Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Side 16

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Side 16
■ ■. J </*✓,% ,'r PÉTUR — kaupmangarahátíð. GUÐJON — Mammon er sterkur. — Ertu ánægður með það? — Nei, það er ég ekki. — Kaupmennskan er of mikil. — Hvað um guðsorðið? — Það fer nú eftir því, — hvernig þeir menn eru inn- réttaðir, sem flytja það. — í staðinn fyrir kaupmennskuna mætti gjarnan koma meira guðsorð, en í þessum efnum er sennilega erfitt um vik, — því Mamrnon er sterkur. o-o-o PÉTUR THOMSEN ljós- myndari kom út úr myrkra- herbergi sínu og við snerum okkur beint að efninu. —- Ég vil gjörbreyta- jóla- haldinu okkar, sagði hann. — Þessi kaupmangarahátíð er gengin út í slíkar öfgar og vitléysu, að mér hreinlega of- býður. Ég vil að fólk hegði sér skýnsamlega og geri sig ekki að fíflum í desembermán uði. — Hvað um kristindóminn? — Það er nóg af messun- um, ef menn nenntu bara að hlusta á þær. Ég vil, að meiri alvara ríki í jólahaldinu hjá okkur. Ég vil, að menn segi krökkunum sínum í ró og næði frá gamla tímanum, — þegar maður gladdist yfir einu kerti og laufabrauði. Éins og ég sagði áðan: Mér ofbýð- ur þessi jólagjafavileysa og öll flottheitin. Jólin eru orð- in hátíð kaupmannanna, en þau eiga ekki að vera það. o-o-o ' KRISTJÁN ARNGRÍMS- SON verzlunarstjóri í Bók- hlöðunni, var í óða önn að undirbúa opnun jólabazars. — ’Við spurðurn hann, hvort hann væri sammála Pétri Thomsen um það, að jólin væru hátíð kaupmannanna. — Nei, svaraði hann. Ég er ekki sammála því. Menn eru það að bæta fyrir gleymskuna og tillitsleysið allt árið. — En kaupmennirnir nota nú tækifærið. — Ja, þeir láta sér það eitt nægja að vera til. Sumir aug- lýsa að vísu mikið, en aðrir ekki. Og það er ekki nema eðlilegt að þeir auglýsi fyrir jólin. Þá er f jörið mest í verzl uninni, mest eftirspurnin. o-o-o. Við gátum ekki staðizt freistinguna og skoðuðum nýj ustu bækurnar á markaðinum í Bókhlöðunni. Um leið spurð um við Kristján, hvort hann teldi ekki, að langflestar bæk ur, sem hann seldi, væru ætl aðar til gjafa, og hvort bók- menntaáhuginn væri ekki x öfugu hlutfalli við bókasöl- una. — 90% allra þeirra bóka, sem við seljum ársins hring eru ætlaðar til gjafa, sagði hann. Hin tíu prósentin, sem- eftir eru, kaupa bækur fyrir sjálfan sig, kannski af því þeir hafa áhuga á þeim, eða a£ því að þeir þurfa að nota þær — handbækur og slíkt, eða þá af því að þeir eru að safna þeim. Af þessum tölum má hver draga sínar ályktanir um bókmenntaáhugann. o-o-o SVEINN SÆMUNDSSON, blaðafulltrúi Flugfélags ís- lands svaraði spurningu okkar um breytingar á jólahaldinu neitandi: — Ég vil, að jólahaldið verði með svipuðu sniði og verið hefur, sagði hann. —- Menn eiga svo ríkar minning ar í sambandi við jólin, allt frá barnæsku. Hins vegar vil ég gera skurk í öllum öðrum hátíðum, skera niður bæna- daga og hafa ekki tvíheilagt á páskum og hvítasunnu. — Hvað finnst þér um kaup mennskuna? — Hún setur óneitanlega ó- geðfelldan blæ á jólahald okk ar og varpar skugga á þá há- tíð, sem fyrst og fremst er til minningar um þann, sem kast aði frá sér öilum jarðneskum gæðum og fórnaði sér fyrir alheim. Kauphéðnar hafa tek- ið jólin slíku traustataki, að þeir vildu helzt fá að fresta þeim, ef jólasendingar þeirra kæmu ekki tímanlega. — Hvað um guðsorðið? — Sálmasöngur finnst mér eiga vel við á jólum og ræður presta eru að sjálfsögðu mis- jafnar eins og önnur mann- Framh. á bls. 36. KRISTJÁN — samvizkuuppgjör fólksins. ÞAÐ LIFNAR yfir borginni í svartasta skammdeginu. Sýn- ingargluggar verzlananna verða skrautlegri en ella, — glys hér og.prjál þar. Skyndi- lega taka bækur að streyma á markaðinn og það svo ört, að þótt menn séu allir af vilja gerðir, reynist ekki unnt að fylgjast með þéim. Langsam- lega flestar eru þær skraut- legar útlits, — með litprent- aðri kápumynd og gagnsær pappír strengdur yfir þær. — Þær eru ætlaðar til gjafa. — Annríki manna í öllum stétt- um eykst. Þeir greikka sporið og því meir sem líður á des- embermánuð, því meiri asi er á þeim. Það fer ekki framhjá neinum, að iólin eru að nálg- ast með öllu sínu brambolti. Það minnkar í pyngjunni hjá mörgum. Hún gerist mjóslegn ari með hverjum degi sem líð ur. En hvað um kristindóm- inn? Eru ekki jólin hátíð frels arans? Ósiálfrátt rifjast upp saga af lítilli stúlku, sem ringluð af gjöfum og kræsing- um, spurði: — Jesús, pabbi, var það ekki einn af jólasvein unum? t— Vonandi er þessi saga undantekning, en í- skyggileg er hún engu að síð- ur. það. Svör við þessari spurn- ingu að ýmsu öðru í sam- bandi við jólin, fara hér á 'eftir. o-o-o GUÐJÓN BALDVINSSON, starfsmaður hjá Skattstofunni — var önnum kafinn við að blaða í skýrslum, þegar við litum inn til hans. — Viltú breyta jólahaldinu okkar? ■— Ég veit ekki. Nei, ætli það sé ekki bezt að hafa það eins og það er. SVEINN — messa sig á gat. Þegar við hófum efnissöfn- un í jólahefti SUNNUDAGS- BLAÐSINS, datt okkur í hug, að trufla nokkra menn í jóla- önnunum og leggja fyrir þá spurningar um jólin. Það sem við höfðum mestan áhuga á að vita, var, hvort menn vildu breyta jólahaldinu, eins og það tíðkast hjá okkur nú, eða hvort þeir væru ánægðir með tillitslausir gagnvart náung- anum nú á dögum. Þú gleymir að senda vini þínum skeyti á brúðkaupsdegi hans. — Þú gleymir að senda honum bók á þrítugsafmælinu. En á jól- unum, — þá mannstu skyndi- lega eftir honum og annað- hvort sendir þú honum gjöf eða jólakort að minnsta kosti. Það er fólkið sjálft, sem hef- ur skapað þessa hefð í kring- um jólin, — ekki kaupmenn- irnir. Það má orða það svo, að jólin séu eins konar samvizku uppgjör hjá fólki. Þá reynir EMIL — bögglauppboð. ■ 4L4 Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.