Foreldrablaðið - 15.12.1937, Side 41

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Side 41
FORELDRABLAÐIÐ 37 stafar af núverandi ástandi á þessu sviði og hve nauðsynlegt það er, að án tafar verði komið á sem flestum leikvöllum. Og þetta er vel fram- kvæmanlegt, ef vilji fjöldans og kraftar eru samstilltir. Hér er áreiðanlega mál, sem for- eldrar, kennarar og aðrir unnendur barnanna ættu að taka höndum sam- an um og fylgja með þeim þunga, sem ekki verður undan flúið. En þetta er ekki eina málið, sem foreldrum og kennurum ber skylda til að hafa samvinnu um — þau eru mörg og þýðingarmikil. Ég vil að þessu sinni drepa á annað mál, sem nauðsynlegt er að taka ti) athugun- ar. Ég hefi ekki ósjaldan orðið þess var, að börnin eru svo störfum hlaðin utan skólans — og skólanum óvið- komandi — að þau hafa ekki tíma til að búa sig undir hið daglega nám. Það verður þó að teljast eitt -af aðalskilyrðum þess, að góður á- rangur verði af skólanáminu, að börn- in komi vel undirbúin í hverja kennslustund. Hafi lesið eða numið í sínum námsgreinum, það sem kenn- arinn hefir ætlað þeim, séu útsofin og óþreytt. Það ber alltof mikið á því, að börn- in eyði tíma sínum og orku með þátt- töku í hinum og þessum félögum, sem ekki eru í neinu sambandi við skólann eða störf þeirra þar. Ég þarf ekki að svo stöddu, að nefna nein sérstök félög í þesru sam- bandi, það yrði kannske misskilið, og ég vil taka það fram, að það ber ekki að skilja orð mín svo, að hin ýmsu fé- lög í bænum, sem telja börn sem meðlimi sína, geti ekki verið ágæt og sjálfsögð, út af fyrir sig, en þau IOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO fc Nýja bókmenntafélagið Mál og menning býður yður þau kostakjör, sem ekki hafa þekkzt áður í bókakaupum hér á landi. Fyrir aðeins 10 krónu ár giald fáið þér: Þetta ár tvær bækur, Vatnajökul og Rauða penna. Næsta ár fjórar bæk- ur (miðað við 2000 félags- menn). Þriðja árið sex bæk- ur (miðað við 3000 félags- menn). VATNAJÖKULL er eftir danska náttúrufræð- inginn Niels Nielsen, býdd af Pálma Hannessyni, rektor. — Bókin er lýsing á gosi í Vatnajökli, skemmtilega skrifuð, prýdd yfir 70 glæsi- legum myndum. RAUÐIR PENNAR er safn af. sögum, Ijóðum og ritgerðum eftir innlerda og erlenda rithöfunda, 240 bls. að stærð í Skírnisbroti. Fyrri bindi þessa rits hafa vakið mikla athygli. I Mál op menninsr eru þegar komnir yfir 1600 félagsmenn. Gerist félagar í Mál og menn- $ ing og fáið bækur þessa árs. 0 Afgreiðsla er í Br'kaverzlun ^ Heimskringlu, Laugaveg 38, sími V 2184. % OOOOOOOOOOOOOOOOOOKt

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.