Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 39

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 39
AF BLÖÐUM STEPHANS G. STEPHANSSONAR 21 birt var í áður greindu riti, er meðal annars komizt svo að orði: Meðan uppi er eikin há, illt er vöxt að greina, nið’rí holti heyglu-strá hæðamörkum leyna. Helgi Stefánsson var búinn þeim mannkostum, sem Stephan G. hlaut að meta mikils. Æviskeið þessara tveggja manna áttu sér greinilegar hliðstæður; hugur beggja stóð til skólanáms, en fjárhagur leyfði ekki skólagöngu. Hvorugur lét slíkt mót- læti beygja sig, og í stað skóla- menntunar létu þessir menn koma sjálfsaga og sjálfsnám. Eins og kunn- ugt er, dugði sú menntun báðum. Ekki munu þeir Stephan og Helgi hafa verið nákunnugir, enda bjuggu þeir í fjarska hvor við annan. í „Bréfum og ritgerðum“ Stephans eru engin bréf til Helga. Samt sem áður fóru þó bréf í milli þeirra, og hefir dóttir Helga, Miss Sigurbjörg Stefánsson á Gimli, leyft birtingu eftirfarandi bréfs, sem Stephan skrif- aði föður hennar tæpu ári fyrir and- lát hins síðar nefnda. Bæn sú, sem minnzt er á í bréfinu, mun vera eftir séra Jakob Kristins- son, fyrrum prest í Wynyard. Nokkr- ar línur úr bréfinu hafa því miður máðst út, en sá hlutinn, sem óskadd- aður er, hljóðar þannig: 14—7, ’15 Box 76 Markerville, Alta. Góðvinur Helgi. Ég varð hundvotur í húðarveðrinu 1 allan morgun, er nú samt búinn að gyrða mig um í þurrar spjarir, en út fer ég ekki aftur fyrr en í kveld til kúasmala-mennskunnar — og „þess geldur þú“, ég tek tímann til að rugla svona ráðalaust við þig, til að telja mér sjálfum trú um, að ég hafi efnt að borga bréfið þitt. Mér þótti vænt um að sjá línu frá þér, og bréf þitt var mér velkomið, allt, nema að verða að neita bónar ykkar. Skilaðu þökk minni til dóttur þinnar fyrir að skrifa um bænina. Sú bæn er fögur og vel kveðin. Maður er nú sjálfur hvorki sálmaskáld né bænrækinn eða jafnvel kristinn, en þekkir samt svo vel þann anda, sem óskirnar renna frá, að maður segir eins og Festus forðum: „Lítið vantar á.“ Líkt má segja um safnaðarstefn- una ykkar, eins og hún er orðuð þarna. Þar er sneitt fyrir alla kenn- ingar-kergju og góðmennskan ein látin gilda. Aðeins get ég sjálfur ekki einskorðað mig við Krist, af því mér finnst með því sé ég að gera öðrum órétt með að þegja um þeirra nöfn, mönnum, sem jafngóðir vóru víða eða, „Lítið vantaði á.“ Á þenn- an hátt er ég fjölgyðismaður. Þá lík- ar mér vel löngunin um eitthvert samstæði við íslenzku kirkjuna. Það er hlutur sem ég hefi haldið lengi fram, í viðræðum við aðra, þegar minnzt var á þau mál. Mér hefir aldrei dottið í hug, að íslendingar yrðu heiðnir allir á sama hátt og ég, sízt svo fljótt! Meðan þeir fást við kirkjur og guðfræði, verður þeim ís- lenzka stefnan eðlilegust og gagn- legust, og líklegust til þess góðs sem í kirkjunni kann að vera. Sannleik- urinn er nú: þjóðirnar sníða kirkj- urnar og trúna furðu mikið uppí sín- ar eigin höndur og höfuð, og þrátt fyrir allt hefir ýmsum tekizt þar ver en íslendingum. Ég vil síður sjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.