Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 13
urnar. Það verður að vera nóg þetta árið. — Og svo gætir þú nú verið dálítið ánægðari með veizluna sem við höfð- um fyrir þig og félaga þína, hérna um daginn, sagði móðirin stillilega. — Það verður gaman að vera um tíma vest- ur við hafið. — Reyndu nú að hætta þessari óánægju. Hugsaðu til hans pabba þíns, veslingsins, sem ekki fær neitt sumarleyfi. — Eg kæri mig ekkert um að fara til Lönstrup; þar' er svo leiðinlegt. — — Og nú er ég búin að segja öllum vinkonum mínum, að ég ætli til París- ar. Eg verð bara að athlægi.... Og boðið um daginn! — — Það var nú held ég ekki svo merkilegt, að það taki því að vera að tala um það.---------En boðið hjá konsúlnum .... ! Lengra komst hún ekki, því að pápi sló svo fast í borðið, að allt sem á því var hoppaði og dansaði. — Þú mátt láta þér finnast hvað sem þú villt, hortuga stelpa, þrumaði hann og rómurinn var svo ískaldur, að Inga fann gustinn leggja um sig alla. — Þu ert bæði ósvífin og van- þakklát, og ættir að skammast þín fyrir að finna að veizlunni, sem mamma þín lagði á sig að halda fyrir þig.. . . Svei þér! Síðan stóð hann á fætur og gekk inn í skrifstofu sína, en Elín hljóp hágrát- andi upp í herbergi sitt. Svona var nú þetta. Inga setti hengi- rúmið aftur í hreyfingu og hélt áfram að hugsa. Auðvitað' var ekkert vit í því, að láta með börn eins og foreldrarnir höfðu látið með Elínu, og snúa svo allt í einu við þeim bakinu. Og Elín hafði nokkuð til síns máls í því, sem hún sagði um veizluna. Auð- UNGA ÍSLAND vitað var maturinn góður og svo fram- vegis, en jólaballið, sem þau létu Elínu halda, var samt ennþá ríkmannlegra, og hitt átti þó að heita stúdentahátíð. Einhvernveginn hafði Inga fengið þá hugmynd, að þess háttar veizla væri meira og merkilegra en allar aðrar veizlur, þangað til kæmi að trúlofun eða giftingu. En samt var það nú í meiralagi lé- legt hjá Elínu að vera að tala um þetta, hreint og beint óhræsislegt. Það fann Inga glöggt, þegar hún sá, hvað móður þeirra féll þetta illa. Þá langaði hana mest til að gefa Elínu fögru ærlega ráðningu. En hvað sem þessu leið öllu saman, þá ætlaði hún nú ekki að láta þetta eyði- leggja skólaleyfið fyrir sér. Ekki gat hún gert að því, þó að Elín fagra, stúd- entinn, væri óþæg og ætti nú allt i einu að fara að ganga undir strangan aga. Inga snéri sér í hengirúminu og fór að lesa og líklega hafði hún sofnað, að minnsta kosti varð hún ekki vör við, að neinn kæmi og settist á bekkinn handan við runnann, sem hengirúmið hékk í, fyrr en hún heyrði rödd móður- innar rétt hjá sér. — Mér finnst það ósköp leiðinlegt að vera að senda hana Ingu litlu að Eikar- bjargi. Hún, sem er farin að hlakka svo mikið til að koma með okkur vest- ur í Lönstrup. Pápi var þarna líka. Hann sagði og var að heyra talsvert óþolinmóður: — Það get ég ekki skilið.... Okkur er ómögulegt að krefjast þess af Elínu núna, þegar hún hefur orðið fyrir þess- um vonbrigðum með Parísarferðina. Það er verst, að Inga er á óheppilegum aldri og allt annað en aðlaðandi, eins og stendur að minnsta kosti, svona 3

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.