Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 51

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 51
ÚR DAGBÓKUM J. M. BJARNASONAR 33 sjö blaðsíður úr bókinni, en síðan heldur sögunni áfram á þessa leið: „Jóhannes Sigurðsson, kaupmaður á Hnausum, kom hingað í morgun. Hann ætlar að lána mér tvö hundruð og fimmtíu dollars, svo ég geti leitað mér lækningar og ferðazt. .... Ég hef lokið við kvæðið „Faðir Harrington“, það eru á því þúsund gallar, en samt verður það langlífara en nokkurt annað kvæði, sem ég hef ort... hljóðstafafarganið hefir stað- ið íslenzkri ljóðagerð fyrir þrifum, það hefir sett hverja skáldlega hugs- un í bóndabeygju. En íslendingar verða ætíð hrifnari af umgjörð uiyndarinnar heldur en af mynd- inni sjálfri.... Ég fékk eitt slagið enn 5. apríl (1903). Ég vil láta brenna mig á báli, þeg- ar ég er dauður... að minnsta kosti vona ég að lík mitt verði ekki graf- ið, fyrr en lærðir læknar hafa skoð- að það; og ég treysti því, að þeir hryfji lík mitt. Ég las ljóðmæli Gísla Brynjólfs- sonar í nótt... aðeins eitt kvæði hreif mig, það er „Grátur Jakobs yfir Rakel“. Mér er samt vel við Gísla. Ryrir nokkrum árum ritaði ég skáldsögu, sem ég nefndi „Brazilíu- fararnir“, en ég brenndi svo hand- fitið einn góðan veðurdag. Nú er ég að hugsa um að rita söguna á ný, og gofa hana út á minn kostnað. Ég las ljóðmæli Gísla Brynjólfs- sonar aftur í nótt, mér líkar nú bók- ln betur.... Gísli var ekki mann- Þekkjari.... hann hefir verið næm- Ur fyrir öllum utanað komandi áhrif- eins og ég. Ég ætla að halda upp a Ijóðmæli Gísla. Kvenfélagið „Freyja“ gaf mér tíu dollars í sumargjöf. Mér var færð gjöfin í rúmið á sumardaginn fyrsta. í fyrra gaf þetta félag mér $26.00 og um jólin 1899 gaf það mér mjög vandaðan hengilampa." (Ég mætti geta þess, að J. M. B. var þessu félagi mjög hlynntur og kom oft fram á samkomum þess; fé- lag þetta gekkst og fyrir sýningum á leikritum Jóhanns.) „Fékk meðöl frá Dr. Watts í Win- nipeg. Ég svaf 12 klukkutíma eftir fyrstu inntökuna. Klukkan er tólf; apríl er liðinn. Þetta er skemmtilegasti mánuður sem ég hef lifað síðan ég kom til Nýja íslands — þrátt fyrir lasleik minn. Tíðin hefur verið framúr- skarandi góð, og ýmsir kunningjar mínir hafa gert allt, sem þeir gátu, til þess að gleðja mig. .... Gunnsteinn Eyjólfsson kom hér í dag. Hann er dulur í skapi, en gáfaður er hann. Og hann er ágætur rithöfundur. Ég lagði af embættiseið sem Regis- tration Clerk. Fór ofan að Lundi. Skrásetningin byrjaði 1 morgun. Ég varð að vinna við ritstörf til kl. 11 í kveld. Ég hef vissulega unnið fyrir þremur dollars í dag. Þá er skrásetningunni lokið. Þessi vika hefur verið einhver hin leiðin- legasta, sem ég hef lifað.... Ó hvað pólitíkin í Nýja íslandi er skringileg. .... Ég fékk eitt slagið enn.... Ég er að búa mig á stað, til að leita mér lækningar. Ég býst við að ferðast um nýlendur íslendinga um leið. Kona mín og fósturdóttir fara með mér. 13. júní 1903. — Við bregðum búi í dag, og leggjum af stað í kveld áleið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.