Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 32

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 32
ur í búð, talaði við frænda minn og sagðist vilja fá vörurnar gefins, en frændi minn kastaði honum út. Það er undarlegur maður, sem held- ur, að hann fái vörur gefins, þó að hann sé fátækur. Erling '\£aldimarsson. Barnafímí f úfvarpínu Það var eitt sinn í sumar, er ég var að hlusta á barnatíma í útvarpinu, að mér þótti hann skrítinn. Maðurinn, sem talaði, sagði frá því, að útlend- ingur einn úr landi, sem ég man ekki hvert var, hefði haldið því fram við sig, að íslendingar væru Eskimóar, þéir þekktu ekki sápu og þvæðu sér úr lýsi. Hann sagði þessum manni, að hér væru engir Eskimóar og að íslending- ar ættu nóga sápu. Emil. Palladómur Erling heitir maður, skörulega vax- inn, líkur Gretti Ásmundssyni í allri framkomu. Hann er sterkur eins og risi og stór eins og skessa. Hann er með húfu í hnakkanum, sem líkist skott- húfu. Hann er fríður sýnum. — Þegar hann var í sveitinni, var hann látinn ná í hesta, en hann var svo sterkur, að hann var hækkaður í tigninni og gerður að fjósamokara.. I sumar lá hann veikur á spítala og fóru kraftarnir að linast, en þegar hann kom af spítalanum fór hann strax upp í sveit og á bæinn, þar sem hann fékk heiðurinn forðum, sem áð- ur er getið. Þar naut hann sólarinnar og varð eins sterkur og áður. Við Erling erum beztu vinir og ég bið hann að verða ekki vondan við mig, þó að hann komist að því, hver hefur skrif- að þetta. Höf? Daglegf líf hjá mér Eg fer í skólann á hverjum degi, nema á sunnudögum. Eg fer klukkan 8—9. Mér þykir gaman að læra um heima og geima. Á daginn kl. 3 fer ég að selja Vísi; ég tek alltaf 100 blöð og sel þau. Þegar ég er búinn, læt ég mömmu hafa sölulaunin. Á kvöldin, þegar ég er búinn að selja, fer ég í Sundhöllina. Þegar ég kem úr höllinni fer ég að læra til klukkan tíu að ganga ellefu. Á sunnudögum fer ég að kaupa mjólkina fyrir mömmu. Þegar ég er búinn að því, fer ég að kaupa mér, miða í bíó. Þegar ég kem úr bíóinu fer ég að læra undir mánudaginn. Sverrir. Ferðalaff í hittifyrra vetur var ég í skóla í sveif. Skólinn var í Ungmennafélags- húsinu. Það var alltaf gaman í skól- anum, því að við máttum bæði leika okkur úti og inni. Um vorið, þegar skólinn var búinn en svolítð fyrir próf- ið, fór kennarinn, sem heitir Unnur Benediktsdóttir, með okkur krakkana í ferðalag austur í Vík í Mýrdal. Það var ákaflega gott veður um morguninn, þegar við lögðum af stað. Við fórum kl. 8 um morguninn og keyrðum fram hjá Skógafossi, og aust- ur yfir Skógasand yfir Jökulsárbrú á Sólheimasandi og austur yfir Sól- heimasand, komum við í Dyrhólaey og skoðuðum vitann. Okkur leizt ágæt- lega á vitann. Við fundum eitt eða fleiri æðarkolluhreiður. Þá var veðrið ágætt, en þegar við komum austur í Vík var farið að rigna. Við komum í rigningu heim um 6-leytið um kvöldið. Sig. Steinsson. 22 I UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.