Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 11
UNGA ÍSLAND XXXIX. ÁRG. 1,—2. HEFTI JAN.—FEBR. 1944 ÍSLENZKIR RITHÖFUNDAR III. KRISTMANN GUÐMUNDSSON Kristmann er fæddur að Þverfelli í Lundareykjadal í Borgarfirði 23. okt. 1902. Ólst hann upp hjá ömmu sinni og afa, Ástrúnu Friðriksdóttur og Birni Sveinbjörnssyni, til 11 ára aldurs, en þá dó afi hans. Foreldrar Kristmanns voru Guðmundur Jónsson frá Helgu- stöðum í Reykjavík og Guðlaug S. Björnsdóttir frá Þverfelli Sveinbjörns- sonar. Eftir dauða afa síns var Krist- mann á ýmsum stöðum og varð fljótt á unga aldri að sjá sjálfum sér far- borða. Átti hann þá oft erfitt vegna tæprar heilsu, þröngs fjárhags og enn þrengri skilnings almennings á kjör- um hans, hæfileikum og löngun til andlegs frama. Eigi að síður tókst hon- um að afla sér nokkurrar almennrar menntunar á þessum unglingsárum og snemma byrjaði hann að yrkja. Hann var ákveðinn í því að brjóta sér leið gegnum alla erfiðleika, berjast við þá og sigra. í því sk'yni braut hann allar brýr að baki sér, svo að eigi yrði aft- ur snúið og sigldi því af landi burt ár- ið 1924. Hann fór til Noregs án ver- aldlegra fararefna. Hans nesti og nýju skór voru aðeins miklar gáfur og ó- drepandi kjarkur. En er fram í sótti varð slíkt honum hinn þyngsti sjóður. Kristmann Guðmundsson. Nú er svo komið. að Kristmann er fyr- ir löngu orðinn víðfrægur rithöfundur og bækur hans eru þýddar á fleiri tungumál en títt er um íslenzka höf- unda. Bækur sínar skrifaði hann á UNGA ÍSLAND 1

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.