Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 24

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 24
íð. Það var. árið 1825. Þýzkur maður sem hét Wöhler, hélt áfram rannsóknum Örs- ' 3ds og hefur hlotið mestan heiðurinn fyrir uppgötvunina. Alúminíum- náði' þó ■'kki verulegri útbreiðslu fyrr en all- löngu síðar, er menn tóku að framleiða það með rafmagni. Rafmagnsljós. Rafljósin eru ekki eins ný og menn rkyldu ætla. Árið 1811 heppnaðist ensk- um eðlisfræðingi, sem hét Humphry Tlavy (framb. Hömprí Deiví) að fram- leiða ljós með raforku. Það voru svo nefnd bogaljós, og ekki var tekið að not- færa þau fyrr en liðið var fram undir i iðja öldina. Árið 1848 var gerð tilraun í París til að lýsa upp torg eitt með boga- Hósum. Þótti tilraunin takast veþogvar oessi aðferð síðan allmikið notuð til að lýsa upp götur og torg — útilýsing. — Þessi bogaljós þóttu dýr og ekki hent- ag, enda varð raflýsing ekki almenn fyrr >.'n Edison uppgötvaði glóðarlampann 1379. Þessi glóðarlampi Edisons var lík- ur þeim rafmagnsljóskúlum (perum) sem við' þekkjum enn í dag, en þræðirn- ir innan í þeim, sem gefa frá sér ljósið, v oru úr kolum. Nálægt 1900 endurbætti ' ýzkur maður, W'olfram að nafni, þessa kmpa og uppgötvaði málmblöndu, sem suírð var eftir honum, sem höfð er í þræðina í stað kola. Er hún bæði rr.eð- færilegri og endingarbetri. Áður voru ljóskúlurnar loftlausar, að svo miklu i.yti, sem unnt var. Nú er tekið að fylla þær með ýmsum lofttegundum, sem ekki geta komið af stað bruna. Flestar stærri borgir, víðsvegar um heim, hafa rafveitur. Sú fyrsta kom til l 'igunnar í New York 1882. Reiðhjól. Fyrstu reiðhjól, semsögurfara af,voru n jög ófullkomin og geta tæplega hafa verið til mikils gagns. Hlaupahjólið, sem lítil börn hafa að leikfangi nú á tímum, var fyrirrennari þess. Það var til í byrj- un 19. aldar. Upphafsmaður þess hét Drais og var austurrískur. Stigsveifarn- ar komu til sögunnar árið 1850, höfund- ur þeirra hét Moritz Fischer og þá fyrst urðu hin eiginlegu reiðhjól til. Þau voru þannig gerð, að afturhjólið var lítið, en framhjólið heljarstórt og þurfti mikla leikni til að stjórna þeim. Árið 1875 voru búin til hjól, sem að útliti líkjast þeim, er nú tíðkast, en þau náðu ekki veru- legri útbreiðslu fyrr en gúmmíslöngurn- ar komu til sögunnar, skömmu eftir 1880. írskur dýralæknir, Dunlop að nafni, fann þær upp, og eftir það hóf- ust hinar miklu vinsældir reiðhjólanna. Rakvélin. Langt er nú síðan, að menn tóku að raka sig og skera eða klippa hárið. I leif- um frá steinöld hér í Evrópu hafa fund- ist skegghnífar, og auðvitað var þeirra ekki síður þörf meðal menningarþjóða fornaldarinnar, forn-Egiptá og annarra, sem uppi voru á sama tíma, eða komu á eftir þeim. Þessir skegghnífar voru mjög ófull- komnir, eins og vonlegt var, og flestum nútíðarmönnum myndi bregða í brún,-ef þeir þyrftu á þeim að halda. Enn í dag nota menn skegghnífa, en nú á tímum eru til margir menn, sem ekki gætu rakað sig með hníf, hvað sem við lægi, nema eiga það á hættu að skera sig til skaða. Þetta er mest að kenna áhaldi, sem útrýmdi skegghnífnum að nokkru leyti, þegar það kom til sögunn- ar, er nefnist rakvél. Ameríkumaðurinn Gillette fann upp rakvélina árið 1895. Skömmu eftir alda- mótin hafði hann komið upp verksmiðju til að smíða þær og breiddust þær fljótt út um allan heim. (Framh. á bls. 19). 14 UNGA ÍSLANjO

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.