Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 51
ÚR DAGBÓKUM J. M. BJARNASONAR
33
sjö blaðsíður úr bókinni, en síðan
heldur sögunni áfram á þessa leið:
„Jóhannes Sigurðsson, kaupmaður
á Hnausum, kom hingað í morgun.
Hann ætlar að lána mér tvö hundruð
og fimmtíu dollars, svo ég geti leitað
mér lækningar og ferðazt.
.... Ég hef lokið við kvæðið „Faðir
Harrington“, það eru á því þúsund
gallar, en samt verður það langlífara
en nokkurt annað kvæði, sem ég hef
ort... hljóðstafafarganið hefir stað-
ið íslenzkri ljóðagerð fyrir þrifum,
það hefir sett hverja skáldlega hugs-
un í bóndabeygju. En íslendingar
verða ætíð hrifnari af umgjörð
uiyndarinnar heldur en af mynd-
inni sjálfri....
Ég fékk eitt slagið enn 5. apríl
(1903).
Ég vil láta brenna mig á báli, þeg-
ar ég er dauður... að minnsta kosti
vona ég að lík mitt verði ekki graf-
ið, fyrr en lærðir læknar hafa skoð-
að það; og ég treysti því, að þeir
hryfji lík mitt.
Ég las ljóðmæli Gísla Brynjólfs-
sonar í nótt... aðeins eitt kvæði
hreif mig, það er „Grátur Jakobs yfir
Rakel“. Mér er samt vel við Gísla.
Ryrir nokkrum árum ritaði ég
skáldsögu, sem ég nefndi „Brazilíu-
fararnir“, en ég brenndi svo hand-
fitið einn góðan veðurdag. Nú er ég
að hugsa um að rita söguna á ný, og
gofa hana út á minn kostnað.
Ég las ljóðmæli Gísla Brynjólfs-
sonar aftur í nótt, mér líkar nú bók-
ln betur.... Gísli var ekki mann-
Þekkjari.... hann hefir verið næm-
Ur fyrir öllum utanað komandi áhrif-
eins og ég. Ég ætla að halda upp
a Ijóðmæli Gísla.
Kvenfélagið „Freyja“ gaf mér tíu
dollars í sumargjöf. Mér var færð
gjöfin í rúmið á sumardaginn fyrsta.
í fyrra gaf þetta félag mér $26.00 og
um jólin 1899 gaf það mér mjög
vandaðan hengilampa."
(Ég mætti geta þess, að J. M. B.
var þessu félagi mjög hlynntur og
kom oft fram á samkomum þess; fé-
lag þetta gekkst og fyrir sýningum
á leikritum Jóhanns.)
„Fékk meðöl frá Dr. Watts í Win-
nipeg. Ég svaf 12 klukkutíma eftir
fyrstu inntökuna.
Klukkan er tólf; apríl er liðinn.
Þetta er skemmtilegasti mánuður
sem ég hef lifað síðan ég kom til
Nýja íslands — þrátt fyrir lasleik
minn. Tíðin hefur verið framúr-
skarandi góð, og ýmsir kunningjar
mínir hafa gert allt, sem þeir gátu,
til þess að gleðja mig.
.... Gunnsteinn Eyjólfsson kom
hér í dag. Hann er dulur í skapi, en
gáfaður er hann. Og hann er ágætur
rithöfundur.
Ég lagði af embættiseið sem Regis-
tration Clerk. Fór ofan að Lundi.
Skrásetningin byrjaði 1 morgun.
Ég varð að vinna við ritstörf til kl.
11 í kveld. Ég hef vissulega unnið
fyrir þremur dollars í dag.
Þá er skrásetningunni lokið. Þessi
vika hefur verið einhver hin leiðin-
legasta, sem ég hef lifað.... Ó hvað
pólitíkin í Nýja íslandi er skringileg.
.... Ég fékk eitt slagið enn.... Ég
er að búa mig á stað, til að leita mér
lækningar. Ég býst við að ferðast um
nýlendur íslendinga um leið. Kona
mín og fósturdóttir fara með mér.
13. júní 1903. — Við bregðum búi í
dag, og leggjum af stað í kveld áleið-