Vikan


Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 2

Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 2
Margt smátt Viðburðir fiðins árs: Þetta var ástarsamband aldarinnar. Nei, ekki þetta á milli Kalla prins og Díönu, kjáninn þinn. Við erum að tala um ástríðuhita fjölmiöla vegna sögunnar um Karl og Díönu. Harðsoðnir ritstjórar hvar sem var sáu okkur fyrir daglegum skammti af undanfara hins konunglega brúðkaups, sem aðeins þeir sem virkilega eru gagnteknir höfðu áhuga á. „Díana kaupirtyggjó.” „Karl prins jafn- vígur á báðar hendur með svipu.” „Fimm brúðarkjólar til vara (ef vera kynni að einn rifnaði).” — Þannig voru fyrirsagnirnar sem blöstu við okkur I allt fyrrasumar. Blöðin voru vitfirringu næst. O, jæja, það var nú varla á öðru von. Diana er nú einu sinni svo svip- brigðarik. Og eyru prinsins eru ekki sem verst heldur. Auðvitað kom fyrir að eitthvað birtist á forsíðum til að spilla gleðinni, eins og fréttirnar af uppþotum atvinnuleysingja í Liverpool og London, með hamagangi og látum. Og til hvers svo? Drottningin sjálf reyndi að hjálpa þeim úr ógöngunum með því að halda marg- milljarða brúðkaup. „Hjálpið þeim að leifum gnægtanna,” hefur alltaf verið svar kóngafólksins. Og það var étið. Ekki færri en 600 milljónir mannaátu með augunum brúð- hjónin, gleiðbrosandi á skjánum. Svo var þarna einvalalið annarra þjóð- höfðingja, til að æfa sig í eigin frama. Á hverju eiga fjölmiðlar nú að nærast? Hljótt hefur verið um óléttu Díönu til þessa. En kannski er stutt i að barm- merki verði framleidd með áletrunum eins og „Díana farin að prjóna” eða „Prinsinn býður hestum hennar hátignar vindla." Við getum varla beðið. Notkun orðsins snemmbær í heilabrotum (l-X-2) Vikunnar í 53. tölublaði 1981 hlaut ekki hljómgrunn hjá Reimari Karlssyni frá Öxl í Breiða- víkurhreppi á Snæfellsnesi. Reimar skrifar: „Hvað merkir orðið snemmbær í 53. tölublaði 1981? Snemmbær er sagt um kýr sem bera I sept.-des., aðrar eru síðbærur, hef aldrei séð eða heyrt að kindur væru snemmbærar, þær sem bera í apríl eða mars eru taldar fyrir- málskindur.” Við flettum upp í orðabók Menningarsjóðs sem út kom árið 1963 og þar er orðið snemmbær notað jafnt um ær sem kýr. Sama er að segja um orðabók Sigfúsar Blöndal sem út kom á árunum 1920-24. Ennfremur höfðum við tal af Guðrúnu Kvaran hjá Orðabók Há- skólans. Hún sagði að hjá þeim væru einungis til dæmi um notkun orðsins snemmbær um kýr. Eina dæmið viðkomandi ám barst úr Árnessýslu og er því mótmælt að snemmbær sé þar um slóðir notaðum ær. Við verðum því að svara Reimari á þann veg að heimilt sé að nota þetta orð um ær, en aðjafnframt virðist það sums staðar i sveitum landsins einungis notað um kýr. Nú þætti okkur gaman að fregna hvar annars staðar orðið snemmbær er notað um ær og hvar ekki! Sendiðokkur linu: VIKAN, pósthólf 533, 121 Reykjavík. Willy Breinholst LEIG JANDINN Í KÚLUNNI Dæ, Dæ, mæ darlíng! * „Snemmbær' Hæ - ég get spriklað! Ef ég held áfram að vaxa eins og ég vex núna endar með því að ég verð að fara héðan. Það eru ekki margar vikur síðan höfuðið á mér var ekki stærra en þetta: o — og handleggir og fætur ckki stærri en þctta: Svo varð höfuðið á mér svona stórt: O og handlcggir og fætur svona: 0. Nú hcf ég búið hér á þriðja mánuð og hcld áfram að vaxa og vaxa og vaxa. Var ég búinn að segja að ég er búinn að fá mín cigin lungu og nasir til að anda mcð? Og fingur. Ég get spriklað bæði með höndum og fótum. Ég hcld ég cigi eftir að hafa mikið gaman af því. Stundum hcf ég sparkað dálítið í vcggina hérna hjá mér, svona til að gefa mömmu mcrki, cn hof ckki almennilega komist í samband cnnþá. Vitiði hvað ég gct meira? Ég get hreyft tærnar. Getið þið það líka? Kannski bara betra að hafa verkinn áfram Aumingja fólkið, sem fór að reyna3' leika þessa ágætu æfingu eftir þ«ssal lipurtá á teikningunni. Hvernig setli F sé í mjóhryggnum núna? DV 8.1. ’82 um? fy(i Flestar konur er viðkvæmar þreytu í neðsta hluta baksins eða n1 ( hryggnum. Á meðfylgjandi my11®, einföld æfing til að lina þá verki ^ oft fylgja og hjálpa vöðvunum 11 slaka á. inn Leggist á gólfið með teppi eða Þ11 . dýnu undir. Samanvafið handkl® ^ sett undir hálsinn, til stuðningS’^,, kálfarnir látnir hvíla á púða eð* mjúku, sem sett er á stólsetuna. bakinu beinu, lyftið mjöðmunum 0 .. lítið og beygið hnén. Slakið á i tíu útur eða þar til þið ftnnið að Þr0 líður úr. $ # # * ^ jUj Jói gerðist útflytjandi til Ameríku ^ leið frá Aberdeen. Hann sótti um slÁ sem lögregluþjónn og fór í hæfms|': . Þar var hann spurður hvað hann m)1^ gera ef hann þyrfti að ^e mannþröng. jjj „Það sama og heima,” svaraði „láta samskotabaukinn ganga.” t 2 Vikan 3. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.