Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 28

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 28
24 FORELDRABLAÐIÐ Ekkert annað en hæfilelkinn til að nema, skilningsgáfa og andleg atorka réttlætir' flokkun barnanna á þessu stigi. Nú mun mér óhætt að fullyrða, að ekki einu sinni kennararnir við Menntaskólann, sem prófið fram- kvæma, haldi því fram, að það sé ó- yggjandi mælikvarði á þessa hluti. — Prófið mælir aðeins þekkingu barn- anna í einstökum námsgreinum, en leggur engan dóm á þá áreynslu, sem liggur að baki þekkingarinnar hjá hverju einstöku barni. Jafnvel skiln- ingsgáfan er mjög lauslega prófuð, að ég ekki tali um hugkvæmni eða frum- leik við námið. Enda munu kennarar skólans ekki mótmæla því, að úrskurð- ur prófsins stenzt ,ekki ávallt reynsl- unnar dóm. En fram að þessu hafa menn lítt kunnað að beita öðrum próf- aðferðum en þekkingarprófinu, og nið- urstaðan hefir orðið sú, að ár frá ári herðist kapphlaupið milli prófhörk- unnar annarsvegar og harðneskjulegs ítroðnings hinsvegar, af hendi þeirra kennara, sem gerzt hafa sérfræðingar í því að búa börnin undir prófið. Það er þetta kapphlaup, sem ég ætl- aði sérstaklega að gera að umtalsefni. — Mér blandast ekki hugur um, að fræðaítroðningur sá. sem tíðkast við undirbúning undir inntökupróf í Menntaskólann, felur í sér alvarlega hættu fyrir þreklítil og veikbyggð börn. Hitt liggur ekki síður í augum uppi, að hann skapar félagslegt mis- rétti, og hann villir menntastofnuninni sýn við ákvörðun prófsúrslitanna. Fé- lagslega misréttið skapast við það, að ítroðningurinn kostar peninga. — Því meira fé, sem hægt er að fórna til Þrjú ár LÍFTRYGGINGARDEILD Sjóvátryggingarfélags íslands h.f. Aðalskrifstofa Sími 1700. Tryggingarskrifstofa Carl D. Tulinius & Co. Sími 1730. eru síðan, að Sjóvátryggingarf é- lag Islands h.f. hóf líftryggingarstarf- semi sína. Þegar á öðru ári var svo komið, að félagið tryggði meira en önnur félög hér á landi og hefir það haldist.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.