Foreldrablaðið - 01.01.1969, Síða 30

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Síða 30
er algengt. Það kynni að styrkja kjöl- festu atvinnuveganna. En allir góðir foreldrar óska þess auðvitað fyrst og fremst, að börnin þeirra verði farsæl í iífi og starfi. Til þess að svo megi verða, er efnalegt öryggi mikils virði í augum margra, og verður því að hafa það í huga, þeg- ar lífsstarf er ákveðið. Hitt mun þó ekki minna vert, að menn öðlist ævi- starf, sem þeir hafa hæfileika til — er þeim að skapi. Það var oft nefnt að komast á rétta hillu í lífinu, og var talið mikils virði, og mun svo enn. Að vísu eru hæfileikar manna sjaldan svo einhliða, að val af þeim sökum sé mjög þröngt, en þó mun mjög algengt, að áhugi þeirra beinist að einu fremur en öðru, og er þá vissulega æskilegt, að þangað sé stefnt og því marki náð. En atvinnu- lífið er svo breytilegt, að margir verða að skipta um starf á ævinni og stundum oftar en einu sinni. — Hver viltu hafa lokaorð þín? — Ég vil enn leggja. áherzlu á sam- vinnu fjölskyldunnar um framtíð unglinganna — að málin séu rædd á þeim vettvangi og íhuguð til þess að reyna með því að forðast óheillaspor. Þar næst að leitað sé til annarra þeirra, sem hafa þekkingu á þessum efnum, svo sem sálfræðinga, félags- fræðinga, kennara og svo náttúrlega þeirrar stofnunar, sem sérstaklega hefur það starf með höndum að veita leiðbeiningar og aðstoð i þessum efn- um. Samfélagið allt er svo flókið, að unglingar þarfnast nauðsynlega handleiðslu og ýmiss konar aðstoðar miklu fremur en áður var. En mikil- vægast af öllu er þó e. t. v. það, að ungmennin skilji tilganginn með skólanáminu og skynji, að skólanám- ið er undirbúningurinn undir lífs- starfið, og með því að rækja það vel er verið að leggja þá undirstöðu, sem síðar verður byggt á. Hvað vil ég verða? Um margar leiðir er að velja. En ég þarf að hugsa mig vel um. 28 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.