Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 50

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 50
32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA síðan blaðið kom, bara vegna mynd- arinnar. Bréf fékk ég í dag frá S. G. Stephanssyni.... Hann spáir vel fyr- ir Eiríki mínum Hanssyni.... Jan. 1903. — Ég sendi G. M. Thomp- son „Skógbúaslag“ í dag. Thompson vill endilega fá mynd af mér til að birta í „Svövu“. Slík fásinna sé fjarri mér! „Brennt barn forðast eld- inn.“ 17. febr. 1903. — Ég hef legið rúm- fastur í hálfan mánuð, og var ekki hugað líf. Séra Runólfur kom hér í kveld; hann vill að dr. Ólafur Björnson sé fenginn til að koma til mín.... það sem mér er nauðsynlegast er hvíld og ró.... Ég hef unnið að ritstörfum þegar ég hef átt að hvílast.... Ég hef drukkið kaffi meira en góðu hófi hefir gegnt, og ég hef reykt tóbak um of. Hjörtur Leó sagði að ég væri „nautnar maður mikill.“ Ég held það sé satt.“ Hér á eftir byrjar hann að rekja æviferil sinn. Það er langt mál og tek ég því aðeins setningar og kafla hér og þar: „ ... Foreldrar mínir fluttust til Nýja Skotlands sumarið 1875.... Ég gekk á skóla í Mooselands-nýlend- unni í þrjú ár.... Árið 1881 kynntist ég Löllu Margaret McMillan. Um það leyti byrjaði ég að yrkja og semja smá leikrit, sem ég eyðilagði jafnóðum.... Ég kom til Winnipeg 1882.... Haustið 1886 kynntist ég G. A. Elliot lögfræðing. Hann hvatti mig til að ganga á skóla og styrkti mig í peningalegu tilliti.... 11. maí 1887 giftist ég Guðrúnu Hjörleifs- dóttur... við vorum gefin saman í hjónaband af enskum presti í Pem- bina, N.-Dakóta.... Sumarið 1887 vann ég að ýmsum skrifstofustörf- um hjá Frímann B. Anderson . . . hann sagði mér að ég væri efni í skáld. Haustið 1889 flutti ég til Nýja ís- lands og kenndi við skólann í Ár- nesi um veturinn.... Vorið 1890 flutti ég aftur til Wpg.... Þar kynnt- ist ég Einari Hjörleifssyni, Jóni Ólafssyni og Gesti Pálssyni.... Einu sinni spurði ég Gest, hvert af rit- verkum hans honum þætti vænst um. Hann sagði að sér þætti vænst um „Hans Vöggur“ og „Vordraum“. Hann sagði að Vordraumur væri það bezta, sem hann hefði skrifað. Síðast þegar ég sá Gest, sat hann inni í skrifstofu Lögbergs. Hann var þá allmikið ölvaður og var óðum að veikjast. Þegar hann sá mig koma inn bað hann mig að fylgja sér heim. Ég sagðist vera fús til þess. Magnús Pálsson sagði að það væri verið að sækja ökumann til að flytja Gest heim. Ég kvaddi þar Gest í síðasta sinn. Fjórum dögum síðar var hann dáinn. Ég var einn þeirra, sem fylgdu honum til grafar. Sex menn báru kistuna, og á meðal þeirra voru tveir eða þrír, sem höfðu verið Gesti allt annað en vinveittir hina síðustu mánuði ævi hans. Ég byrjaði að þýða „Vonir“ eftir Einar Hjörleifsson.... Ég mætti og talaði við Einar einn dag... og þá fann ég að það var ekki mitt með- færi að þýða Vonir. Ég var búinn að þýða helminginn af sögunni þegar ég hætti.“ Hér hafa verið klipptar í burtu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.