Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 22

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 22
Séra Gunnar Arnason skrifar hér sfufía grein um þýzka myndlisf- armanninn Wilhelm Beckmann, sem búsetfur hefur verið hér á landi síðan 1935. Beckmann er dverghagur og hefur mesf lagf sfund á smíði kirkjugripa, sem skreyfa kirkjur víða um land. 12. MAÍ 1935 kom e/s Brú- arfoss af hafi. Dagur var senn allur, milt veður en regn- suddi öðru hvoru, nótt orð- in björt að kalla. Meðal far- þega var ungur maður, þýzk- ur, heldur lægri en í meðal- lagi, grannvaxinn, dökkur á brún og brá, fáskiptinn, en ötullegur. Hann hafði aldrei litið ísland augum fyrr en þetta, þekkti engan mann í höfuðborginni, kunni ekki málið. Eftir nokkurt slangur um bæinn, gafst hann upp við að finna gistihús, enda pyngj- an ærið létt. Hann festi aug- un á Arnarhólnum, grænum og auðum, og lét fyrirberast í skjóli hins fvrsta landnáms- manns, unz sól roðaði fjöll og bæ^inn reis á fætur. Þessi umkomulausi útlendingur át'i síðan eftir að verða hér h^imamaður. Nú er hann Jöngu samgróinn landi og þjóð, og hefur á fleiri en einn veg sýnt það og sannað. Wilhelm Beckmann hét hann og kom velktur af hafi, með furðu margbreytta revnslu eins og fleiri fyrr og síðar. Fæddur í Hamborg 5. febrúar 1909. Foreldrar Wil- helm Beckmann verkamaður og borgarráðsmaður um skeið, og konq hans Louise Beck- mann f. Bierbaum. Snemma beygðist krókurinn til þess, sem verða vildi. Sveinninn ungi undi sér vart stundinni MYNDIR MYNDIN efst hér á síðunni heitir „Blind kona á bæn", og Beckmann hefur gefið hana "^^^™"^"^™" Blindravinafélagi íslands. Sömuleiðis hefur hann gefið því styttuna, sem stóra myndin á þessari síðu er af. Lága ti'éskurðarmyndin neðst á síðunni hér á móti heitir „Kistulagning" og litla myndin fyrir ofan hana er af skírnar- fonti, sem er í Búðarkirkju í Fáskrúðsfirði. Myndin þar fyrir ofan er af forkunnarfögrum útskornum vindlakassa á bci.-ði, sem Backmann hefur einnig skorið haglega út. Og þá er komið að stóru myndinni efst á næstu síðu, en hún er af listamannin- um sjálfum, Wilhelm Beckmann. Hann stendur við eitt verka sinna, minningairtöflu, sem er í Búðakirkju á Snæfellsnesi. 20 Sunnuóagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.