Foreldrablaðið - 01.01.1969, Page 31
Spjallað við
móður
— Þú átt börn í skóla?
— Ég á einn dreng í barnaskóla.
Hann er 11 ára og er í 5. bekk.
— Er hann fyrsta barn þitt í
skóla ?
— Já, enn sem komið er.
— Mig langar að spyrja, hvort
hugmyndir þínar og vonir um skól-
ann hafi rætzt svona í aðalatriðum.
— Við því get ég sagt bæði já
og nei. Þar hafa skipzt á skin og
skúrir eins og eðlilegt má teljast. Allt
gekk ljómandi vel fyrsta veturinn og
jafnvel tvo fyrstu. Drengurinn var
mjög ánægður og ég raunar líka.
Hann er það reyndar alltaf, en ég
síður nú í seinni tíð.
— Þetta kann að vera eðlilegt, en
gaman væri þó að fá nánari skýring-
ar á því, að móðir og sonur eru ekki
á sama máli um þetta.
— Já, ég skal reyna að skýra það
frá mínu sjónarmiði, en það verður
kannski nokkuð langt mál.
— Það gerir ekkert til.
■— Ég vil þá fyrst geta þess, að mér
virðist kennarinn balda góðum aga.
Það er kannski ekki of sterkt að orði
kveðið, þótt sagt sé, að hann hafi
strangan aga. Slíkt verkar sennilega
misjafnt á börn, og mig grunar, að
zvo sé þarna. En minn drengur er
þannig gerður, að hann þolir agann
vel og nýtur hans með vissum hætti.
Hins vegar þekki ég móður annars
drengs í bekknum, sem hefur aðra
sögu að segja.
— Hefur þú ákveðnar skoðanir um
skólaaga ? Ég spyr vegna þess, að mér
er kunnugt um mjög skiptar skoðanir,
bæði kennara og foreldra, í þessum
efnum.
— Sennilega er sá agi beztur, sem
nemendurnir verða lítið varir við, en
kemur þó að haldi. Strangur agi á
ekki jafnvel við alla, en agaleysi er
að mínum dómi það versta.
— Þú ert sem sagt ánægð með
agann, en hvað er það þá í fari kenn-
arans eða kennslumáta hans, sem þú
gagnrýnir ?
— Það er nú fleira en eitt, en þó
má ef til vill rekja það allt til eins
og hins sama í fari hans. Mér virðist
margt benda til þess, að hann sé lat-
ur. Það er kannski Ijótt að segja
þetta um kennara, þótt sjálfsagt þyki
að tala um leti hjá börnum. En ég
held, að letin komi fram hjá fólki á
hvaða aldurstigi sem er, ef hún er því
eðlislæg. En til þess að þetta sé ekki
alveg staðlausir stafir, vil ég nefna
dæmi því til skýringar. Það er þá
fyrst, að hann tekur aldrei nein verk-
efni barnanna heim með sér, ekki
reikningsbækur, stafsetningu, skrift
eða vinnublöð, sem sagt ekki neitt.
— Já, það hef ég nú heyrt um
FORELDRABLAÐIÐ 29