Unga Ísland - 01.05.1944, Page 41

Unga Ísland - 01.05.1944, Page 41
Smásaga „Það gyllir á hinu iðgrænu engi“ — vornótt, dásama fegurð, fjöllin blá, safamiklir úðakambar daggarinnar strá úr bikarsveigum gjöf himna yfir blað- hærur fífunnar og gróanda jarðhum- ars. Grímur húsmaður á Grund og Hauk- ur litli, sonur hjónanna, voru að koma frá kindum. Sporléttir fákar blésu hreggýrum úr titrandi nösum út í ósæ- una. Steindepillinn skellti í góminn og hátt í geimi renndi hrossagaukurinn sér á harðaflugi til og frá. Það var sigin værð yfir foldu, and- blær næturinnar var hreinn og þíður. Smáhærðir lambhnokkar fengu sér blund við hlið mæðranna. Mórauð tvílemba flýtti sér yfir göt- una og stefndi til fjalls, — Jseja, Morsa ef þá með tveimur eins og vant er, sagði Grímur, — en hvað, er annað lambið bæklað? Jú, reyndar, Grímur tók það upp. Það þýðir líklega ekkert annað en að skera það, sagði hann kæruleysis- lega, en hefur liklega þótt sárt í brotið undir niðri. Þetta kæruleysi skar Hauk litla í hjartað. Hann var tilfinningaríkur en þó þrogkamikill piltur. Þeir riðu heim á leið. Grímur hélt í framfætur lambsins og lét það hanga niður með síðu hestsins. — Svona á nú víst að reiða unglömb, sagði Grímur hlæjandi. Lambið jarmaði angistar- lega, grátstunur lítilmagnans fylltu Hauk litla beizkum trega. UNGA ÍSLAND Morsa kom jarmandi á eftir þeim- og alla leið til þeirra. — Hvern fjandann vantar þig? svar- aði Grimur og sparkaði í höfuð henn- ar, svo hún kastaðist til. Svipmikil harka logaði af hennar þóttalegu brá, er hún hélt -burt og stefndi til fjalls, með aðeins annað lambið sitt. Eftir nokkra stund sneri hún aftur við og jarmaði hátt, kval- þrunginn sárhreimur lýsti örvæntinga- fulla röddina. Grímur og Haukur voru komnir á hlaðvarpann heima á Grund. Grímur lét lambið á jörðina og gekk inn í bæinn. Haukur tók lambið upp og lagði það upp að vanga sínum. Elsku litli vinur minn, hvíslaði hann einlæglega, þegar hann þrýsti lambinu þétt að sér með smau en sterklegu höndunum. Af hverju færð þú ekki að lifa, því varstu ekki eins hraustur og frjáls og hún systir þín litla? Lambið jarmaði sárt og kveinandi. —Æ, sagði Haukur, reiður við guð og menn. — Þú skalt nú samt fá að lifa. Svo hljóp hann austur túnið á harða spretti. — Gráttu ekki, hvíslaði hann í eyra lambsins. Hann staðnæmdist und- ir bæjargilshömrum í grænni laut þétt- vaxinni bláfíflum og lyngróðri, þar lagðist hann fyrir, hjarta hans barðist af ótta við, að Grímur fynndi hann. Nóttin var heið og hrein, Haukur horfði út í víðáttu sumarnæturinnar. — Skyldi guð koma að sækja lambið? hugsaði hann óttasleginn. t 95 /

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.