Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 20

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 20
SUNNUDAGUP HUSFPEVJUNNA& Picasso-Utir og snið NÝJASTA nýtt í heimi tízk- unnar eru kjóiar í Picasso- litum og með Picasso-sniði. Það væri bví ekki úr vegi, að rifja upp svolítið um meist- ara Picasso. Hann selur verk sín, málverk og keramik, dýr- ara en nokkur starfsbræðra sinna. Hann er 78 ára gamall og á þrítuga konu, Jacqueline Roque. Ummæli hennar um mann sinn eru ekki af lakara taginu: ,,Ég get ekki hugsað mér að eiga yngri mann". — Picasso hefur verið kvæntur fjórum sinnum áður og á fjög- ur börn. Þegar hann var 62 ára gamall, giftist hann franskri stúlku, Francoise, og eignaðist með henni tvö börn. ítife&œ& — Picasso er dulnefni, en réttu nafni heitir hann Ruiz Blasco og er fæddur í Anda- lúsíu á Spáni. Hann býr nú í gamalli 40 herbergja höll í Frakklandi. Myndir frá ljós- rauða tímabilinu sínu, 1904— 06, seldi hann á sínum tíma á 75—100 krónur. Nú er verið á þessum myndum orðið 450 þúsund krónur! Og nú hefur Picasso unnið nýjustu afrek sín í heimi tízkunnar. í hausttízkunni í ár bar mikið á Picasso-litum og Picasso-sniðum. Picasso- litirnir eru hvítt, eins og ó- storkið keramik, hinir dökk- brúnu leir- og moldarlitir, sem eru mýktir með örlitlu gráu, — fjólublátt með grá- brúnum og svörtum lit, sem sagt allir þeir litir. sem Picas- so, Braque og flestir aðrir nú- tímamálarar nota mikið. Pic- asso-sniðin eru stórar kraga- lausar peysur í brúnum og fjólubláum lit, síðir kyrtlar, mjúkar línur, belti, sem eru ekki þröng eins óg lífstykki, heldur aðeins lauslega hnýtt- ar snúrur. Auk þess má nú leggja á borðið á la Picasso. Er þá not- aður leirbrúnn dúkur með svörtu mynstri og svartir diskar! Svolítið um þvott og slit á skyrtum ÞAÐ ER alls ekki þvottur- inn, sem slítur mest skyrtun- um, eins og álitið hefur verið. Að minnsta kosti fullyrða Svisslendingar það. Þeir hafa fyrir skemmstu látið gera rannsókn á þessu og niður- staðan: Skyrtur slitna helm- ingi meira af notkun heldur en bvotti. Rannsakaðar voru 26 eins poplin-skyrtur, sem notaðar voru af 13 persónum í mis- munandi stöðum. Skyrturnar. voru þvegnar með þriggja daga millibili. Þær voru þvegnar í þvottavélum með mismunandi aðferðum og sömuleiðis var þveginn bútur EFNIN í vetrarkjólum tízkuhússins Dior í ár eru sannarlega mjög heppileg fyrir íslenzka kvenfólkið. Aðalefnin eru tweéd, jersey og skozk efni, svo að nú getum við klætt okkuir bæði í samræmi við veðrið og tízkuna. Þið skuluð því hugsa ykkur vel um, áður en þið kaupið mohair-kjól fyrir veturinn. BÁÐAR myndiirnar eru a£ sama kjólnum og þetta ér kjóll frá Dior úr svörtu og hvítu tweedefni prýddur eins konar fléttu úr svartri ull. Við kjóiinn er notað breitt belti og jakki úr sama efni. Unga stúlkan með flétturnar er ekki nýútskrifuð kennslukona, eins og ætla mætti, heldur engin önnur en kvikmynda- stjarnan Audry Hepurn. af efninu, sem skyrturnar voru saumaðar úr. Eftir 75 daga notkun og 25 þvotta, var tilrauninni hætt, af þeirri einföldu ástæðu, aS flestar skyrturnar voru orðn- ar gatslitnar frá flibba og niður á ermar. Styrkleiki efnisins í skyrt- unum var aðeins 7,7%, en hins vegar 25,8% í efnisbút- unum, sem þvegnir voru jafn« oft. ! Lokaniðurstaða: Notkuri slítur skyrtum um tvo þriðja hluta, en þvotturinn ekki nema einn þriðja. Hárgreiðslu- \ konan vissi [ pað fyrst EITT er sameiginlegt með hárgreiðslukonum, læknum og prestum: Þeim er trúað fyrir öllu. Eins og svo mörg- um konum hættir til, gerði hin 21 árs gamla Farah Dibai hárgreiðslukonu að trúnaðar- manni sínum. Það var í París og hún trúði annarri af systr- unum Carita, Rosie, fyrir því, að innan skamms mundi hún verða þriðja keisarafrá Persíu. — Ég vildi gjaman gefa yð- ur nýja hárgreiðslu í brúðar- gjöf, sagði Rosie Carita við væntanlegan arftaka Saroyu. — Viljið þér í raun og verií koma alla leið til Teheran, að- eins til þess að greiða mér? spurði Farah Diba. — Það vildum við báðar, ég og systir mín, mjög gjarnan. — Þá býð ég ykkur báðum. Auðvitað komst allt í upp- nám á hárgreiðslustofunni og margar af ríkustu konum heims, sem láta greiða sér þarna, þyrptust í kringum, ungu stúlkuna. Á eftir fóv Farah til Yves Saint-Laurent, þar sem tízkusýning ætluð henni einni beið hennar, svO að hún gæti litið sómasam- lega út við brúðkaupið. Farah Diba hefur í eitt ár stundað listnám við Ecole des Beaux Arts. J? 18 Sunnudagsbíaðið ^

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.