Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 15
Skýrsla formanns 13
hefur verið meginstefna að reka félagið á
sjálfboðaliðastarfi og lít ég svo á að það eigi
að gera áfram. Um leið og farið er að greiða
einum, þá er erfitt að draga línu hvar eigi að
hætta.
Allar greiðslur af húsinu hafa verið í skil-
um og nú er ekki nenia um það bil ár
þangað til tekjur hússins fara að standa
undir rekstri þess.
Auk þessa hefur verið lögð áhersla á at-
vinnumál, félagafjölgun og fleira mætti
nefna og verður gerð frekari grein fyrir þess-
um atriðum hér á eftir.
Mynd 3 Vigclís Finnbogadóttirforseti Islands og
beiðursfélagi VFÍ í hófi í VFÍ-húsi, 2. maí 1992, í
tilefni afvígslu Finnbogalundar. Lágmynd afföður
hennar Finnboga Rúti Þorvaldssyni prófessor sést
á veggnum fyrir aftan hana. Við hlið Vigdísar er
Einar B. Pálsson prófessor og heiðursfélagi VFI.
4 Skrifstofa VFI
Framkvæmdastjóri VFI er Arnbjörg Edda
Guðbjörnsdóttir og henni til fulltingis er
Guðríður O. Magnúsdóttir.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl.
9-12 og 13-17. Það er orðinn fastur liður að
loka í júlímánuði vegna sumarleyfa. Allur
póstur fer gegnum skrifstofu félagsins.
Framkvæmdastjóri sér um fundargerðir
framkvæmdastjórnar, skráir þær og afgreið-
ir. Deildum og nefndum er ætlað að halda
sem mest utan umþau mál semþeim tengjast,
m.a. að sjá um skrásetningu eigin fundargerða og afgreiðslu þeirra. Ýmsar fyrirspurnir koma
inn til skrifstofu í hinum daglega rekstri allt árið. Leitast er við að leysa úr vafamálum, fyrir-
spurnum, bréfaskriftum og öðru jafnóðum og óskir berast og aðstoða eftir því sem naumur tími
frekast leyfir. Gerðardómur tekur mikinn tíma skrifstofu þegar hann starfar, sem og allur und-
irbúningur fyrir aðalfund.
Félagsmenn og aðrir leita mikið til skrifstofu með ýmiskonar fyrirgreiðslu og reynt er að
taka á öllu sem að höndum ber þannig að sem flestir fái afgreiðslu við hæfi. Talsverð leynd
þjónusta fylgir fundarsal, enda þótt reglan sé sú að afnotum af sal fylgi engin þjónusta. Sú venja
hefur skapast að menn skilja við salinn eins og þeir taka við honum. Það auðveldar störfin heil-
mikið hjá þcim Arnbjörgu og Guðríði, sem reyna að hafa heitt á könnunni ef þess er óskað.
Talsvert er um að námsfólk snúi sér til skrifstofu með fyrirspurnir um skóla erlendis og
námskröfur sem gerðar eru til verkfræðimenntunar.
Starfsemi félagsins hefur stórum aukist og eru allir sammála um að það sé jákvæð þróun, en
með aukinni starfsemi og áhuga, verður í meiru að snúast. Þegar haft er í huga að yfir 100 fél-
agsmenn vinna fyrir félagið í nefndum og ráðum og sífellt lleiri leita fyrirgreiðslu skrifstofu, er
augljóst að álag á starfsfólkið er oft mikið og vinnudagur langur.
Samstarf VFÍ og SV hefur verið mikið og gott á starfsárinu. Samkomulag og samvinna hef-