Foreldrablaðið - 01.01.1969, Page 26
eldinn læsa sig í brúðurúmfötin.
Henni sýndist Lísa horfa á sig eins
og hún vildi segja: „Nú brenn ég, og
það er þér að kenna.“
Nú náðu logarnir í gulu hárlokk-
ana hennar Lísu. Þetta var hræðilegt.
Rósa áttaði sig. Hún hljóp til dyra,
barði með báðum höndum á hurðina
og kallaði: „Opnið þið, brúðan mín
er að brenna. Vesalings Lísa mín er
að brenna!“ Við þennan hávaða vakn-
aði litli bróðir og fór að hágráta. Það
var eins og systkinin væru að gráta
í kapp. Þetta var hræðileg stund.
Til allrar hamingju heyrði ná-
grannakonan grát barnanna og fann
um leið brunalykt. Hún kallaði í smið-
inn, sem bjó í sama húsi. Hann kom
undir eins með verkfærin sín og gat
opnað dyrnar. Og þeim tókst í sam-
einingu að slökkva eldinn.
Rétt á eftir kom mamma. Henni
brá. Hver ósköp höfðu komið fyrir?
En hún skammaði ekki Rósu litlu,
því að henni fannst þetta vera sjálfri
sér að kenna, hún hefði ekki átt að
skilja hana eina eftir hjá litla bróð-
ur. „Maður má aldrei fara frá óvita
börnum,“ sagði hún. „Nei, það ætti
enginn að gera,“ sagði nágrannakon-
an. „1 þetta skipti var það aðeins
brúðan, sem brann, en litlu munaði,
að bæði Rósa og litli bróðir brynnu
líka.“
Lausleg pýðing úr dönslcu.
MENGI
Sjö ára drengur er spurður: Hvað
er mengi?
Svar: Mamma og pabbi og þrír
blóðmörskeppir, það er mengi.
REYKINGAR
Hvað kostar einn vindlingapakki
nú? Þú, sem ert rétt að byrja að
reykja, viltu ekki staldra við og
hugsa? Þetta er kannski aðeins ein
sígaretta annan hvern dag eða jafnvel
enn minna. Þú ætlar þér ef til vill alls
ekki að verða reykingamaður. Þannig
hafa margir hugsað á undan þér en
endirinn oft orðið sá, að þeir urðu
miklir reykingamenn, áður en þeir
eiginlega vissu af. Það þykir víst ekki
neitt mikið að reykja einn pakka á
dag, en hvað kostar það yfir árið?
Hvað verður þú búinn að greiða stóra
fjárhæð eftir 10 ár? — Eftir 50 ár?
Mundir þú ekki hugsa þig um, áður
en þú fleygðir þeirri fjárhæð í eld?
Og þó — eru menn ekki að brenna
peninga, þegar þeir reykja? Og svo
þykir sannað, að heilsa þín sé í hættu,
ef þú reykir stöðugt. Það skiptir
kannski ekki máli. En viltu samt ekki
hugsa örlítið betur? Þetta kann að
varða þig meira, en þú hefur enn
þá gert þér grein fyrir.
Heill þér, óspillta æska.
Ég ann þínum góðleik og hreysti.
Ég gleðst yfir hverri göfugri sál,
til giftu ég henni treysti.
ÓHEPPILEG MÁLVILLA
I SJÓNVARPI
-----Það er aðeins verið að koma
í veg fyrir að óhreindindi berist ekki
að sárinu.
24 FORELDRABLAÐIÐ