Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 10
8 Árbók VFÍ 1992/93
en áður, þegar þrengir að á vinnumarkaðinum. Yngri og
eldri verkfræðingar sameinast því um að styrkja Verkfræð-
ingafélag íslands.
Vífill Oddson
formaður VFÍ1992-1993
Inngangur
Hér birtist árbók VFÍ í fimmta skipti, Árbók Verkfræðingafélags íslands, 5, 1992/93. Eins og
undanfarin ár er bókin nokkru seinna á ferðinni en aðstandendur hennar höfðu vonað. I þetta
sinn er þó ekki eingöngu um að kenna að erfiðlega hefur gengið að fá efnið nógu snemma,
heldur hafa einnig orðið óviðráðanlegar tafir hjá umsjónarmönnum bókarinnar.
Bókin er með svipuðu sniði og síðasta bók, með einni undantekningu þó; byrjað er með
nokkurs konar „söguhorn“, sem hugsað er sem innlegg í sögu verkfræðinnar á íslandi. í þetta
sinn er fjallað um þrjá fyrstu landsverkfræðingana, þá Sigurð Thoroddsen eldra, Jón
Þorláksson og Thorvald Krabbe. Hér er vettvangur fyrir áhugamenn um sögu verkfræðinnar til
að koma fræðum sínum á prent.
Það væri fróðlegt að heyra álit félagsmanna á þeirri uppsetningu sem notuð hefur verið á
„ættartrjám" nýrra félaga í þessari og síðustu árbók. Vilja menn fá svipaða uppsetningu í vænt-
anlegt verkfræðingatal, sem nú er í undirbúningi?
Þá var ritstjóra bent á að ranglega hefur verið farið með heiti sumra undirdeilda VFÍ. Þetta á
við um nöfn RVFI og VVFÍ, sem eiga að vera rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ og vélaverk-
fræðingadeild VFÍ. BVFÍ og EVFÍ á hins vegar að rita: byggingarverkfræðideild VFÍ og efna-
verkfræðideild VFÍ. Væri ekki ráð að samræmaþetta, eðaskjótamálinu til orðanefndafélagsins?
Nú standa yfír viðræður milli VFÍ og Tæknifræðingafélags íslands um samstarf og/eða
samrekstur að hluta. Þegar er farið að gefa út sameiginlegt fréttabréf og í mörg ár hefur tíma-
ritið Verktækni í ýmsum myndum verið gefið út sameiginlega. Ef til vill er kominn tími til að
gefa út sameiginlega árbók, „Árbók VFÍ/TFI“.
Ég vil að lokum þakka gott samstarf við stjórn VFÍ og
sérstaklega þær Arnbjörgu og Guðríði á skrifstofunni, en
margir gera sér ekki grein fyrir því, hve verðmætar þær eru
félaginu. Áhugi þeirra á velferð félagsins er ótrúlegur. Þá
þakka ég samstarfið við hið skemmtilega fólk í útgáfunefnd.
Þar hefur Ragnar Ragnarsson lagt fram drjúgan skerf sem
höfundur tækniannáls. Að síðustu ber sérstaklega að þakka
Viktori A. Ingólfssyni tæknifræðingi, sem hefur hannað og
sett upp árbækurnar af sinni alkunnu vandvirkni.
Birgir Jónsson, ritstjóri árbókar VFÍ