Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 30
HEIMKYNNI DÝRANNA
ii.
Leðurblökur.
Leðurblökurnar eru útbreiddar svo
að segja um alla jörðina. Aðeins í hin-
um nyrztu löndum jarðar eða þeim
sem í kuldabeltunum liggja finnast
þær ekki. Á Norðurlöndum — að Is-
landi undanteknu — eru þær, en þó
mjög fáar tegundir og ná einnig litlum
þroska. Eftir því sem sunnar dregur,
og nær hitabeltinu, vex fjölbreytni
tegundanna. í heitu löndunum er svo
ótölulegur grúi þeirra, að þegar þær
fljúga út úr fylgsnum sínum, er kvölda
tekur, verður allt krökkt af þessum
ósjálegu, flögrandi dýrum.
Það tjáir ekki að halda því fram,
að leðurblökurnar séu yndislegar ver-
ur. Útlit þeirra eitt vekur sérstakan
óhugnað, og þar við bætist svo sá lifn-
aðarmáti þeirra að vera mest á ferli
í myrkri næturinnar. Meðan bjart er
liggja þær í fylgsnum sínum og fara
fyrst á stjá, þegar sól er sezt. Köld-
ustu mánuði ársins liggja þær í dái.
Fyrr á tímum þótti mönnum eitthvað
dularfullt og óhugnaðarblandið við
allt atferli þessara dýra. Einkum voru
það þó hinar stærri tegundir. Flestar
eru þó tegundirnar algjörlega meinlaus
dýr, en því er ekki að neita að einstöku
tegundir sjúga blóð úr bæði mönnum
og dýrum, ef færi gefst. Spánverjinn
Azara segir frá því, að slíkar leður-
blökur bíti sig t. d. fastar í kambinn
á hænsnum meðan þau sofa, og sjúga
úr þeim blóðið og verði það hænsnanna
Löndin, sem lituð eru svört, eru heimkynni
leðurblökunnar.
bani. Þannig ráðast þær einnig á hesta,
múldýr, asna og nautgripi. Sjálfur seg-
ist Azara oftar en einu sinni hafa orð-
ið fyrir biti þeirra án þess að kæmi að
sök. Hið sama hefur einnig komið fyrir
ir marga aðra náttúrufræðinga. Á síð-
asta hausti kom það fyrir á bæ einum
austur í Skaptafellssýslu, að leður-
blaka fannst þar úti í kálgarði. Var
hún aðframkomin mjög og nær dauða
en lífi, er hún fannst. Var álitið að
hún hefði borizt hingað til lands með
skipi. Eigi vita menn dæmi til að hér
hafi leðurblaka fundizt fyrr.
Gömul mánaðarheiti.
Þorri,
góa
einmánuður,
harpa,
skerpla,
sólmánuður,
heyannir,
tvímánuður,
haustmánuður,
gormánuður,
ýhr,
mörsugur.
(í almanakinu getur þú séð, hvenær
þessir mánuðir byrja og enda.)
20
UNGA ÍSLAND