Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 33

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 33
legum sumarkvöldum fyrir utan húsið okkar. Og þegar hún minntist þess, að það höfðu þau svo sannar- lega gert, hljóp roði í kinnar hennar, þar sem hún stóð fyrir utan heimili sitt. Það var Gerald, sem hafði keypt Næturgalann. Hann hafði komið til Alix fri sér numinn af fögnuði, Hann sagðist einmitt hafa fundið staðinn þeirra, lítið og fallegt hús, sem stóð afskekkt, — hreinustu perlu — fund ald- arinnar. Og þegar Alix fékk að sjá Næturgalann varð hún líka frá sér numin af gleði. Hann var vissulega afskekkt- ur. Það voru þrír kílómetrar til næsta bæjar, — en villan sjálf var svo aðlaðandi í sín- Um gamaldags stíl og herberg isskipau — baðherbergi — á gamla garðyrkjumanninn, þar sem hann bograr yfir beði og dyttar að blómum. Hún varð furðu lostin, því að hann1 var yanur að koma á mánu- dögum og föstudögum. í dag var miðvikudagur. — Hvað eruð þér að gera hér, Georg? spurði hún og gekk til hans. Gamli maðurinn rétti úr sér með erfiðismunum, rak upp hrossahlátur og strauk moldugri hendi upp sveitt ennið% — Ég skil það ósköp vel, að frúin skuli vera undrandi, sagði hann. — En sjáið þér nú til. Það verður hátíð hjá húsbónda mínum á föstudag- inn kemur og ég vönaði, að herra Martin og hans náðuga frú mundu ekki taka það illa upp, þótt ég kæmi einu sinni Gerald hefði sagt karlinum þetta í einhverju sérstöku augnamiði — til þess að villa um fyrir honum á einhvern hátt. En hún gat ekki ímynd- að sér það. Fara til London! Hún hafði hugsað sér að fara aldrei framar til London. — Eg tek ekki í mál að fara til London, sagði hún eftir stutta þögn. — Á, svaraði Georg. — Það má vera, að ég hafi misheyrt. En mér fannst nú samt, eins og hann segði London. En það er náttúrlega bezt að vera bara hér. Ekki mundi ég kæra mig um að fara til Lon- don. Það eru allt of margir bílar þar. Þegar fólk hefur einu sinni fengið sér bíl, þá er eins og kvikasilfur hafi hlaupið í rassinn á því. Það getur ómögulega verið kjurt. rafmagn — heitt vatn — sími! Hún gat ekki staðizt freist- inguna. En þegar allt virtist leika í lyndi með húsið, hljóp Snurða á þráðihn. Eig- andinn, sem var ríkur maður, vildi fá húsið greitt út í hönd. Gerald Martin hafði góðar tekjur, en nógu mikið átti hann ekki í reiðufé. Hann gat lagt fram þúsund pund, en eigandinn vildi fá þrjú þús- und. Alix, sem gat ekki hugs- að sér að verða af þéssu litla, gamaldags og skemmtilega húsi, kom til hjálpar. Hún átti nóga peninga og hennar fé vai" handbært. Hún ]agði til það sem á vantaði og það var á að gizka helmingurinn af fé hennar. Næturgal- i.nn varð sem sagt þeirra eign og Alix sá ekki eftir kaupun- um. Þ.iónustufólk fékkst að vísu ekki, vegna þess hversu afskekkt húsið var, en það gerði ekkert til. Alix hafði gaman af húsverkunum — enn þá að minnsta kosti. Garðurinn var skrýddur blómum hvert sem litið var. Það var gamall maður úr bæn um, sem gætti hans og hann kom tvisvar sinnum í viku til þess að vinna verk sín. Alix gekk um garðinn þennan bjarta morgun, en skyndilega kemur hún auga á miðvikudegi í staðinn fyrir föstudegi. — Alls ekki, sagði Alix. —• Ég vona bara að þér skemmt- ið yður vel á hátíðinni. — Jú, takk fyrir. Ætli bað ekki, svaraði Georg. — Það er ekki amalegt að fá að éta eins og maður vill allan dag- inn og vita, að maður þarf ekki að borga grænan eyri fyrir það. Þetta verður, ef allt fer að óskum, mikil hátíð og þess vegna kom ég nú í dag til bess að geta verið búinn með mín verk, áður en frúin fer. Frúin veit ekki hvenær hún kemur aftur, eða er ekki svo? — En ... en, stamaði Alix. — Ég er alls ekki að fara neitt. — Ætlar frúin ekki að'fara til London á morgun? —¦ Nei. hver hefur sagt yð- ur bað, Georg? Georg kinkaði kolli. — Ég hiíti. sjáið þér til, mann yðar í bænum í gær. ¦Hann sagði, a<i þið ætluðuð til London á mm'gun bæði tvö og kvaðst eklti vita hvenær þið kæmuð aftur. — Vitlevsa, s iCÖi Alix og hló. — Þér hljótið að hafa misskilið hann, Georg. Samtímis vélti hún því fyr- ir sér, hvort verið gæti, að Hann herra Ames, sá sem átti húsið hérna, hann var róleg- ur skynsemdarmaður, — þangað til hann keypti sér bílinn. Hann var ekki búinn að eiga hann í mánuð, þegar hann seldi húsið hérna. Og það er aldrei hægt að fá nógu hátt verð fyrir svona gott hús, með rafmagni og heitu vatni og hvað þau heita nú öll fínheitin. Hann sagði við mig: „Ég sel húsið fyrir tvö þúsund pund, ekki penny minna". — Það mætti segja • ¦ Orstutt framhaldssaga efffir Agafha Chrisfie mér, að hann hafi ekki einu sinni fengið svo mikið fyrir það. ¦— Hann fékk þrjú þúsund, sagði Alix og brosti. — Tvö þúsund, leiðrétti Georg. — Það var verðið, sem átti að selja húsið á. Ég held ég viti það. — Það var nú samt selt á þrjú þúsund, sagði Alix. — Konur geta ekki skilið viðskiptamál, sagði Georg og það var kominn kergjusvipur á hann. — Eða vill frúin halda því fram, að herra Ames hafi komið til hennar og verið svo frekur að fara fram á þrjú þúsund? — Hann sagði það ekki við mig. Hann sagði það við manninn minn, svaraði Alix. Georg beygði sig yfir beðið og fór aftur að huga að blóm- unum. — Húsið kostaði tvö þús- und, sagði hann einbeittur á svip. Alix kærði sig ekki um að sannfæra hann. Hún gekk burt — að beði, sem var spöl- korn frá og tíndi upp fáein blóm. Þegar hún nálgaðist húsið og þefaði af hinum ilmríka blómvendi, sem hún hafði tínt, kom hún auga á eitthvað lítið og dökkgrænt, sem lá á milli blóma í einu beðinu. Hún stanzaði, tók það upp og sá, að það var minnisbók manns hennar. Þegar hún hafði flett fyrstu blöðunum, brosti hún. Hann var alltaf sjálfum sér líkur. Hvert smáatriði var kyrfilega skráð. Gerald var einn af þeim mönnum, sem gerði ná- kvæma tímaáætlun fyrir hvern dag. Enda varð matur- inn að vera tilbúinn á réttum tíma. Annars var voðinn vis, öll áætlunin farin út um þúf- ur! Hún fletti lauslega áfram í gegnum bókina og kom auga á eftirfarandi athugasemd við 14. maí: „Giftist Alix í St. Peters kl. 2,30". — Kjáninn sá arna, tautaði Alix og fletti áfram. — Miðvikudagurinn 18. júní. Það er einmitt í dag! Á síðunni fyrir þennan dag stóð skrifað með eigin hendi Geralds: ,;K1. 9 e. h." Ekkert annað. Hvað ætlaði Gerald að gera klukkan níu? Alix hugs- aði sig um. Hún hló með sjálfri sér að þeirri tilhugsun, að ef þetta væri í skáldsögu af því taginu, sem hún las svo mikið af til skamms tíma, þá hefði vasabókin gefið henni einhverjar afdrifaríkar og ægilegar upplýsingar. Ef svo ætti að vera hiá hennj nú, þá ætti hún að minnsta kosti að finna nafn einhverrar ó- kunnugrar konu í bókinni. Hún fletti áfram. Kvittanir, minnisblöð, reikningar og nafn einnar konu — hennar eigið nafn. En þegar hún gekk inn með vasabókina í annarri hend- inni og blómvöndinn í hinni, þá fór einhver ónotaleg til- finning um hana. Tvær setn- ingar, sem Dick Windyford hafði sagt í símann sóttu á hug hennar og hún gat ekki. með neinu móti gleymt þeim, hversu mjög sem hún reyndi: — Þú þekkir hann ekkil Þú þekkir hann ekki hætis hót! (Og hér verðum við að hætta að þessu sinni. f næsta SUNNUDAGS- BLADI fáum við að vita, hvað Gerald ætlaði að gera klukkan 9 e. h.!). Sunnudagshlaðiö 31

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.