Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 29

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 29
sjálfra sín meðan þeir eru börn. Þetta mál snertir börnin ekki nógu mikið sjálf á þeim aldri, en að fá þau til að dæma breytni annarra með því að segja þeim að gera það, er líkt og að segja blindum manni að dæma um lit. Ein syndin býður annarri heim, stendur þar. Og mundi ekki nokkuð satt í því? Við, sem mikið umgöng- umst börn, getum ekki komizt hjá að viðurkenna þá leiðinlegu staðreynd, að sælgætiskaup og sælgætisát þeirra er langt úr hófi fram a. m. k. hér í Reykjavík,-Það er þó alviðurkennt, af þeim sem vit hafa á, t. d. læknum, að sælgætisát barna sé þeim mjög óhollt og skaðlegt fyrir vöxt þeirra og þroska. En auk þess er sælgætislöngunin einn- ig mjög lamandi fyrir siðferðisþrek barnanna. Þau eru ekki fá dæmin fyr- ir því, að börn hnuppli sér aurum til kaupa á slíkum vörum. „111 var þín fyrsta ganga og þar munu fleiri á eftir fara.“ Hún er ekki svo ýkja löng leiðin hjá drengnum ,sem byrjar á því að stela aurum frá mömmu sinni til sælgætiskaupa og endar í fullkomnu virðingarleysi laga og réttar og ekki er ofdrykkjan fjarri þeirri leið En það, sem er ískvggilegast við þetta, er það, að foreldrar margra barna eru steinblindir í þessu máli. Finnst þetta meira að segja sjálfsagt. Margir foreldrar, og alls ekki siður þeir, sem við lítil efni búa, hafa þann sið, að gefa börnum sínum daglega peninga til sælgætiskaupa. Eg þekki börn, sem þannig er ástatt um, sem er orðin þetta ósigrandi ástríða. Það kem- ur kannski ekki þessu máli við, þó að sagt sé, að oft geta hinir sömu for- eldrar fárast um þarfa útgjöld, ef þeim er gjört að kaupa skrifbók fyrir nokkra aura, sem barnið þarf að nota við skólanám sitt. Hvert mál hefur tvær hliðar og er sjálfsagt að viðyrkenna það. Það er hægt að gleðja barn með því að gefa því „gott“. En með því að gera það að daglegri neyzluvöru er gleðin farin for- görðum og krafan komin í staðinn. Þeir, sem starfa vilja að auknu siðgæði meðal barna, verða að fara að hug- leiða þetta mál og gera síðan sínar ráð- stafanir til að hamla gegn þessu óhófi. Er það ekki sízt ungliðadeildanna, séu þær einhvers megnugar, en barnastúk- urnar mættu einnig athuga, hvort þarna er ekki byrjunin á byrjuninni. Forráðamönnum bindindisfélaganna hér á landi gengur það til, með starfsemi sinni, að forða sem flestum frá villi- götum í menningarlegu tilliti. í sam- bandi við sælgætissýki barna mættu. þeir spyrja: „Liggur vegurinn þangað?“ S. J. UPPGÖTVANIR. — Frh. af bls. 14. Loftvogin. Allir kannast við loftvogina. Hún seg- ir til um breytingar á þrýstingi and- rúmsloftsins og eftir beim geta menn stundum gizkað á yfirvofandi veðra- brigði. ítalinn Torcelli uppgötvaði hana árið 1643. Ritblý. Ritblýið er gert úr efni, sem heitir grafit, og rekja menn uppruna bess til Englands nálægt 1665. Lindarpenni. Þetta áhald, sem oft er nefnt sjálf- blekungur, þekktist snemma en varð ekki algengt fyrr en nálægt 1885. Um það leyti komu fyrst til sögunnar ýms- ar gerðir þeirra, sem telja má nothæf- ar öllum almenningi. S. H. UNGA ÍSLAND 19

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.