Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 28

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 28
Línuritið hér að neðan sýnir meðalævi mannanna allt frá ísöld til okkar daga. Það þarf ekki að velta línuritinu lengi fyrir sér til þess að komast að þeirri niðurstöðu, að þróunin hefur allt frá fyrstu tíð stefnt upp á v;3> en aldrei þó eins ört og síðustu 12 árin. Þótt gæðum lófsirs sc misskipt milli þjóða og hjá mörgurn sé hungurvoí'an á næsta leyti, þá ber vissu- lega að _~ gna þclrri staðreynd, að samkvæmt meðal- ævi fólksins hafa lífskjör í heiminum aldrei verið betri en á okkar dögum. Línuritið hér til hllðar sýnir meðalævi nokkurra dýra borið saman við meðalævi mannsins. 70 4 R Framhald af opnunni. kröftum sínum í þýðingar- laust kapphlaup um yfirráðin á tunglinu! En sleppum því. Á annarri töflu, sem birtist með þessari grein, gefur að líta meðalævi mannsins allt frá ísöld og til vorra daga. Það þarf ekki að velta þessari töflu lengi fyrir sér til þess að sjá, að þróunin hefur alla tíð stefnt upp á við. Aldrei hefur hún þó farið eins hrað- hækkandi og á síðustu tíu ár- um. Margir hafa að undanförnu stungið niður penna og býsn- ast yfir hraða og vélmenn- ingu nútímans, og telja hana ríða mannfólkinu að fullu og öllu áður en yfir ljúki. Bent er á, að sjúkdómar, eins og of hár blóðþrýstingur, magasár og hjartveiki, stafi að miklu Ieyti af hraða og skarkala nú- tímans. Það efar enginn, að þetta er að nokkru leyti rétt. En þó ber að gæta þess, að læknavísindin hafa sigrazt á fjölmörgum sjúkdómum, sem þjáðu mannkynið, og þeir sjúkdómar, sem í staðinn hafa komið og skrifaðir eru á reikn ing nútímans, eru ekki eins þungir á metaskálunum. Tafl- an um meðalævi jarðarbúa sannar það áþreifanlega. Að lokum: Ef þig langar til þess að vita, lesandi góður, hversu mörg ár bú átt ólifuð, miðað við meðalævi manns- ins, þá skaltu rýna í þetta: -^ Á 15 ára aldri eiga dreng- ir að meðaltali ólifuð 55 ár, stúlkur 58 ár. •JC Á tvítugsaldri eiga karl- menn að meðaltali ólifuð 41 ár, konur 44 ár. ¦^ Á fertugsaldri eiga karl- menn að meðaltali ólifuð 3' ár. k<vw 34 ¦^- Á fimmtugsaldri eiga karl- menn að meðaltali ólifuð 23 ár, konur 25. ¦^- Á sextugsaldri eiga karl- menn að meðaltali ólifuð 16 ár. konur 17. ¦^lr Á sjötugsaldri eiga karl- menn að meðaltali ólifuð' 9 ár. konur 10. ¦jf Á áttræðisaldri eiga karl- menn að meðaltali ólifuð 5 ár. konur 5. •fa Á níræðisaldri eiga karl- menn að meðaltali ólifuð 2 ár, konur 3. SAGT UM ALDUR Ætli ég merji ekki hundraðið Framhald af opnunni. — Hve mörg ár? — Ár? Miklu meira. Ég huga, að ég sé búin að vera hér í áratugi. Annars man ég það ekki. Minnið er farlð að dofna. — Þér eruð samt við góða heilsu? — Jájá, hestaheilsu. Það er helzt heyrnin, sem er farin að gefa sig í seinni tíð. Þið verðið að tala hærra. — Hveriu þakkið þér það, að þér hafið náð svo háum aldri? — Hverjum ég bakka það? Nema þeim sem allt veitir og öllu ræður. — Hafið þér lifað reglu- sömu lífi? — Já, alltaf. — Finnst vður ekki breyt- ingar óskanlegar síðan t. d. um aldamótin? — Nei. nei. Ja, auðvitað hefur mikið brevtzt. En fólk- ið er eins og það hefur alltaf verið. Sumt breytir óskyn- samlega, nnnað skvnsamlega, en innst inni er þetta bezta fólk. Þoð er mín revnsla. — Haldið