Foreldrablaðið - 01.01.1969, Page 18

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Page 18
LESEFNI FYRIR BÖRNIN SKESSAN (Stíll eftir 9 ára ielpu) Það var í f jarlægu landi, að kóngur einn bjó. Átti hann einn son barna, en var búinn að missa drottningu sína. Sonurinn var kominn á gifting- araldur og því kominn tími til, að hann færi að biðja sér konu. Hann lagði því af stað að leita sér kvon- fangs. Fékk hann frítt föruneyti, hest og margt fleira, sem hafa þurfti til ferðarinnar. Og hann hélt um holt og hæðir, fjöll og vötn og eyðisanda. Loks voru menn hans fallnir og hann átti litla peninga eftir. Hann kom þá að fljóti einu og lagði út í það. Þar missti hann hestinn sinn en komst sjálfur illa til reika úr því. Hann varð nú að halda áfram fótgangandi. — Dag eftir dag hélt hann áfram. Loks kom hann að stóru fjalli og gekk upp á það. En þar sá hann ekkert merkilegt og fór því aftur niður á leið. Er hann var kominn skammt áleið- is, kom hann auga á helli. Þetta þótti honum heppilegt, því að kvöld var komið. Og gekk hann inn. Sér hann þar skessu mikla og tekur það ráð að fela sig í skoti einu. En þegar skessan sofnar, fer hann að skoða sig um í hellinum. Heyrir hann þá grát. Hann gengur á hljóðið og kem- ur að öðru hellisopi. Þar fyrir utan er blómagarður girtur sterkum grind- um og hliðið læst. Fyrir innan grind- urnar situr forkunnarfögur stúlka. Skessan hefur tekið hana og látið hana tína rusl. Stúlkan segir honum, að lykillinn sé yfir rúmi skessunnar. Hann fer og ætlar að sækja lykilinn, en þá vaknar skessan, grípur hann og setur hann líka 1 blómagarðinn. Þau tala saman, meðan skessan sef- ur. Hann verður iíka að tína rusl. Einn daginn felur hann sig í rósa- runna við dyrnar. Skessan kemur og ætlar að gefa þeim að borða. Hún skilur eftir opið hliðið, svo að hann getur stokkið út og stúlkan á eftir, en þau læsa skessuna inni. Þau fara nú heim til kóngssonar og gifta sig. Það kom í ljós, að stúlkan var kóngs- dóttir, og foreldrar hennar á lífi. Þau komu bæði í veizluna og margir gestir. Þau lifðu svo sæl til æviloka. Hafdts Einarsdóttir. 16 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.