Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 144

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 144
120 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA um skoðunum er öllum skylt að játa og fylgja í framkvæmd. “Taki þeir nú ofan, sem höfuðið hafa” er boðorðið á þessu draugaþingi. Allur frjáls félags- skapur er bannaður. Öll þekking og öll tækni er notuð til þess að viðhalda þessu kerfi innan ríkisins, svo langt sem það nær hverja stundina, og til þess að brjóta undir sig hvert annað ríki eða stjórnarkerfi, sem ekki gefst upp andspyrnulaust. Með þessum hætti eru öll hreinskilin viðskifti sálnanna úti- lokuð innan ríkisins og frjáls andleg viðskifti við þá, sem utan þess búa, bönnuð með ritskoðun, eftirliti pósts og síma og útvarps og banni gegn því að hlusta á erlent útvarp. Einu vísindin, sem fá að vera óáreitt innan ríkisins, eru þau, sem snerta efnisheiminn og tæknina — meðan þau ekki finna upp eitthvert meðal til að reka burtu þræls- óttann, sem heldur slíku kerfi saman. Slíkt kerfi leiðir til andlegs dauða, þvi að andinn, sem lifgar, hefir sín upp- gönguaugu í sálum einstaklinganna og streymir þaðan út um heiminn á líkan hátt og eg benti á um tónverkið, sem verður til í sál tónskáldsins og getur orðið líf af lífi allra, sem það nær til. Ef þessi uppgönguaugu eru eitruð eða stífluð eða einangruð, verður maðurinn ægilegasta en óæðsta skepna jarðar- innar, því að hann hefir þá framið sálar- morðið.” Hér er ofbeldis og einræðisstefnu nú- tíðarinnar rétt lýst og kröftuglega, hel- stefnunni, eins og hún hefir jafn rétti- lega nefnd verið, því að hún leiðir, fyr eða síðar, til andlegs dauða. Verður það þá skiljanlegt, hversvegna frelsis- unnandi mönnum og konum finst mikið til um þá baráttu, ekki síst af hálfu hinna smærri þjóða, sem nú er háð gegn slíkum eyðingaröflum og kúgun- ar. Hvarflar manni þá eðlilega í hug snildarkvæði Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum, “Heilagt stríð”, um hreystilega vörn frænda vorra Norðmanna gegn ofurefli innrásarmannanna í hið sögu- ríka og fagra land þeirra, heimaland vorra fornu feðra: “í afdölum Noregs um andnes hvert er eldað og sorfið viljans stál. 1 Glámsaugu heiftúðug, heljarmyrk, nú horfir hin norræna þjóðarsál. En sögunnar kyndla hún kveikir í dag og kveður sín Hávamál. Nú birtir um arfleifð íslendings og atgeir feðranna syngur við. í ánauð hernámi hugans verst hið harðfenga, prúða Noregs lið. Vér kennum vorn forna frelsisdraum í frændanna sverðaklið.” Skáldkonan mælir hér af speki og innsæi. “Vor forni frelsisdraumur” speglast í sjálfsvörn, og sókn, frænd- anna norsku, þar sem hetja vakir á hverjum bæ. Sá frelsisdraumur knúði norræna ættfeður vora vestur yfir hafið til íslandsstranda og rættist fagurlega í stofnun hins forna íslenska lýðveldis. Og sá frelsisdraumur lifði með þjóð vorri, þó lýðveldið liði undir lok; hann blossaði upp á örlagaríkum stundum i sögu hennar og hefir rætst að nýju með endurheimtu stjórnarfarslegu sjálfstæði hennar á síðustu árum. Island er að vísu, sem stendur, her- numið land, og fylgja því eðlilega mikil vandkvæði og hömlur á ýmsum sviðum. Þjóð vor hefir einnig goldið þung af- hroð af völdum stríðsins. Um það féllu Sveini Björnssyni, ríkisstjóra Islands, meðal annars þannig orð, í ávarpi sínu til þings og þjóðar þ. 14. nóvember í haust: “Sjómennirnir okkar hafa ekki sýnt minni hreysti en sjómenn annara þjóða í þessum mikla hildarleik, þótt ekki taki þeir þátt í vopnaviðskiftum. Og þar höfum vér fært fórnir, sem eg hygg að þoli samanburð við fórnir ýmsra annara þjóða, í hlutfalli við íbúaútölu landsins og skipaeign. Samkvæmt upplýsingum frá Slysa- verndarfélagi íslands hafa frá ófriðar- byrjun farið í sjó 61 maður af sannan- legum hernaðarorsökum, en 104, sem telja má öll líkindi til að farist hafi af sömu orsökum, þótt engir hafi komist til vitnisburðar. Verða þetta samtals 165 mannslíf eða nær því IV2 af þúsundi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.