Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 16
wsm KRISTJAN — samvizkuuppgjör fólksins. fpjyj Ijj [Mm * \ i i f < | iHlfrTf y ' í * Í í * R SVEINN messa sig á gat. ÞAÐ LIFNAR yfir borginni í svartasta skammdeginu. Sýn- ingargluggar verzlananna verða skrautlegri en ella, — glys hér og.prjál þar. Skyndi- lega taka bækur að streyma á markaðinn og það svo ört, að þótt menn séu allir af viija gerðir, reynist ekki unnt að fylgjast með þéim. Langsam- lega flestar eru þær skraut- legar útlits, —¦ með litprent- aðri káþumynd og gagnsær pappír strengdur yfir þær. — Þær eru ætlaðar til gjafa. — Annríki manna í öllum stétt- um eykst. Þeir greikka sporið og því meir sem líður á des- embermánuð, því meiri asi er á þeim. Það fer ekki framhjá neinum, að jólin eru að nálg- ast með öllu sínu brambolti. Það minnkar í pyngjunni hjá mörgum. Hún gerist mjóslegn ari með hverjum degi sem líð ur. En hvað um kristindóm- inn? Eru ekki jólin hátíð frels arans? Ósiálfrátt rifjast upp saga af lítilli stúlku, sem ringluð af gjöfum og kræsing- um, spurði: — Jesús, pabbi, var það ekki einn af jólasvein unum? — Vonandi er þessi saga undantekning, en í- skyggileg er hún engu að síð- ur. Þegar við hófum efnissöfn- un í jólahefti SUNNUDAGS- BLAÐSINS, datt okkur í hug, að trufla nokkra menn í jóla- önnunum og leggja fyrir þá spurningar um jólin. Það sem við höfðum mestan áhuga á að ¦vita, var, hvort menn vildu breyta jólahaldinu, eins og það tíðkast hjá okkur nú, eða ggjp hvort þeir væru ánægðir með það. Svör við þessari spurn- ingu að ýmsu öðru í sam- bandi við jólin, fara hér á 'eftir. o-o-o GUÐJÓN BALDVINSSON, starfsmaður hjá Skattstofunni — var önnum kafinn við að blaða í skýrslum, þegar við litum inn til hans. —- Viltu breyta jólahaldinu okkar? ;— Ég veit ekki. Nei, ætli það sé ekki bezt að hafa það eins og það er. j PETUR — kaupmangarahátíð. ,14 Sunnudagsblaðið GUÐJÖN — Mammon er sterkur. — Ertu ánægður með það? — Nei, það er ég ekki. — Kaupmennskan er of mikil. — Hvað um guðsorðið? — Það fer nú eftir því, — hvernig þeir menn eru inn- réttaðir, sem flytja það. — í staðinn fyrir kaupmennskuna mætti gjarnan koma meira guðsorð, en í þessum efnum er sennilega erfitt um vik, — því Mammon er sterkur. o-o-o PÉTUR THQMSEN Ij'ós- myndari kom út úr myrkra- herbergi sínu og yið snerum okkur beint að efninu. — Ég vil' gjörbreyta jóla- haldinu okkar, sagði hann. — Þessi kaupmangarahátíð er gengin út í slíkar öfgar og vitl'eysií, að mér hreinlega of- býður. Ég vil að fólk hegði sér skýnsamlega og geri sig ekki að fíflum í desembermán uði. — Hvað um kristindóminn? — Það er nóg af messun- um, ef menn nenntu bara að hlusta á þær. Ég vil, að meiri alvara ríki í jólahaldinu hjá okkur. Eg vil, að menn segi krökkunum sínum í ró og næði frá gamla tímanum, — þegar maður gladdist yfir einu kerti og laufabrauði. Eins og ég sagði áðan: Mér ofbýð- ur þessi jólagjafavileysa og öll flottheitin. Jólin eru orð- in hátíð kaupmannanna, en þau eiga ekkí að vera það. o-o-o ' KRISTJÁN ARNGRÍMS- SON verzlunarstjóri í Bók- hlöðunni, var í óða önn að undirbúa opnun jólabazars. — Við spurðum hann, hvort hann væri sammála Pétri Thomsen um það, að jólin væru hátíð kaupmannanna. — Nei, svaraði hann. Ég er ekki sammála því. Metin eru það að bæta fyrir gleymskuna og tillitsleysið allt árið. — En kaupmennirnir nota nú tækifærið. > — Ja, þeir láta sér það eitt nægja að vera til. Sumir aug- lýsa að vísu mikið, en aðrir ekki. Og það er ekki nema eðlilegt að þeir auglýsi fyrir jólin. Þá er fjörið mest í verzl uninni, mest eftirspurnin. o-o-o. Við gátum ekki staðizt freistinguna og skoðuðum nýj ustu bækurnar á markaðinum í Bókhlöðunni. Um leið spurð um við Kristján, hvort hann teldi ekki, að langflestar bæk ur, sem hann seldi, væru ætl aðar til gjafa, og hvort bók- menntaáhuginn væri ekki í öfugu hlutfalli við bókasöl- una. , tillitslausir gagnvart náung- anum nú á dögum. Þú gleymir að senda vini þínum skeyti á brúðkaupsdegi hans. — Þú gleymir að senda honum bók á þrítugsafmælinu. En á jól- unum, — þá mannstu skyndi- lega eftir honum og annað- hvort sendir þú honum gjöf eða jólakort að minnsta kosti. Það er fólkið sjálft, sem hef- ur skapað þessa hefð í kring- um jólin, — ekki kaupmenn- irnir. Það má orða það svo, að jólin séu eins konar samvizku uppgjör hjá fólki. Þá reynir EMIL bögglauppboð. — 90% allra þeirra bóka, sem við seljum ársins hring eru ætlaðar til gjafa, sagði hann. Hin tíu prósentin, sent" eftir eru, kaupa bækur fyrir sjálfan sig, kannski af því þeir hafa áhuga á þeim, eða af , því að þeir þurfa að nota þær , — handbækur og slíkt, eða þá af því að þeir erU að safna þeim. Af þessum tölum má hver draga sínar ályktanir um bókmenntaáhugann. o-o-o ! SVEINN SÆMUNDSSON, blaðafulltrúi Flugfélags ís- lands svaraði spurningu okkar um breytingar á jólahaldinu neitandi: i — Eg vil, að jólahaldið verði með svipuðu sniði og verið hefur, sagði hann. —¦ Menn eiga svo ríkar minning ar í sambandi við jólin, allt frá barnæsku. Hins vegar vil ég gera skurk í öllum öðrum hátíðum, skera niður bæna- daga og hafa ekki tvíheilagt á páskum og hvítasunnu. — Hvað finnst þér um kaup mennskuna? — Hún setur óneitanlega ó- geðfelldan blæ á jólahald okk ar og varpar skugga á þá há- tíð, sem fyrst og fremst er til minningar um þann, sem kast aði frá sér öllum jarðneskum gæðum og fórnaði sér fyrir alheim. Kauphéðnar hafa tek- ið jólin slíku traustataki, að þeir vildu helzt fá að fresta þeim, ef jólasendingar þeirra kæmu ekki tímanlega. — Hvað um guðsorðið? — Sálmasöngur finnst mér eiga vel við á jólum og ræður presta eru að sjálfsögðu mis- jafnar eins og önnur mann- Framh. á bls. 36.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.