Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 31

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 31
Þegar Agatha Chrislie var grunúð. Framh. af bls. 22. hana tvísaga,. þrátt fyrir ítrek aðar tilraunir í þá átt. Þegar hann sá fram á, að þetta mundi ekkert ganga með á- framhaldandi yfirheyrslum, dró hann upp bréf og rétti Agöthu það. — Kannizt þér við þetta bréf? — Auðvitað. Ég hef skrifað það. Það er til móður minnar. — Munið þér, hvað í því stendur? — Hún hafði áhyggjur út af peningum og ég reyndi að hug hreysta hana. — Þér skrifið meðal ann- ars: „Vertu róleg, mamma. — Ég skal gera allt, sem ég get — til þess að hjálpa þér. Þú skalt ekki þurfa að selja hús- ið, því að ég hef góða von um að vinna mér inn aukapening . á auðveldan hátt". Má ég spyrja: Hvað áttuð þér við með þessu? — Ég hef ort fáein ljóð, sem ég ætla að fá gefin út á prenti, sagði Agatha <jg roðn- aði lítið eitt. — Jæja. Hafið þér fengið yður útgefanda? — Svo langt er málið ekki komið enn þá. Þetta átti að vísu að vera leyndarmál, en ég freistaðist til að segja mömmu frá því til þess að hugga hana. Hún var að verða örvingluð af áhyggjum. — Haldið þér í raun og veru, að nokkur útgefandi vilji gefa út ljóð eftir unga og óþekkta hjúkrunarkonu? Og haldið bér að það eitt nægi til þess að koma móður yðar úr alvarlegum peningavand- ræðum? — Ég hef ekki hugsað út í það. Ég þekki lítið til bóka- útgáfu. — Getið þér sýnt mér Ijóð- in? — Nei, því miður. Ég hef ekki skrifað bau niður pnn þá. Ég hef þau bara í höfðinu. — Það var og, sagði lög- reglumaðurinn og glotti. Þér megið ekki yfirgefa bústað yð ar, án þess að gera lögregl- unni aðvart. Agatha Christie var ekki fangelsuð. Það var ekki hægt að sanna neitt á hana. Engu að síður hrökklaðist hún úr s^öðu sinni. Torquay er lítill. bær og sagan gekk fjöllunum hærra. Jafnvel þótt blöðin nefndu ekki nafn hennar í sambandi við málið, stimplaði almenningsálitið Agöthu mor- fínsþjóf. Jafnvel beztu vinir hennar sneru baki við hemii. ÞAÐ le'ð hálft ár. án þess að nokkuð nýtt kæmi fram í mál inu. Það vantaði ekki yfir- heyrslurnar, en þær gerðu að eins illt verra. Agatha var enn grunuð og henni leið ó- bærilega. Þá gerist það dag nokkurn, einu ári og þremur vikum eft- ir að þjófnaðurinn var fram- inn, að síminn hringir heima hjá Agöthu. Hún bjóst við að það vœri lögreglan enn einu sinni, en svo var ekki. Það var engin önnur en yfirhjúkrunar konan. Og hún var síður en svo kuldaleg í málrómi, eins og hún hafði verið hingað til. Þvert á móti var hún hin elsku legasta og bað Agöthu að koma strax til sín. Hún kvaðst hafa góðar fréttir að færa henni. Yfirhjúkrunarkonan var eitt smeðjulegt bros í framan, þegar hún leiddi Agöthu tií sætis og sagði hsnni, að loks- ins væri þjófurinn fundinn. Kona nokkur. sem var sjúk- lingui' á spítalanum, en hafði þó fótavist. hafði framiðþjófn aðinn. Bezti vinur hennar var f orf allinn eiturlyf j aneytandi og fékk hana til þess að taka afsteypu af lásnum á morfín- skápnum Eftir henni smíðaði hann síðan lykil, sem konan bar o^ oDnaði skápinn með. — í raun og veru grunaði ég aldrei yður um þennan þíófnað, sagði yfirhjúkrunar konan og brosti smeðjulega. — Og ég hugsa, að lögreglan hafi heldur aldrei trúað bví, að þér hefðuð framið þetta af- brot. Ég býð yður stöðu yðar aftur strax í dag. En Agatha þakkaði gott boð. Hún hafði fengið hugmynd: Að skrifa söguna um þetta mál. Hún gaf henni heitið: „Dularfullt mál í Styles". Sú saga var unphaf hins glæsilega fpT-ils Agö+hn Christie sem sakamálarithöfundur. GETURÐU BOJNAÐ? SUNNUDAGSBLAÐIÐ efnir til vlsnasarnkeppni rneðal lesenda sinna og heittr verðlaunum fyrir beztu botnana. r-x SÚ VAR tíðin, að Guðni Þórð- arson, núverandi fram- kvæmdastjóri Tímans, var blaðamaður við sama blað. Hann var afkastamikill í meira lagi og skrifaði langar greinar og viðamiklar, mynd- skreyttar af honum sjálfum. Einn af vinnufélögum Guðna oríi eitt sinn eftirfarandi vísu um hann: Þó að allar þorni lindir, þess mun engin von, að gefist upp við grein og myndir Guðni Þórðarson. !l| TÓNSKÁLDINU Rossini voru