Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 58
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
honum margar vísur og ég set hér
eina, sem ég fann ekki í bókum
Stephans:
„Svefn og leti leita á mig,
lengra get ei skrifað.
Klúra letrið klessir sig,
krumlu get ei bifað.“
2. des. 1918. — „Hörmulegar eru
fréttirnar frá íslandi . . . eldsgos og
skæð landfarsótt. Ein eldraunin enn,
sem hin litla, þrautseiga, íslenzka
þjóð verður að þola. — Mig langar
alltaf til íslands. Ekki til að setjast
að, heldur eingöngu til að minnast
við það. Ég hef vaxið upp í Canada
eins og þistillinn, og enginn fær upp-
rætt mig úr þeim jarðvegi. Þar verð
ég að deyja. — ísland er móðirin;
Canada fóstran. Margur elskar fóstr-
GÍSLI JÓNSSON:
una meira en móðurina.“
Að lokum er síðasta greinin í Dag-
bók II:
2. ág. 1924. — „í gærkveldi kom
Guttormur J. Guttormsson skáld
hingað . . . eitt af kvæðunum, sem
Guttormur las fyrir mig, var svo
fallegt, að ég hef sjaldan heyrt eins
fagurt ljóð. — Ég álít Guttorm í lang-
fremstu röð íslenzkra skálda.
„24. nóv. 1924. — „Gjafirnar“ heit-
ir fimmtugasta og áttunda ævintýrið
mitt. Ég lauk við það í kveld.
(Framhald í Dagbók III).
Hér skiljum við við skáldið.
Kannske verða þessir þættir til þess
að glæða löngun einhverra til að
lesa aftur sögur og ævintýri J. M. B.,
lesa þær kannske með meiri skilningi
og samúð, og væri þá vel farið.
Nú velta bárur
Söngvísa
Nú velta bárur um sollinn sæ
því sumar á förum er,
og veturinn breiðir sitt brekan úr snæ
á brimsorfna kletta og sker.
Ó, sofðu mannkyn um miðnæturstund
unz morgunn rósfagur stígur á grund,
og láttu þig dreyma um ljós og vor
og lífdaga blómstruð spor.
Eg kannast og við þann sollna sæ,
er svellur um hjartans rann,
og breytir óvart í ís og snæ
þeim eldi, er þar fyrrum brann.
Rís upp og fjáðu allt rauna rag,
rís upp og gakk inn í nýjan dag,
þá hvar sem þú fagnandi festir spor
er frelsi og eilíft vor.
Kvæði: Zacharias Topelius. — Lag: Agalha Gröndal.