Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 15

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 15
^u^t/ui^^as Jl JÓL 1959 — Verð þessa heftis í lausasölu 10 krónur. Fylgirit ALÞÝÐUBLAÐSINS. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Aðsetur: Alþýðuhúsið, Hverfisgötu 8-10. Sími 14901. Prentun: Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Myndamót: Prentmót h.f. k Fyrsti snjór Veturinn kemur og vindunum sigar á skýin; falla mjúkir lagðar af línhvítri ull á veðursorfin fjöll er vindarnir glefsa í skýin. Veturinn kemur. Er kornhlaða þín orðin full? Hannes Pétursson. SUNNUDAGSBLAÐIÐ óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og vill um leið gera stutta grein fyrir breytingum, sem gerðar hafa verið á blað- inu. Fyrst skal það tekið fram, að blaðið verður eftir sem áður FYLGIRIT ALÞÝÐUBLAÐSINS og mun frá og með næstu áramótum koma út á hverjum sunnudegi, 12 síður að stærð í þessu broti. Við byrjum nýjan kapítula í sögu blaðsins með jólahefti, sem er 52 síður að stærð, prýtt lit- prentaðri kápu. Við viljum í örfáum línum segja frá nokkrum föstum þáttum, en að öðru leyti kynnir blaðið sig sjálft. FELIX hefur sínar athugasemdir fram að færa um menn og málefni í þjóðfélagi okkar. Hann hefur aðsetur sitt í POKAHORNINU. Þar er MARGT SKRÝTIÐ í KÝRHAUSNUM, þar er POKAORÐA veitt hverju sinni fyrir frækileg afrek á einhverjum vettvangi og síðast en ekki sízt VÍSNASAMKEPPNI. Við heitum á lesendur að láta nú ljós sitt skína og senda okkur botna. Verð- laun verða veitt fyrir bezta botninn hverju sinni. ........„.......„...........mmm 3" ILLUGI heitir hann og er heldur þungur á fy brúnina, eins og teiknimyndin af honum sýnir. Hann hefur tekið það hlutverk að sér að HELLA ÚR SKÁLUM REIÐI SINNAR yfir lesendur. Hann lofar að vísu ekki að gera það í hverju blaði, en alltaf, þegar tilefni gefst. Hann vill benda á þann möguleika> að þáttur hans kunni einhvern tíma að skipta um nafn og heita ÞETTA LÍKAR MÉR. Við sjáum hváð setur. HELGI HJÖRVAR, Páll ísólfsson, Þórhallur Vilmundarson og fleira merkilegt fólk kemur við sögu í KLÚBBNUM okkar. Þar er ætlunin að bregða á leik og segja nokkrar kímnisögur, fyrst og fremst innlendar, en erlendar, er ekki vill betur. Innlénd- ar kímnisögur eru ekki á hverju strái og þess vegna heitum við á lesendur að liggja ekki á liði sínu, ef þeir luma á einhverju. Fyrir nokkru var sýnd í Gamla Bíói teikni- mynd eftir Walt Disney, sem hét HEFÐARMEYJ- AN OG UMRENNINGURINN. Mynd þessi var sýnd við mikla aðsókn, enda snilldarvel gerð og jafn skemmtileg fyrir fullorðna sem börn. Við vorum svo heppnir að krækja okkur í spánnýja myndasögu eftir Walt Disney. Aðalsöguhetjan í henni heitir HVUTTI og hann er sonur Hefðarmeyjarinnar og umrenningsins. HVUTTI verður í hverju SUNNU- DÁGSBLAÐI. NAFN blaðsinls og fyrirsagnir fastra þátta (Sunnudagur húsffeyjunnar, Klúbbur- inn, Úr skálum reiðinnar) teiknaði Atli Már. Skopmyndir Klúbbsins teiknaði Halldór Pétursson. Pokahornið er myndskreytt af ungum myndlistarnema, Borghildi Óskars- dóttur. Innlendar ljósmyndir tók Oddur Ólafsson. 'Kápumynd teiknaði Gísli J. Ástþórs- son ritstjóri. .JÍfClíMÍtXtOi.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.