Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 37
FORELDRABLAÐIÐ
38
til, að kjrnna sér starfiö í skólanum, og að'
samlaga heimilið skólanum, að því leyd
sem nauðsyn krefur, svo að barnið nái
blessunarríkum árangri í skólanum. En
séu foreldrar’óánægðir með stefnu skólans
eða starf kennarans, þá þurfa þeir að bera
kvörtun sína fram við kennarann eða
skólastjóra, og leita þannig eftir vænlegri
árangri fyrir barnið. En við barn sitt ætti
ekkert foreldri að ræða um þessi efni, því
að það skapar aðe'ins tortryggni barnsins.
Og eigi barnið að ná ákjósaniegum árangri
af dvöl sinni í skólanum, þá má það ekki
bera vantraust né kala til kennara síns né
til skólans.
Annað aðalhlutverk heimilisins fyrir
barnið, sem er að hefja skólagöngu sína,
er að hjálpa barninu til að notfæra sér til-
andlegs vaxtar og þroska þau áhrif, sem
það verður fyrir í skólanum, í kennslunni
og meðal skólafélaga sinna, og annarsveg-
ar fræðsluna, sem barnið fær í skóianum.
í skólanum og við námið vakna "hjá
barninu ótal spurningar og úrlausnarefni,
sein heimilin þurfa að hjálpa því til að
svara og leysa. Ekki þó svo að skilja, að
heimilið e'igi að taka námserfiðið af barn-
inu, skrifa fyrir það stílana, reilma fyrir
það dæm'in o.s.frv. Því að svo aðeins þrosk-
ast barnið á náminu, að það leggi fram vit
sitt og orku við námið.
Eg hefi hér sýnt fram á það, að skyldur
heimilisins fyrir andlegt uppeldi barnsins,
aukast þá fyrst að mun, þegar barnð fer
að ganga í skólann.
Eg vil svo að lokum minnast á nokkur at-
riði af mörgum, sem foreldrar þurfa að
gera sér að skyldu fyrir skólabarnið sitt.
Þeir þurfa, að temja barninu vingjarn-
legt viðhorf til skólans.
Fylgjast með líðan barnsins í skólanum,
andlegri og líkamlegri.
Gera sér að reglu að láta barnið finua,
Alþýðublaðið
er bezta fréttablað lands-
ins. Flytur m. a. greinar
um TJPPELDISMÁL og
er því ómissandi öllum
foreldrum.
Sunnudagsblað
Alþýðublaðsins
ER BÆÐI FRÓÐLEGT
OG SKEMMTILEGT.
Alþýðublaðið
Bezta blaðið
Avalt fil nýr og
frosinn fiskur.
Hafliði Baldvinsson
Sími 1456