Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 18

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 18
Hún vaknaSi andartak og horfði á mig þessum stóru og sakleysislegu augum. í fyrra sinnið. Sársaukinn hvarf, en í þetta skipti sýndi sjúklingurinn engin merki ánægju og léttis. — Þér skuluð ekki láta bað fá á yður, þótt ég komi aftur eftir einn mánuð, sagði hann annars hugar. — Það er óhugsandi. — Það er eins víst og guð á himnum er til. Læknirinn ræddi um þetta mál við starfsbræður sína. Enginn þeirra gat komið með neina viðhlýtandi skýringu á fyrirbrigðinu. Mánuður leið, en sjúkling- urinn kom ekki. Það liðu enn nokkrar vikur. Þá kom bréf úr þeim landshluta, sem hinn ókunni hefðarmaður bjó í. Læknirinn opnaði það glaður í bragði og hugsaði með sér, að nú hefði hann orðið al- heill í hendinni. Bréfið hijóð- aði svo: Kæri læknir! Ég vil ekki lengur leyna yður ástæðunni til hins undarlega sársauka míns í hægri hendinni. Ég kæri mig ekki um að taka leyndarmálið með mér í gröf- ina. Hinn hræðilegi sjúkdóm ur hefur nú vitjað mín í þriðja sinn og ég hef ekki hugsað mér að berjast við hann lengur. Ég hef orðið að leggj3 glóandi kol á hinn sjúka blett til þess að geta skrifað yður þetta bréf. Það verkar sem eins konar móteit- ur gegn vítiseldinum, sem logar í hinu ósýnilega sári. Fyrir hálfu ári síðan var ég hamingjusamur maður, sem naut lífsins í fyllsta máta og kenndi mér einskis meins. Ég var fvrir nokkrum mán- uðum giftur fagurri, heiðar- legri og vel menntaðri konu, sem ég elskaði og sem elskaði mig. Hún hafði verið eins konar hirðmey hjá greifynju sem býr ekki alllangt frá höil minni. í sex mánuði vorum við hamingjusöm og hamingj- an óx með degi hverjum. Hún var vön að ganga lang- ar leiðir á móti mér, þegar ég var að koma úr bænum. Hún vildi alltaf vera í nálægð minni og var aldrei að heim- an nema nokkra tíma, jafnvel þegar hún fór til fyrrverandi matmóður sinnar, sem bauð henni oft til sín. Hún þráði að komast til mín og þess vegna var hún eins stutt í þessum boðum greifynjunnar og mögulegt var. Hún vildi ekki dansa við neinn nema mig og ef hún í draumum sín- um sá ókunnan mann, sagði hún mér frá því, rétt eins og það hefði verið alvarlegt af- brot. Hún var elskulegt og saklaust bam. Ég veit ekki hvað olli því, að þeirri hugsun skaut upp hjá mér, að þetta væri allt innantómur leikur. Mönnum hættir oft til að leita að eigin óhamingju, einatt þegar þeir eru hvað hamingjusamastir. Hún átti lítið saumaborð, sem hún hafði ævinlega læst. Það gerði mig tortryggan. Ég tók eftir því, að hún lét lyk- ilinn aldrei vera í skránni. Hvað var það, sem hún geymdi svo vandlega? Ég var að verða vitlaus af forvitni og afbrýðissemi. Ég trúði ekki saklausum augum hennar, ástríku kossunum hennar og faðmlögunum. Ef til vill var þetta allt saman leikaraskap- ur og bragðvísi. Dag nokkurn kom greifvnj an og bauð henni til sín. Hún ætlaði að dveljast hjá henni allan daginn og það varð að samkomulagi, að ég kæmi undir kvöldhaat og sækti hana. Hestvagn greifynjunnar var varla lagður af stað úr hlaðinu, þegar ég byrjaði að reyna að opna saumaborðið. Að lokum fann ég lykil, sem gekk að því. Ég rótaði í alls konar dóti, sem kvenfólk not- ar, en fann á botninum bréfa- bunka, sem silkiborði var bundinn utan um. Sum bréf- in voru skrifuð á rauðleitan pappír. Þetta hlutu að vera ástarbréf. Andartak hvarflaði sú hugs- un að mér, að ef til vill væru þetta gömul ástarbréf frá þeim tíma, þegar hún var ung og ógift og dvaldist hjá greifynjunni. — Hið fyrsta, sem ég gætti að, var því, hve- nær bréfin væru dagsett. Þetta var hræðilegasta stund lífs míns. Þessi bréf, sem ég nú hélt á, afhjúpuðu þau herfilegustu svik, sem ég hafði nokkru sinni komizt í kynni við. Bréf- ritari var maður, sem ég hélt að væri bezti vinur minn og hann skrifaði í þeim tón, að samband þeirra hlaut að vera mjög náið. Hann minnti hana oft á, að varðveita leyndar- mál þeirra sem allra bezt. Hann gaf henni góð ráð til þess að fara á bak við mann sinn. Hann gerði grín að heimsku eiginmanns hennar. Eitt bréfið var til dæmis skrif að á brúðkaupsdaginn okkar. Og ég sem hafði haldið, að við værum hamingjusöm! Ég get ekki lýst tilfinningum mín- um, þegar ég varð að drekka til botns þennan eitraða ka- leik. Ég lét bréfin aftur á sama stað og læsti sauma- borðinu. Við snæddum saman kvöld- verð, töluðum saman í léttum tón og gengum síðan til hvílu eins og ekkert hefði í skorizt. Við sváfum si+t í hvoru her- berginu. Hvílík hrekkvísi náttúrunnar. að liá hinum svnduga útlit sakleysisins, hugsaði ég um leið og ég gekk &á) inn í herbergi hennar og virti fyrir mér fegurð hennar og sakleysissvip, þar sem hún svaf vært. Þegjandi lagði ég hægri hönd mína á háls henni og þrýsti að af öllum kröft- um. Hún vaknaði andar- tak og horfði á mig þessum stóru og sakleysislegu augum. Síðan féllu þau hægt aftur. Hún gerði ekki hið minnsta til þess að verja sig. Hún lá aðeins hreyfingarlaus, eins og hún svæfi áfram. Enda þótt ég myrti hana, virtist hún ekki sýna sitt rétta and- ]it. Einn blóðdropi féll af vör- um hennar og ofan á hægri hönd mína. — Hvar hann féll, vitið þér eins vel og ég. Ég veitti honum ekki athygli, fyrr en morguninn eftir. Hann var bá storknaður. Hún var grafin án viðhafn- ar í einu horni garðs míns. Hér úti á landsbyggðinni eru engin yfirvöld, sem rannsaka einkalíf manna. Enginn grun- aði mig um að hafa myrt eig- inkonu mína. Hún átti hvorki ættingja né vini. Það var eng- inn. sem varpaði fram óþægi- iegum spurningum. Ég sendi dánartilkynninguna svo seint, að enginn gat komið til þess að vera við jarðarförina. Ég hafði ekkert samvizku- bit. Ég hafði verið grimmur. en hún átti það skilið. Ég mundi brátt gleyma henni. Enginn morðingi hefur nokk- urn tíma hugsað með slíkri rósemi um glæp sinn. Þegar jarðarförinni lauk, fór ég aftur til hallar minnar. Hið fyrsta sem ég sá var vagn greifynjunnar. Hún var mjög æst vegna hins óvænta frá- falls konu minnar. Hún talaði í örvilnan og ég greindi ekki helminginn af huggunarorð- um hennar, enda þarfnaðist ég ekki huggunar. Að lokum þrýsti hún hönd mína og sagð ist þurfa að trúa mér fyrir ]eyndarmáli, Hún kvaðst vona, að ég misnotaði ekki trúnaðinn. Hún sagðist hafa beðið hina nýlátnu konu mína að geyma fyrir sig bréfabunka. Það voru bréf, sem voru þess eðl- is. að bún gat ekki gevmt þau heima hiá sér. Nú bað hún mig að finna bréfin og láta sig hafa þau. Mér rann ískalt vatn milli skinns og hörunds. Ég revndi þó að láta á engu bera. heldur snurði, hvað hefði verið í brétunum. Hún svaraði: — Konan yðar var trygg- asta og bezta kona, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni. Hún spurði mig aldrei, hvað væri í bréfunum. Hún lofaði að lesa þau aldrei. — Hvar geymdi hún þau? — Hún sagðist hafa þau í læstu saumaborðinu sínu. Þetta eru þrjátíu bréf og það er silkiborði bundinn utan um þau. Þér hljótið að finna þau. Ég fór með henni í herberg- ið, þar sem saumaborðið stóð, opnaði það og rétti henni þréfabunkann. — Eru það þessi bréf? Hún þreif bréfin af mér í hendingskasti. Ég þorði ekki að líta uop af ótta við, að hún kvnni að geta lesið eitthvað úr augum mínum. Að svo búnu kvaddi hún og fór. Viku eftir jarðarförina fékk ég hræðilegan sársauka í höndina bar sem blóðdrooinn hafði fallið hina hryllilegu nótt. Það sem eftir er sögu minnar. þekkið þér eins vel og ég. Ég veit, að sjúkdómur minn er aðeins ímyndun. Það er hegnlng fvrir að mvrða á svo grimmilegan hátt mína elskulpou og saklausu eigin- konu. Ég ætla ekki að reyna að berjast við þennan sjúk- dóm. Ég mun fylgja konu minni í dauðann og biðja hana fyrirgefningar. Hún mun fyr- irgefa mér. Hún elskar mig á sama hátt og hún gerði í lif- anda lífi. Ég þakka yður, læknir, fyrir alla þá hjálp, sem þér hafið veitt mér. ☆ ÞEKKTUR hljómsveitar- stjóri átti um tvennt að velja í ástarmálum sínum: ^ Að giftast forkunnar- fagurri stúlku, sem því miður hafði engan áhuga á menningunni og tuggði sitt togleður og hlustaði á Louis Armstrong dag út og dag inn. TÍr Að giftast frægri sópran- söngkonu, sem því miður var forljót og eftir því leiðinleg. Menningin sigraði. Hann giftist hinni síðarnefndu. Þegar hann vaknaði morg uninn eftir brúðkaupsnótt- ina ,varð honum litið á brúði sína, þar sem hún svaf. Hon- um rann kalt vatn milli skinns og hörunds, hann hnippti í „sína heittelskuðu“ og hrópaði: — Syngdu, manneskja! í guðanna bænum syngdu! Um höfundinn HÖFUNDUR smásögunnar „Ósýnilega sárið“, Karoly Kisfaludy, var uppi 1778—1830. Hann var ungverskur og göfugrar ættar, en ævinlega svarti sauðurinn í fjöl- skyldu sinni. Eldl.'i bróðir hans, Sandor, var hins vegar eftirlæti allra. Hann var hershöfðingi í hinum keisara- lega her og sömuleiðis orti hann ljóð, sem féllu vel í smekk fólks á þessum tíma, svo vel, að hann var gerður að hirðskáldi hjá Maríu Tciresíu í Vín. Karoly var gáfaðri en bróðir hans, en aftur á móti lausari í rásinni. Fjölskyldan varð brátt þreytt á hegð- un hans og iðjuleysi og svo fór að lokum, að hann var gerður burtrækur úr sinni göfugu fjölskyldu. Hann hrá sér þá á flakk til Italíu og sá séc fyrir hrýn- ustu nauðsynjum sem málari og tækifærisskáld. Fyrr en varði var hann aftur komnn til Budapest og farinn að nema leiklist við háskólann þar. Fjirsta leikrit hans, „Tatararnir í Ungverjalandi“, var sett á svið 1819 og hlaut nrýðlegar móttökur. Síðan skrifaði hann fjöld- nn allan af gamanleikjum, sem til skamms tíma voru tald'ir til hinna þjóðlegu hókmennta Ungverja. Smásögur Karoly Kisfaludy eru margar hverjar vel samdar eins og sagan, sem hér hirtist, ber greini- jl'einilega með sér. Einn hlóðdropi féll af vörum hennar ofan á hægri hönd mína. 16 Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.