð fyrir, að Reykja-
víkur-börnin fái land til ræktunar.
Barnalesstofa.
Undanfarin ár hefir Lestrarfélag kvenna
haldið opinni lesstofu fyrir börn. Hefir jafn-
an verið þar margt barna við lestur. Einkum
hafa börn af svæði Miðbæjarskólans leitað
þangað, því í skólanum er engin lesstofa, og
ekkert nemendabókasafn. Hvorttveggja þykir
nú ómissandi í öllum barnaskólum menning-
arþjóða. Nú hefir Lestrarfélag kvenna orðið
að hætta lesstofustarfseminni, vegna of lítils
styrktarfjár, og býður nú bækur og innan-
stokksmuni til sölu fyrir 1000 krónur. Þegar
þess er gætt, hve mikils börnin í Miðbæjar-
skólanum missa, við lokun lesstofunnar, og
hve skólann hinsvegar vantar marga nauðsyn-
lega hluti, virðist full ástæða til að gera skól-
anum kleift að eignast bækurnar, sem stofn
að nemendabókasafni. í Austurbæjarskólan-
um starfrækir Alþýðubókasafnið barnales-
stofu, en Miðbæjarskólinn fer nú alls á mis
í þessum efnum.
Laugarnesskólinn.
Húsrúm skólans. I vetur stunda nám í
Laugarnesskóla tæp 350 börn. En þar sem
húsrúm skólans hefir ekkert aukizt, þá er nú
svo þröngt um börnin, að við slíkt er ekki
unandi lengur. Enda er nú verið að teikna
viðbót við skólann, sem vonandi verður
byggð fyrir byrjun næsta skólaárs.
BóknámiS. Á síðasta skólaári varð, að dómi
skólastjóra og kennara skólans, ekki viðun-
andi árangur af námi barnanna í íslenzku og
skrift, og reikningi í sumum. bekkjum. Nú
hefir íslenzkunámið verið aukið að mun
í öllum bekkjum, og skriftarkennslan hefir
verið tekin til sérstakrar meðferðar. Hefir
skólinn fjölritað fyrirmyndir að skrift, sem
öll börn skólans æfa sig að skrifa eftir tvisv-
ar í viku hverri. Verður birt sýnishorn af for-
skriftinni í blaði, sem börnin munu gefa út í
skólanum fyrir jólin. Er hérmeð skorað á alla
foreldra barna í Laugarnesskólanum að hvetja
börnin til að æfa sig að skrifa heima eftir
föngum. Öll börn skólans verða prófuð í lestri
í desember og siðan með jöfnu millibili út
skólaárið, og verður svo þeim foreldrum
barnanna (sérstaklega í neðri bekkjum) gert
aðvart, ef óskað er eftir sérstakri aðstoð frá