Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 55
ÚR DAGBÓKUM J. M. BJARNASONAR
37
30. jan. 1912. — Þann 27. þ. m.
komu allir byggðarbúar (fullorðna
fólkið) heim til mín til þess að
kveðja mig, og afhentu mér höfð-
inglega gjöf, sem var $50.00 í pen-
ingum.
19. jan. 1913. — Ég er nú búinn að
vera rúma ellefu mánuði hér í Brit-
ish Columbia.... Ég hef verið bók-
haldari hjá Thorsteini Borgfjörð,
sem er meðlimur The J. McDiar-
mid. Co.
3. jan. 1914. — í kveld giftist Alice
fósturdóttir mín. Maður hennar
heitir Herbert Stanley Le Messurier.
30. okt. 1915. — í kvöld hætti ég
að vinna fyrir The J. McDiarmid Co.
• • ■ sem stendur hefir það félag ekk-
ert starf með höndum hér í B. C....
S. Borgfjörð er alfluttur til Win-
*hPeg.... Síðan ég flutti til Van-
couver hef ég lítið skrifað í þessa
k°k . . . hafði lítinn tíma aflögu frá
úaglegum störfum.... Bergsveinn
Long, Eggert Jóhannsson og Jón
Austmann gengust fyrir því í jan.-
^ánuði 1912 að leita samskota hjá
ýmsum ísl.... Það var skotið saman
^00.00 til að ég kæmist vestur að
Kyrrahafi mér til heilsubótar. . . .
hkar velgjörðir sem þessara manna
svo miklar, að þær verða ekki
aunaðar á annan hátt en með elsku
°§ einlægri, æfilangri vináttu. . . .“
Næstu blaðsíður fjalla um skrif
, ans; smásögur og ævintýri,
lrtast hér og heima á íslandi.
sem
Margir skrifa honum og bjóða
°hum kennarastarf. K. J. Austmann
er að reyna að útvega honum bóka-
^arðarstöðu við háskólann í Mani-
0 a- Stjórnmál komu þar eitthvað
1 söguna og hann fékk ekki stöð-
5. maí 1916. — „Við fórum alfarin
frá Vancouver 23. apríl.... Fyrsta
maí byrjaði ég að kenna við Norður-
stjörnu skóla nr. 1226.... Ég tók til
láns tvö hundruð og fimmtíu dollars
til að geta komið upp húsi.
20. sept. 1916. — Guðmundur
Kamban var hér. Mér lízt vel á hann.
... hann segir manna bezt frá.“
Síðustu blaðsíður dagbókarinnar
fjalla um hversdags viðburði. Um-
getning um vini, sem hafa komið í
heimsókn eða skrifað. Ferð til Wpg.
og svo framvegis.
Síðasta skrifið er um gjöf frá
byggðarbúum, og hafa þeir borgað
skuld þá er hann stofnaði til með
húsbyggingunni. Séra Hjörtur Leó
gefur $100.00 og safnar afganginum.
„Ég bið Guð að launa þessu góða
fólki fyrir mig. Og einlægur vinur
þess vil ég vera.“
Dagbók II, byrjar 7. ág., 1917.
Skáldið er ennþá að kenna á Norður-
stjörnu skóla, Otto, Man. Hann er í
óðaönn að rita ævintýri sín:
„í gær skrifaði ég tuttugasta og
sjöunda ævintýrið mitt.... Nú er ég
búinn með tuttugasta og níunda æv-
intýrið.... í síðasta „Sólskini“ Lög-
bergs birtist mynd af mér og þrjú
gömul kvæði. Mynd þessi er sjálf-
sagt hin langbezta, sem til er af mér.
Björn tengdabróðir minn var í
skotgröfum á Frakklandi í allt sum-
ar, en er nú einskonar lögreglu-
þjónn við herbúðirnar. Biður hann
mig að senda sér íslenzk tímarit og
Almanak Ólafs Thorgeirssonar. —
íslendingar vilja þeir allir vera, ís-
lenzku Canada-drengirnir.“
Það virðist sækja þunglyndi að J.
M. B. um þessar mundir og heilsa
hans er fremur bágborin: