Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 34

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 34
eða skemmtunum. í hópi starfsfélaga sinna var hún oft frjálsleg og stundum ofsa- kát. En hún gerði sér ekki grein fyrir því, að hjónaband hennar væri öðruvísi en það ætti að vera, hún leitaði skýr- ingar í sínum eigin hugar- heimi, ekki í samlífinu við Lindström. Steele segir að hún hafi stigið inn í þetta hjónaband úr bernsku og æsku, þar sem faðir hennar og frændi henn- ar að honum látnum, hafi gegnt sömu stöðu á heimili. Þeir hafi báðir verið drottn- unargjarnir og ráðríkir yfir öllu. Móður sína missti hún á ungbarnsaldri og karlmenn f jölskyldunnar voru nánast harðstjórar. Hún tók sér því ekki nærri þótt eiginmaður- inn fetaði sömu braut. Þegar með henni þroskað- ist listamannseðli, sem ekki gat látið kúga sig, varð ósjálf- rátt árekstur hið innra með henni. Lindström bar vissu- lega virðingu fyrir listhæfi- leikum hennar og sætti sig við að slíkt hlyti að krefjast óreglulegra lífshátta. Og frelsi það er henni þann veg hlotn- aðist, notfærði hún sér út í yztu æsar. En þrem árum áð- ur en fundum þeirra Rossel- lini bar saman hafði hún gert það upp við sig, að bezt væri henni að vera frjáls, og bað þá mann sinn um skilnað. Hann fékk þó talið hana af því, og vegna hlýðni sinnar henni að heitustu ósk sinnl, Maxwell Anderson bað hanai að . leika Heilaga Jóhönnu á Broadway, í sjónleiknum Jo< an of Lorraine. Hún hafði þá þegar lesið allt. sem finnain legt var á bókasöfnum «um Jó« hönnu, sem var uppáhalds* persóna hennar. Hún hafði myndað sér persónulega skoð« un á „þessari einföldu sveita* stúlku, sem elskaði börn og dýr, hataði blóðsúthellingar. og óttaðist eld". Hún samþykkti hlutverkið og fluttist til New York, ári þess að hugsa út í að leikhús* starfsemi er bæði erfiðari og teknaminni en kvikmynda* leikur. Hér vann hún glæsileg an leiksigur og í ímynd al« mennings varð hún lík sjálfrl söguhetjunni, full af meyjar-i legum hreinleik pg brenn* andi þrá eftir að gera það seni rétt var. Sjónleikurinn gekla í heilt missiri fyrir fullu húsi, og að því búnu sneri hún aft- ur til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni um Heilaga Jóhönnu. Kvikmyndaframleið endur kostuðu með ánægjtfi fimm milljónum dollara til þeirrar mvndar og voru viss* ir um að fá það margfalt af tui'. Um þetta leyti var það sems hún hitti Rossellini og ást- inni sló niður í þau eins bg eldingu. 4 KVENNAMAÐURINN VARÐ UPP MEÐ SÉR. Með samþykki manns síng ÞEGAR Ingrid Bergman lék Heilaga Jóhönnu á Broad- v/a'y árið 1947, gerðisí það að prestur nokkur bað sér leyfis til að láta gera af henni marm krastyttu er setja skyldi yf- ir innganginn að nýrri kirkju. Ingrid varð þegar í stað upp með sér og glöð, en svo leið skuggi yfir andlit hennar og hún svaraði: — En kæmi það fyrir áð ég ætti hlut að hneykslismáli, væri slíkt ægi- legt. Ég sé það í huganum, hvernig þeir myndu þá rífa vesalings Jóhönnu niður og brjóta. hana í smátt. Hugmyndin komst aldrei í framkvæmd, en áður en tvö ár væru liðin, sk'all' óveður það yfir, sem hana hafði ór- að fyrir. Þá yfirgaf Ingrid eiginmahn og barn, til þess að geta lifað -með hinum ítalska kvikmyndaleikstjóra' Roberto Rossellini, er jafn- framt reyndi sjálfur til að fá hjónaband sitt upphafið. Til að geta skilið gremju þá er greip Ameríkumenn út af þessu tilefni, svo vanir sem þsir eru óreglulegu einkalífi uppáhaldsmanna sinna, skul- um við sétjá okkurfyrir sjón- ir aðstöðu hennar innan leik- húss- og kvikmyndaStarfsem- innar, eins og hún var þá. Skömmu fyrir stríð hafði Ingrid Bergman horfið frá Svíþjóð, eftir mikinn leiksig- ur í myndinni Hlé. Hafði hinn frægi kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, David O. Selz- nik, hvatt hana til að skapa sér frægð sem kvikmynda- stjarna í þeirri miklu mynda- borg. í för með henni voru eiginmaður hennar, Peter Lindström tannlæknir, sem vildi fullnuma sig í fræði- grein sinni, og Pia dóttir þeirra, sem þá var ungbarn. Hróður Ingiríðar óx leiftur- hratt, svo sem við hafði ver- ið búizt, fyrst í nokkrum ásta- hlutverkum, en síðan við al- gjöra andstæðu þeirra, nunnu- hlutverkið í Klukkunum í Maríukirkjunni. Þá gleymd- ust í einu vetfangi áhrif þau, ér menn höfðu orðið fyrir af fyrri sérgrein hennar í leik. Upp frá þessu sá almenning- ur einungis í svip hennar eitthvað- uppgerðarlaust og jómfrúlegt, og hún var talin eðlilegust allra leikkvenna. Amerískar mæður heilsuðu með hrifningú þessu nýja uppáhaldi dætra sinna. Hér vár þó einu sinni listakona sem var eftirbreytnis verð. Sjálf fann Ingrid að það var varasamur stallur, er hún hafði stigið upp á. HEIMILISLÍFINU VAR ABÓTAVANT. Hún var öðru vísi en sam- starfsfólk hennar, segir Stee- le. Hún átti ekki mjög mikið af fatnaði og notaði svo til engar fegrunarvörur. Enda þótt hún ynni sér inn nokk- ur þúsund dollara á viku, hafði hún samvizkubit af eyðslu sinni ef hún- vegna brýnna umgengnisástæðna þurfti að endurnýja klæða- forða sinn fyrir sjö til átta hundruð dollara. Aðrar kvik- myndastjörnur keyptu hik- laust fatnað fyrir tífalda þá upphæð í einu, en Ingrid. gaf sér ekki einu sinni tíma til að ganga í búðir. . . Hjónaband hennar virtist hamingjusamt í fljótu bragði, og hún tók stjórn manns síns á fjármálum hennar sem sjálf sagðri. Hann ákvað meira að segja hverja hún mætti um- gangast, og heim til þeirra komu einungis vinir hans. því starfsfélagar hennar kunnu - ekki við kuldalegt viðmó,t hans. Sjálf var hún óróleg og leið því aðeins' vel, að fullskipað- væri á dag hvern af störfum og virðingar fyrir honum sleit hún ekki hjónabandi þeirra. Styrjöldin fékk Ingiríði nóg verkefni ti] tómstundaiðkana milli kvikmyndastarfanna. Það var flogið með hana milli herstöðvanna eins og aðra listamenn og hún lék fyrir hermennina. Það þroskaði hana og jók henni sjálfstraust. Hún fann að allir elskuðu hana og dáðu. Enginn gat unnið jafn þrotlaust og hún án þess að bera utan á sér eigin áhyggjur. Hún var æf- inlega hlý í viðmóti og Steele" segir að hún hafi haft ótrú- lega'stjórn á sjálfri sér. Hún hafði lært það í æsku að mynda um sig skurn og flíka aldrei sínum innstu tilfinn- ingum. ..... . Einn góðan veðurdag varð hafði hún ritað hinum ítalska kvikmyndastjóra svolátandi bréf: „Kæri herra Rossellini! Ég sá kvikmyndir yðar Ógirt borg og Paysan, og naut þeirra mjög. Ef þer hafið verkefni fyrir sænska leik- konu, sem talar góða ensku, sem hefur týnt niður þýzk- unni, sem á erfitt með að gera sig skiljanlega á frönsku og getur ekkert sagt á ítölsku nema Ti aino, þá er ég reiðu- búin að koma og leika í kvik- mynd fyrir yður. '¦ Kær kveðja! Ingrid Bergman." •' ¦ Ti amó — ég'elska þig'--, var tilsvar frá einu fyrri hlut verka henn'ar og sagt í spaugi. Þau hjóhin voru þá flýorðiri sammála unr'að* þau yrðu að eignast annáð barn, ögtil að MYNniDKIAD MYNDIN á Þessari síðu er 'af Ingrid Berg-' lVl I IXUIKINAK man í hlutverki heilagrar Jóhönnu. Efst til hægiri á næstu síðu er Ingrid ásamt kvikniyndastjóranum og kvennagullinu Rossellini. Það var ást við fyrstu sýn hjá þeim.. Tilvinstri er fyrsti eiginmaður Ingridar, dr. Peter Lindströrit. Myndin neðst á síðunni er af Ingtrid ásamt börnum þeirra Rossellini, Roberto og tvíburasystrunum. Grein þessi er rituð af Kis Pallis og stuðst er við bók, sem blaðafulltrúi Ingrid Bergman, Henry Steele, hefur skrifað um hana. [32 Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.