Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 15

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 15
L1 JÓL 1959 — Verð þessa heftis í lausasölu 10 krónur. Fylgirit ALÞÝÐUBLAÐSINS, Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Aðsetur: Alþýðuhúsið, Hverfisgötu 8-10. Sími 14901. Prentun: Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Myndamót: Prentmót h.f. iYa Fyrsti snjór Veturinn kemur og vindunum sigar á skýin; falla mjúkir lagðar af línhvítri ull á veðursorfin fjöll er vindarnir glefsa í skýin. Veturinn kemur. Er kornhlaða þín orðin full? Hannes Pétursson. SUNNUDAGSBLAÐIÐ óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og vill um leið gera stutta grein fyrir breytingum, sem gerðar hafa verið á blað- inu. Fyrst skal það tekið fram, að blaðið verður eftir sem áður FYLGIRIT ALÞYÐUBLAÐSINS og mun frá og með næstu áramótum koma út á hverjum sunnudegi, 12 síður að stærð í þessu broti. Við byrjum nýjan kapítula í sögu blaðsins með jólahefti, sem er 52 síður að stærð, prýtt lit- prentaðri kápu. Við viljum í örfáum línum segja frá nokkrum föstum þáttum, en að öðru leyti kynnir blaðið sig sjálft. FELIX hefur sínar athugasemdir fram að færa um menn og málefni í þjóðfélagi okkar. Hann hefur aðsetur sitt í POKAHORNINU. Þar er MARGT SKRÝTIÐ í KÝRHAUSNUM, þar er POKAORÐA veitt hverju sinni fyrir frækileg afrek á einhverjum vettvangi og síðast en ekki sízt VÍSNASAMKEPPNI. Við heitum á lesendur að láta nú ljós sitt skína og senda okkur botna. Verð- laun verða veitt fyrir bezta botninn hverju sinni. c ILLUGI heitir hann og er heldur þungur á brúnina, eins og teiknimyndin af honum sýnir. Hann hefur tekið það hlutverk að sér að HELLA ÚR SKÁLUM REIÐI SINNAR yfir lesendur. Hann lofar að vísu ekki að gera það í hverju blaði, en alltaf, þegar tilefni gefst. Hann vill benda á þann möguleika- að þáttur hans kunni einhvern tíma að skipta um nafn og heita ÞETTA LÍKAR MÉR. Við sjáum hváð setur. RPiPiN/J4(? HELGI HJÖRVAR, Páll ísólfsson, Þórhallur Vilmundarson og fleira merkilegt fólk kemur við sögu í KLÚBBNUM okkar. Þar er ætlunin að bregða á leik og segja nokkrar kímnisögur, fyrst og fremst innlendar, en erlendar, er ekki vill betur. Innlénd- ar kímnisögur eru ekki á hverju strái og þess vegna heitum við á lesendur að liggja ekki á liði sínu, ef þeir luma á einhverju. Fyrir nokkru var sýnd í Gamla Bíói teikni- mynd eftir Walt Disney, sem hét HEFÐARMEYJ- AN OG UMRENNINGURINN. Mynd þessi var sýnd við mikla aðsókn, enda snilldarvel gerð og jafn skemmtileg fyrir fullorðna sem börn. Við vorum svo heppnir að krækja okkur í spánnýja myndasögu éftir Walt Disney. Aðalsöguhetjan í henni heitir HVUTTI og hann er sonur Hefðarmeyjarinnar og umrenningsins. HVUTTI verður í hverju SUNNU- DAGSBLAÐI. NAFN blaðsiös °g fyrirsagnir fastra þátta (Sunnudagur húsfreyjunnar, Klúbbur- inn, Úr skálum reiðinnar) teiknaði Atli Már. Skopmyndir Klúbbsins teiknaði Halldór Pétursson. Pokahornið er myndskreytt af ungum myndlistarnema, Borgliildi Óskars- dóttur. Innlendar ljósmyndir tók Oddur Ólafsson. Kápumynd teiknaði Gísli J. Ástþórs- son ritstjóri.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.