bér, að þér verð- ið hundrað ára? Riaríður hló við og á samri ptundu smollti liósmvndar- inn af. Að bví búnu hvíslaði hún að okkur: — Ætli ég merji ekki hundraðið! Ag svo mæltu kvaðst Sig- ríður ekki mega vera að að tefja lengur yfir meiningar- lausu snakki við blaðamenn, tók hannyrðir sínar og gekk létt í spori fram í setustof- una. Þar sat fjöldi gamals fólks og fékkst við margs konar handavinnu. Til leið- beiningar var ung stúlka, sem kennir gamla fólkinu föndur alls konar. 'Við kvöddum Sigríði Bryn- jólfsdóttur og þökkuðum henni fyrir spjallið, en héld- um síðan beinustu leið að rit- vélinni til þess að Ijúka við greinarkornið um spurning- una: Hvernig menn verða hundrað ára? ^V ,.Það er ekki líklegt, fyrst náttúran hefur raðað hinurr hlutum æv.nnar vel niður, að hún skuli þá, eins og lélegt skáld, kasta höndum til síðasta þáttar." Cicero í bók sinni um ellina. ^V „Konur eru langlífari en karlmenn, af því að máln- ingin á þeim gerir þær endingarbetri." Bob Hope. VV- „Það eru til fleiri gamlir drykkjurútar en gamlir læknar." Benjamín Franklin. -=V „Veikleiki minn er astminn og svo annað5 sem ekki er hægt að lækna, — 74 ár." Samuel Johnson. SÚ saga er sögð af blaða manni nokkrum, að hann hef ði ætlað sér að sanna svo ekki yrði véfengt, að það væri dauðams vitleysa, að vín, tóbak og konur hefðu niðurdrepandi áhrif á heilsu manna og gerðu það að ,'verkurrt, að þeÍB lifðu skemur en ella. Dag nokkurn kom hið gullna tækifæri beint upp í f angið á honum. Hann gekk framhjá bekk í opinberum skrúðgarði og á bekknum sátu fjórir gamlingjar og horf ðu á líf ið i kringum sig. — Afsakið, sagði hann við hinn fyrsta. — En segið mér: Hvernig hafiö þér orð ið svona gamall? — Ég hef aldrei látið svo mikið sem dropa af spíri- tusi inn fyrir minair varir, svaraði hann. — Og hve gamall eruð þér? — 87. Blaðamanninum var skil j anlega lítið gefið um þess- ar upplýsingar og sneri sér að þeim næsta. — En þér. Hvernig hafið húr náð svona háum aldri? — Ég hef aldrei rej'kt síg arettur og aldrei reykt vindla og aldrei pípu og aldrei tekið í nefið og ... — Og hvað eruð þér gam all? — 93. — Og hvað af lífsins lysti semdum hafið þér neitað yður um til þess að ná há- um aldri? — Kvenfólkið, svaraði gamlingi númer þrjú og ók sér fram á stafinn sinn. Ég hef aldrei komið nálægt nokkrum kvenmanni alla mína ævi. Oseiseinei! Eg pirísa mig sælan fyrir það. — Hvað eruð þér gamall? — 96. Blaðamaðurinn stundi enn þyngra en í fyrra sinn- ið og stakk blýantinum, rækilega nöguðum á endan um. og blokkinni, sem hann haf ði ekki skrif að staf í, of- an í frakkavasa sinn. Þá flaug honum í hug, að s^inilesra væri ókurteist að skilja fjórða gamlingiann eft'ir. — Kannski ég spyrii yður líka. Hvernig hafið Þér orðið svona gamall? Hvað hafið þér neitað yður um? — O, ég hef nii ekkí neit- að mér um neitt. É« hef reykt off drukkið frá því að ég var fimmtán ára gamall og vcirið í vinfengi við marg ar fagrar konur. — Það var stórkostlegt, hrópaði blaðamaðurinn upp yfir siff og andlitið á honum liómaði af ánæg.iu. — Og Blaðamaðurinn stundi þung hvað eruð bér gamall? an og sneri sér í snatri að bætti hann við. þeim þsriðja. — 35! 26 Sunnudagsblaoið v óíÖGkí^íítibiinnurt

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.