Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 29
AF BLÖÐUM STEPHANS G. STEPHANSSONAR
11
góða andans næringu, og víst má
aldrei gleyma því, að enginn kvað
upp jafnótvíræðan dóm yfir menn-
ingarfélaginu og Stephan G. sjálfur
gerði löngu eftir brottför sína frá
Norður Dakóta. Þegar fyrsta bindið
af „Andvökum" kom út árið 1909,
var svofelld tileinkun prentuð fremst
í bindinu:
Tileinkað Menningarfélags-mönn-
um í Dakola frá 1889. Þar á eftir
fylgir svo ljóðið „Við munum, þó
fámenni í flokk okkar stæði,“ o. s.
frv. í síðustu vísu þessa kvæðis segir
svo í annarri línu: „Frá aldrinum
tvitugs eg býð ykkur ljóðin.“ Þorkell
Jóhannesson hefir bent á, að hér láti
Stephan í það skína, að skáldferill
sinn hafi í rauninni hafizt árið 1889
og þess vegna hafi hann átt tvítugs-
afmæli sem skáld árið, sem Andvök-
ur tóku að birtast í bókarformi.
(Nordæla, 218).
Síðast greind tileinkun réttlætir
það fullkomlega, þó að ekki kæmi til
annað, að gögn þau, sem varða „Hið
íslenzka menningarfélag" séu látin
koma fyrir sjónir íslenzkra lesenda.
Um fyrirmynd að menningarfélag-
inu ritaði Stephan þann 30. marz
1888 á þessa leið: „Svona löguð fé-
lög' hafa verið stofnuð á nokkrum
stöðum hér í landi og hafa reynzt
vel, þó enn séu þau ung og fámenn.
Próf. F. Adler 1 New York er upp-
hafsmaður þeirra.“ (Bréf og ritg. IV,
152). Prófessor Felix Adler var fædd-
ur 1851. Hann var prófessor í heb-
resku og austurlandabókmenntum
við Cornell háskólann í íþöku í New
York; síðar kenndi hann félagsfræði
og siðfræði við Columbia háskólann.
Talið er, að bók Adlers „Creed and
Deed“, sem kom út árið 1877, hafi
haft áhrif á Stephan G. Um það efni
hafa ritað þeir Þorkell Jóhannesson
og Óskar Halldórsson (Nordæla, 220
og Studia Islandica 19, 1961, 70—74).
Fundargerðir menningarfélagsins
sýna, hvað helzt var tekið til um-
ræðu á fundum félagsins. Þær tala
og allskýru máli um andleg viðhorf
félagsmanna og þeirra, sem voru
þeim andstæðir. Þar er og að finna
dálitlar upplýsingar um bókakost,
sem félagsmenn lásu og ræddu. Er
þess að vænta, að þeim fræðimönn-
um, sem hafa gerzt rýnendur á
ljóð Stephans G., kunni að verða
eitthvert lið að þeim ábendingum.
Athyglisvert er, að meðferð eða
stafsetning á mannanöfnum er tals-
vert á reiki í fundargerðunum. Svo
virðist, að Stephan hafi ekki verið
búinn að gera upp við sig, hvort
honum bæri að nota einfaldan eða
tvöfaldan samhljóðanda í ættarnafni
sínu; ritar hann því ýmist Stephan-
son eða Stephansson. Eins og kunn-
ugt er, sigraði tvöfaldi samhljóðand-
inn í þessu tilviki. Misræmi af síðast
greindu tagi er ekki leiðrétt hér.
Þess má og geta, að Stephan notar
orðmyndina „gjaldkyri“ í stað gjald-
keri. Skal nú ekki orðlengt frekar í
þessum kafla um þann næsta, sem
hefir að geyma bæði lög og fundar-
gerðir „Hins íslenzka menningarfé-
lags“.
II
Lagabálkurinn hefst á blaðsíðu 5 í
fundarbók, og er hann þannig:
Lög
l#
Félagið heitir: Hið íslenzka menn-
ingarfélag.