Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 37

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 37
gera áætlanir, meðan við gengum heimleiðis. Eg ætlaði að heimsækja Sólveigu og það var ekkert smáræði, sem ég ætlaði að hafa með mér, handa henni. Eg varð smámsaman rólegri við það að hugsa mér sjálfa mig sem gjaf- ara og komst í sæmilega gott skap aftur. Samt sem áður varð ekkert úr þessu. í fyrsta lagi var aleiga mín aðeins 7 aurar, og í öðru lagi komst mamma að öllu saman, því að ég fór aftur að gráta um kvöldið, þegar ég var hátt- uð og hún kom inn til mín til að lesa með mér kvöldbænina. Þó nefndi ég ekki brúðuna við neinn. — Helena fékk miklar ávítur og ég mátti aldrei framar koma til Solveigar í Balkeby, sem hafði berkla. Og þó að þetta hefði ekki komið fyr- ir er mjög líklegt, að ég hefði aldrei komið mínum ágætu fyrirætlunum í framkvæmd. Þetta voru fyrstu kynni mín af fá- tæktinni. En nokkrum árum síðar sagði móðir mín mér, að við værum sjálfar fátækar. Eg man þá lamandi skelfing- ar tilfinningu, sem greip mig, og ég man heitan roðann, sem streymdi fram í vanga mína. Vorum við þá dæmdar til að anda að okkur óhreinu lofti og smjaðra fyrir öðru fólki, horfa á það hræddum, flöktandi augum og tala með auðmjúkum smeðjurómi. Og ég varð stór telpa, og ég varð fullorðin, 'og ég kynntist lííinu meira og meira — líka fátæktinni. En þrátt fyrir það hef ég ennþá aldr- ei séð ömurlegra tákn fátæktarinnar en það, sem ég skynjaði af margvísri eðl- isávísun barnsins. Þetta tákn fátæktar- innar er auðmýktin, sem alls staðar í þessum heimi er hlutskipti þesssnauða. Og þessa reynslu öðlaðist ég daginn þann, sem mér fannst ég hafa gert eitthvað illt, þegar skósmiðskonan í Balkeby tók Gerðu og faldi hana. S. H. þýddi. Ordsendingar í þessu blaði hefst ný framhaldssaga, sem endast mun að minnsta kosti út árið. Höfundur hennar er dönsk kona, sem ritað hefur vinsælar 'unglingabæk- ur. Ekki hentar að segja hér neitt frá efni sögunnar, en við vonum, að les- endum falli hún vel í geð. Okkur ritstjórunum hafa borizt mörg bréf, þar sem kvartað er um óreglu á útkomu „Unga íslands“. Við höfum áð- ur getið þess, að við getum engu ráðið um útkomutíma og ytri frágang blaðs- ins. Allar slíkar kvartanir ber að senda afgreiðslunni, 'og munu þær þá berast réttum hlutaðeigendum. Okkur hafa líka borizt mörg bréf, þar sem lýst er yfir ánægju með efni blaðsins, og vilj- um við nota þetta tækifæri til að þakka þau. • Vegna fyrirspurnar eins kaupanda um Islenzka söngbók, sem ritstjórninni hefur bofizt, skal það. framtekið, að bók þessi hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. UÍIQA ÍSLAND 27

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.