Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 34

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 34
30 FORELDRABLAÐIÐ Sigurður Magnússon: Svefntími skólabarna. Danskur yfirlæknir dr. Valdemar Poulsen hefir skrifað ágæta bók um uppeldi barna. I bókinni er m. a. kafli um svefntíma skólabarna. I þessum kafla ræðir dr. Poulsen um nauðsyn þess, að skólabörn hafi nægan svefn. Það að börn þurfi að sofa nóg er að vísu óumdeilt, en vegna þess að ég hygg að margir séu í vafa um hvað átt er við með orðunum ,,nægur svefn“, þykir mér rétt að skýra lesendum For- eldrablaðsins frá skoðun þessa læknis á því. Ég skal taka fram, að ég er ekki í neinum vafa um, að skoðun hans í því efni, er skoðun heilsufræðinga yfirleitt. Hann gerir ráð fyrir, að börnin fari á fætur klukkan 7 (eins og mun vera algengt um skólabörn hér í Reykja- vík). Hann telur svefnþörf þeirra und- antekningarlítið fullnægt, ef þau fara að hátta, sem hér segir: Börn frá 7— 9 ára klukkan 7)4 Börn frá 10—11 ára klukkan 8 Börn frá 12—13 ára klukkan 8)4 Börn frá 14 ára klukkan 9 Börn frá 15—17 ára klukkan 9)4 Ég er ekki í neinum vafa um, að þessi litla tafla á erindi til margra hér í bæ. Hér í blaðinu er ekki rúm til þess að færa að þeirri fullyrðingu löng rök, en ég vil þó leyía mér að benda á eftirfarandi staðreyndir: Reynzla kennara barnaskólanna er sú, að ein af aðalástæðunum til hinna óleyfilegu fjarvista — „skrópa“ — barna er sú, að þau sofa lengur á morgnana en

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.