Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 29

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 29
AF BLÖÐUM STEPHANS G. STEPHANSSONAR 11 góða andans næringu, og víst má aldrei gleyma því, að enginn kvað upp jafnótvíræðan dóm yfir menn- ingarfélaginu og Stephan G. sjálfur gerði löngu eftir brottför sína frá Norður Dakóta. Þegar fyrsta bindið af „Andvökum" kom út árið 1909, var svofelld tileinkun prentuð fremst í bindinu: Tileinkað Menningarfélags-mönn- um í Dakola frá 1889. Þar á eftir fylgir svo ljóðið „Við munum, þó fámenni í flokk okkar stæði,“ o. s. frv. í síðustu vísu þessa kvæðis segir svo í annarri línu: „Frá aldrinum tvitugs eg býð ykkur ljóðin.“ Þorkell Jóhannesson hefir bent á, að hér láti Stephan í það skína, að skáldferill sinn hafi í rauninni hafizt árið 1889 og þess vegna hafi hann átt tvítugs- afmæli sem skáld árið, sem Andvök- ur tóku að birtast í bókarformi. (Nordæla, 218). Síðast greind tileinkun réttlætir það fullkomlega, þó að ekki kæmi til annað, að gögn þau, sem varða „Hið íslenzka menningarfélag" séu látin koma fyrir sjónir íslenzkra lesenda. Um fyrirmynd að menningarfélag- inu ritaði Stephan þann 30. marz 1888 á þessa leið: „Svona löguð fé- lög' hafa verið stofnuð á nokkrum stöðum hér í landi og hafa reynzt vel, þó enn séu þau ung og fámenn. Próf. F. Adler 1 New York er upp- hafsmaður þeirra.“ (Bréf og ritg. IV, 152). Prófessor Felix Adler var fædd- ur 1851. Hann var prófessor í heb- resku og austurlandabókmenntum við Cornell háskólann í íþöku í New York; síðar kenndi hann félagsfræði og siðfræði við Columbia háskólann. Talið er, að bók Adlers „Creed and Deed“, sem kom út árið 1877, hafi haft áhrif á Stephan G. Um það efni hafa ritað þeir Þorkell Jóhannesson og Óskar Halldórsson (Nordæla, 220 og Studia Islandica 19, 1961, 70—74). Fundargerðir menningarfélagsins sýna, hvað helzt var tekið til um- ræðu á fundum félagsins. Þær tala og allskýru máli um andleg viðhorf félagsmanna og þeirra, sem voru þeim andstæðir. Þar er og að finna dálitlar upplýsingar um bókakost, sem félagsmenn lásu og ræddu. Er þess að vænta, að þeim fræðimönn- um, sem hafa gerzt rýnendur á ljóð Stephans G., kunni að verða eitthvert lið að þeim ábendingum. Athyglisvert er, að meðferð eða stafsetning á mannanöfnum er tals- vert á reiki í fundargerðunum. Svo virðist, að Stephan hafi ekki verið búinn að gera upp við sig, hvort honum bæri að nota einfaldan eða tvöfaldan samhljóðanda í ættarnafni sínu; ritar hann því ýmist Stephan- son eða Stephansson. Eins og kunn- ugt er, sigraði tvöfaldi samhljóðand- inn í þessu tilviki. Misræmi af síðast greindu tagi er ekki leiðrétt hér. Þess má og geta, að Stephan notar orðmyndina „gjaldkyri“ í stað gjald- keri. Skal nú ekki orðlengt frekar í þessum kafla um þann næsta, sem hefir að geyma bæði lög og fundar- gerðir „Hins íslenzka menningarfé- lags“. II Lagabálkurinn hefst á blaðsíðu 5 í fundarbók, og er hann þannig: Lög l# Félagið heitir: Hið íslenzka menn- ingarfélag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.