Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 24
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
1956). En ungur að aldri missti hann
þau bæði og varð því snemma að
fara að sjá fyrir sér sjálfur. Vann
hann fram eftir árum að margvís-
legum störfum, en lengstum ævinn-
ar var hann bóndi, og frá 1911 og til
dauðadags bjó hann á föðurleifð
sinni, Víðivöllum við íslendingafljót.
Það er því ekki orðum aukið, að hann
hafi orðið að hafa skáldskapinn og
önnur ritstörf sín í hjáverkum frá
tímafrekum og lýjandi skyldustörf-
unum. Af fyrrgreindum ástæðum má
það einnig augljóst vera, að skóla-
ganga Guttorms var af mjög skorn-
um skammti, en hann bætti sér það
upp með víðtækum lestri, og átti
stórt og merkilegt bókasafn.
Þegar þess er hins vegar gætt, und-
ir hve andvígum skilyrðum Guttorm-
ur vann hin bókmenntalegu störf
sín, verður það ennþá athyglisverð-
ara og aðdáunarverðara, hve mikið
liggur eftir hann af ritstörfum í
bundnu máli og óbundnu og hve
margt af því bar aðalsmark hins
sanna skáldskapar um hugkvæmni,
frumleik og málsnilld. Umfangsmest
er Ijóðagerð hans og hæst náði hann
í þeirri skáldskapargrein, en um upp-
talningu ljóðabóka hans og önnur
rit og ritstörf leyfi ég mér að vísa
til ritgerðar minnar um hann áttræð-
an í þessu ársriti 1959.
En skáldskapur Guttorms er eigi
aðeins mikill að vöxtum, heldur
einnig harla fjölskrúðugur um við-
fangsefni, meðferð þeirra og svip.
Ljóðagerð hans er, í stuttu máli,
ágætlega lýst í þessum orðum Helga
Sæmundssonar í grein hans í tilefni
af íslandsferð Guttorms 1963, „Skáld-
bóndi í heimsókn“ (Alþýðublaðið. 19.
júní 1963):
„Guttormur hugsar iðulega austur
um haf í ljóði, en hann yrkir líka oft
um fósturjörð sína, Nýja ísland, og
ber henni söguna af karlmannlegri
hreinskilni. Kvæði hans um baráttu
frumbýlingsáranna þarf varla að
kynna, en af þeim ber sennilega
Sandy Bar hæst. Guttormur man
glöggt þraut foreldra sinna og sam-
ferðamanna þeirra heiman af ís-
landi. Sjálfur hefir hann átt við fá-
tækt að stríða, unnið hörðum hönd-
um langan dag og verið úti í mis-
jöfnum veðrum. Alls þessa gætir í
ljóðum hans, en Guttormur yrkir
líka um frjósemd og mildi Kanada,
sléttuna, sem hefur brauðfætt hann,
vatnið og bjartan morgun, fagurt
hádegi og blítt kvöld. Jafnframt eru
á skáldhörpu hans strengir, sem
túlka fjalladyn, stormaþyt og vatna-
gang, æsta hríð, dimma nótt og vind-
barinn skóg. Ennfremur lýsir hann
ógleymanlega daglegum störfum
vestur-íslenzka bóndans og einnig
á táknrænan hátt, því hann er meist-
ari tvíleikans, þegar honum tekst
bezt upp í kvæðum sínum. Þá rís
skáldskapur Guttorms eins og fjall
af sléttu, og ljóðstíll hans verður í
senn sterkur og margþættur. Sá
kveðskapur er íslenzkum bókmennt-
um mikill fengur.
Frásagnir og lýsingar láta Gutt-
ormi J. Guttormssyni vel í Ijóði, en
þó finnst mér kannski mest til um
þann skáldskap hans, sem er tákn-
rænn og heimspekilegur. Guttormur
er harla ádeilugjarn, en tvíleikur
þeirra kvæða hans bjargar þeim
blessunarlega oft frá því hlutskipti
að vera aðeins hávær áróður. Þess
vegna munar um Guttorm, þegar
hann fordæmir ranglæti og tekur