nýlega færðar þær frétt ir, að í fæðingarbæ hans hofði verið safnað saman 20.000 lírum sem skyldi nota til þéss að láta gera veglega myndastyttu af hin- um mikla syni bæjarins. Þegar hann hafði hlýtt á frásögn formanns fjáröflun- arnefndarinnar, sagði hann: — Blessaðir gefið mér heldur þessar 20.000 lírur! Þá skal ég standa sjálfur á stallinum fyrir ykkur í stað- inn. . FYRIR nokkrum árum var að staðaldri þáttur í út- varpinu, þar sem nokkrir vel valdir snillingar og sömuleið is áhorfendur í sal, voru látn ir botna vísur. Þáttur þessi varð mjög vinsæll og það kom glöggt í ljós, að fólk hefur enn gaman af lausa- vísum, þrátt fyrir allar form- byltingar nútímans. Enda má segja, að vísnakveðskap- ur sé skemmtun og dægra- dvöl af betra taginu og það sem hvað mesta ánægju vakti var, að unga fólkið tók þá'.t í þessum leik. Það fór um landið eins konar vísna- faraldur á þessum tíma, en síðan þátturinn var lagður niður, hefur áhuginn horfið um leið. SUNNUDAGSBLAÐIÐ hefur í hyggju, að freista þess að endurvekja áhuga á lausavísum og hér í Poka- horninu munum við eiga í næstu tölublöðum fyrriparta — sem við skorum á hag- mælta lesendur að botna. — Botnarnir sendist í lokuðu umslagi og utanáskriftin er SUNNUDAG3BLAÐID, — Alþýðuhúsinu, Reykjavík. Bez'i botninn hverju siríni verður verðlaunaður ríku- lega og einnig áskiljum yið okkur rétt til þess að birta aðra botna, ef þeir eru þess virði. Og þá skulum við snúa okkur að fyrsta fyrripartin- Margt er skrýtið í kýrhausnum. ÞEKKT píputóbaksfyrir- tæki í Danmörku efnir ár- Icga til samkeppni í pípu- reykingum. í ár hlaut fyrstu verðlaun leigubílstjóri að nafni Jens Sörensen frá Ar- ósum. Hann stóð sig vneð einstakri prýði, setti heims- met í pípureykingum. Hann gat látið loga í 3,3 grammi af tóbaki í hvorki meira né minna en 110 mínútur og 10 sekúndur! — Tóbakið, sem hann reykti á þessum met- ííma, kostaði ekki nema 10,8 aura danska. um. Um þessar mundir eru geimferðir ofarlega á dag- skrá og Rússar hafa eins og kunnugt er nýlega unnið það frækilega afrek að senda eld flaug til tunglsins. Til eru þó þeir menn, sem enn eiga eftir í sér svo mikið af gam- alii rómantík bg ljúfum end urminningum í sambandi við mánann, að þeim finnst sem því guðshúsi hafi verið breylt í ræningjabæli. Fyrri parturinn er einmitt ortur af einum slíkum manni og hljóðar svo: Manstu þegar máninn var miðstöð rómantíkur? Og beiti nú allir hagyrð- ingar rímsnilld sinni! 'þetta að athuga. Þetta er allt saman gott og blessað. Hins vegar vitum við um fjöl- marga menn og sömuleiðis stofnanir og fyrirtæki, sem líka vinna einstæð afrek, án þess að fá svo mikið sem snefil af orðu. SUNNU- DAGSBLAÐIÐ vill bæta úr þessu misrétti og hefur á- kveðið að veita POKAORÐU í hverju tölublaði sínu. Eg hlakka til, þegar I-ið kemur .sögunni" hans Sveins Ásgeirssonar. Þá ætla ég að nijálma LEIÐ- INLEGUR inn í allar eyð- urnar. Þegar Sörensen voru veitt verðlaun fyrir afrekið, lét forstjóri tóbaksfyrirtajkisins þess getið, að fyrirtækisins vegna væri vonandi enginn, s«m gæti gert þctta nema meistari Sörensen! ÞAÐ TÍÐKAST nú mjög í þjóðfélagi okkar að veita mönnum orður fyrir afrek ýmiss konar, sem þeir hqfa unnið á lífsleiðinni. Sjálf- sagt þykir, að til dæmis mað •ur norður í landi, sem hef- ur unnið það einstæða afrek að vera bóndi allt sitt lif og hefur þar á ofan setið í hreppsnefnd og kannski ver ið oddviti meira að segja, að ekki sé talað um minni- háttar afrek hans, eins og t. d. að eiga sæti í niðurjöfn- unarnefnd, hundahreinsun- arnefnd og nefndanefnd — fái Riddarakross Fálkaorð- unnar og auðvitað eru allir sammála um, að nánasarlegt hafi verið að veita honum ekki Stórriddarakrossinn. — Okkur finnst ekkert við Pokaorðan. Það hefur einróma verið samþykkt. í Orðuveitinga- nefnd SUNNUDAGS- BLAÐSINS (Hún er leyni- lega skipuð og heldur leyni- fundi á leynilegum stað til þess að iorðast ágengni ut- anaðkoinandi manna) að fyrsta orðan verði veitt Hitaveitu Reykjavíkur fyrir frábæra frammistöðu — á sumrin! Sunnudagsblaðio 29

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.