Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 19

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 19
 »:^:-^m-4ik-.-tt:M-i*.it'.tt:iK4.':v ffiW:f*i^ Einn af leiknemiim, Brynja Benediktsdóttir, með sverðiS á lofti. EKKI verður annað sagt en leiklistaráhugi og leiklistarlíf sé með miklum blóma hér á landi. Tvö leikhús eru starf- rækt og hafa verið undanfarin ár, Þjóðleikhúsið og Leikfé- lag Reykjavíkur. Raunar er sanni nær að leikhúsin séu fjögur, því að í vetur hafa tvö ný skotið upp kollinum: Nýtt leikhús og Tilraunaleikhúsið. Samfara þessu blómlega leiklistarlífi þrífast hérlendis ekki færri en f jórir leikskólar, og kannski eru þeir fleiri, þótt okkur sé ekki kunnugt um það. 'Við munum í svipinn eft- ir Leikskóla Þjóðleikhússins, Leikskóla Ævars Kvarans, Leikskóla Nýs leikhúss og s^nnilega Leikskóli Leikfé- lags Reykjavíkur. Og enginn þpssara skóla þarf að kvarta . yfir nemendaleysi. Það kom- ast færri að en vilja. SUNNUDAGSBLAÐIÐ brá ."Ar' { skvndiheimsókn í Leik- skóia Þjóðleikhússins. Það vildi svo ¦ vel til, að yfir stóð tírni í skvlmingum, sem Kle- ropns Jónsson kennir. Þegar við gengum inn, hlasti við röð af nemendum o" af beim voru fríðar og fÖTipnlegar stúlkur í áberandi meirihluta. Allir stóðu í röð n<* voru með sverðin á lofti. Við horfðum góða stund á og sérstaklega fannst okkur s"°i->nandi, begar kvenfólkið s°tti udd ffrímur fyrir andlit- ið ng barðist eins og hetjur í rirMarasöeu. Að því búnu náðum við tali af Klemens Jó"ssyni. Klemens var við nám við hinn konunglega leiklistar- skóla í Lundúnaborg og lagði þar sérstaka síund á skylm- ingar. Hann hefur kennt skylmingar hér allt frá því er hann kom heim frá námi 1948, bæði hjá leikskólanum og Skylmingafélaginu Gunnloga. — Er ekki sjaldgæft að leik konur þurfi að skylmast á sviði? — Jú, það kemur mjög sjaldan fyrir. Og yfirleitt ér ekki mikið um skylmingar í leikritum í seinni tíð. Það er helzt í gömlu rómantísku leik- ritunum. Hins vegar eru skylmingar nauðsynleg æfing fyrir hvern þann, sem ætlar að helga sig leiklistinni. Þetta er betri en nokkur leikfimi. Nemandinn fær öruggara jafn vægisskyn, mýkt og hraða í hreyfingarnar og fegurri limaburð. — Eru ekki til margar teg- undir af skylmingum. — Jú, þetta er gömul og göfug íþróttagrein, frönsk að uppruna. Frakkar og ítalir eru fremstir í þessari íþrótta- grein nú orðið og það er franskur s^íll, sem við kenn- um hér. Sá stíll er t. d. mjög frábrugðinn þeim, sem Grikk- ir og Rómverjar tíðkuðu til forna. — Tekur langan tíma að verða slyngur í skylmingum? — Það tekur minnst 4—5 ár og menn þurfa að vera ungir, þegar þeir byrja að æfa, helzt 16—17 ára gamlir. Hér í leikskólanum höfum við aðeins einn tíma á viku, svo að það má geta nærri, að nem- endur verða engir snillingar á svo stuttum tíma, enda ekki ætlazt til þess. — Höfðu skylmingar verið kenndar hér á landi áður en þú byrjaðir að kenna þær? — Jájá. Björn Jakobsson, íþróttakennari, kenndi þær til dæmis á Laugarvatni árið 1920 og þá var einn af nem- endum hans okkar snjallasti íþróttamaður í þá daga, Jón Kaldal. Sagt er, að hann hafi verið orðinn prýðilegur skylm, ingamaður, enda ekki við öðru að búast af honum. — Er ekki mikill áhugi í Gunnloga? — Mér er ekki kunnugt um, hvernig það er nú; en meðan ég kenndi þar var oft fjölmennt á æfingum og mik- ið fjör. í hvert skipti, sem við Framh. á bls. 27. Klemens Jónsson æfir nemendur í skylmingum Sunnudagsblaðið 17

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.