Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 12
JOHANNE KORCH: SUMARLEYFIÐ HENNAR INGU Þýtt hejur SIGURÐUR HELGASON I. Inga setti hengirúmið á fleygiferð, svo að lá við sjálft, að það væri stór- hættulegt fyrir hana, lagði granna og móleita . handleggina undir hnakkann og horfði spekingslega upp í laufþétta krónu rauðbeykisins. Eitthvað var að, það var víst og áreiðapfegt. Eftirlætisgoðið, hún Elín fagra, . sýstir hennar, hefði víst ekki verið svikin um Parísarferðina, ef allt norsku, en eftir margra ára dvöl í Nor- egi sneri hann heim til íslands og skrúfaði nú á sínu móðurmáli. Krist- mann býr nú í Hveragerði. Bækur Kristmanns Guðmundssonar eru þessar: Á norsku: Islandsk Kjærlighed, 1926, Brude- kjolen, 1927, Armann og Vildis, 1928, Livets morgen 1929, Sigmar 1930, Saga- en og Folket 1930, Den blaa Kyst 1931, Det hellige fjell 1932, Landnam 1932, Den förste vaar 1933, Hvite netter 1934, Jordens barn 1935, Lampen 1936, Gud- inden og oksen 1938. Á íslenzku: Rökkursöngvar, ljóð, 1922, Kvæði, flutt í samsæti fyrir Davíð Öslund 1923 Börn jarðar, 1935, Lampinn, 1936, Gyðjan og uxinn 1. 1937, Ströndin blá, 1940, Anna Ley, 1940, Nátttröllið glott- ir, 1943. 2 væri með felldu. Hún, sem hafði átt að fá að fara til Parísar, þegar stúd- entsþrófið væri um garð gengið, en nú sagði pápi, að ekkert gæti orðið úr því. Hann var þó ekki vanur að skera útgjöldin til hennar, eftirlætisbarnsins, við neglur sér. Þennan sama morgun hafði Inga komið heim úr skólanum. Bekkjarpróf- inu var lokið, hún var í sjöunda himni og hálfs annars mánaðar skólaleyfi framundan. En þegar hún kom inn í stofuna varð hún þess vör, að and- rúmsloftið var eitthvað beizkju bland- ið. Þarna sat fjölskyldan við morgun- verðinn; mamma kvíðandi og döpur á svip, pápi ennþá geðvonzkulegri og svip- þyngri, en hann átti að sér og nýi stúdentinn, Elín fagra, skjálfandi af sorg og gremju. — Inga sá þetta allt í einni svipan. — Það getur ekkert orðið úr því í ár, heyrirðu það, sagði pápi um leið og Inga -kom inn fyrir. — Ef við hefð- um farið til útlanda, mamma þín og ég, eins og við ætluðupi í vetur, þá hefðir þú fengið að koma með okkur, en að senda þig eina með konsúlsfólk- inu kemur ekki til mála. — — — Eg þarf að fara til Þýzkalands í nauð- synlegum erindum. Sú ferð tekur all- an þennan mánuð. Mamma ykkar fer um tíma til Lönstrup með ykkur telp- ’ UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.