Unga Ísland - 01.11.1941, Side 10

Unga Ísland - 01.11.1941, Side 10
skildingar. — Já, hvar áttu heima? spyr Hans. — Rétt austan við kirkj- lina, segir Dauðinn. — Þar sem þú sérð, að birtu leggur upp úr jörðinni skaltu fara inn. Komdu um miðnætti næstu nótt. Hans lofaði því og skildu þeir síðan. Daginn eftir var Hans að tína hnet- ur, en þegar leið að miðnætti fór hann aftur upp í kirkjugarðinn. Austan við kirkjuna sá hann opna gröf og lagði ijósglætu upp úr henni. — Hér hlýtur það að vera, hugsaði Hans, en þarna var epginn stigi, heldur aðeins hola beint níður. Hann fór því og náði sér í brunastjaka, sem hékk utan á kirkjuveggnum, dró hann að gröfinni til að mæ’la dýpið með honum, en fann engan botn. — Maður verður að bjarga sér eins og bezt gengur, sagði Hans, lagði brunastjakann þvert yfir gryfjuna, fór síðan, sótti bandið úr kirkjuklukkunni og stiga, sem stóð uppi við vegginn, hnýtti öðrum end- anum á bandinu um stjakann, en hin- um um efsta haftið á stiganum og renndi honum síðan niður í djúpið. Ekki var neinn botn að finna enn þá. — Ekki dugir þetta, hugsaði Hans. — En hér hlýtur nú samt leiðin að vera, og það sem maður hefur lofað, verður maður að efna. Síðan las hann sig niður festina og klifraði niður stigann, tók svo báðum höndum um neðsta haftið, lét sig síga eins langt og hann náði og leitaði sér fótfestu, en hún var' engin. Þá sleppti hann og lét sig falla. Hann kom vel niður og þegar hann svipaðist um sá hann, að hann var staddur á fallegu engi, grænu og grasivöxnu. Beint framundan honum voru dyr, sem birtuna lagði út um. Þar fór hann inn og allt stóð heima. 134 Innan við dyrnar mætti hann vini sín- um frá kvöldinu áður, sem bauð hann velkominn. Þeir gengu nú inn í stofu og loguðu þar ljós á kertum meðfram öllum veggjunum. Þaðan fór Dauðinn með hann inn í stóran sal, og voru þar einnig logandi ljós, allt um kring. Loks fóru þeir inn í annan sal geisi- stóran. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja, eins, og í dómkirkju. Loguðu þar ljós þúsundum saman, hátt og lágt, og var þarna bjart eins og úti um miðjan dag. Kertin voru allavega lit og af öllum stærðum. Sum voru á stærð við kirkjukerti, önnur meðal- stór, og enn önnur ofurlítil, eins og jólatréskerti. Sum þeirra voru úr vaxi, önnur voru óvönduð strokkkerti. Sum höfðu háan, stóran logá og runnu fljótt, Önnur höfðu aðeins grannan kveik og ljósið á þeim var dauft, en logaði rólega. Sum voru ennþá alveg heil, eins og nýlega væri kveikt á þeim, önnur voru runnin alveg niður í stjakana og nálega útbrunnin. — Hvers vegna hefir þú svona mörg Ijós hérna? spurði Hans. — Jú, sagði Diauðinn — það fylgir staríi mínu. Þetta eru æviljós mannanna. I hvert sinn, sem eitthvert þeirra er út- brunnið, verð ég að fara og sækja sál. Hér eru aliar tegundir, eins og þú sérð. Sum eru stór, en önnur lítil. Sum kertin eru löng ennþá. Þeir, sem hafa langt líf fyrir höndum eiga þau. Önnur eru að verða útbrunnin, ævi þeirra, sem eiga þau er bráðum liðin. — Hvar er mitt ljós? spurði Hans. — Það logar þarna hátt uppi, sagði Dauðinn og benti Hans á það. Það var stórt og skært, eitt af þeim feg- urstu, sem þarna voru, svo að Hans var vel ánægður með það. Framh. UNGA íSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.