Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 24
22 Arbók VFI 1992/93
félaga upplýsingum um fundi, ráðstefnur og aðrar samkomur á vegum félagins. Á sínum tíma
var að því stefnt að halda a.m.k. tvo fundi árlega með tengiliðum VFÍ. Fyrri fundinn skyldi
halda að hausti og kynna þar vetrardagskrá félagsins. Síðari fundinn skyldi halda einunt til
tveimur mánuðum fyrir aðalfund og auglýsa þar eftir nýjum stjórnarmönnum, koma lagabreyt-
ingum á framfæri svo og öðrum hugmyndum sem upp koma. Minna hefur orðið úr fram-
kvæmd en ætlað var og er það miður, sérstaklega þar sem kerfið er mikið notað og tengiliðir
VFI kröftugir stuðningsmenn og velunnarar félagsins.
9.7 Úttekt á verkfræðinámi við Háskóla íslands
Úttekt á verkfræðinámi við Háskóla íslands var eitt af viðfangsefnum VFÍ og var menntamála-
nefnd falið að fá erlenda aðila, ABET, til liðs við félagið. Sjá skýrslu menntamálanefndar VFÍ.
Nú er þetta verkefni vel á veg komið, búið er að taka saman viðamiklar skýrslur um námið
hér við Háskóla Islands, og hinir erlendu úttektaraðilar hafa komið hingað til að gera sínar
athuganir. í vor er svo væntanleg skýrsla þeirra um málið. Þetta er merk athugun og mikilsverð
fyrir félagið að hafa staðið fyrir þessu. Kostnaður félagsins vegna þessa er töluverður.
9.8 Atvinnumál
Oáran í þjóðfélaginu og atvinnuleysi því samfara hefur ekki hlíft verkfræðingum. Framan af
má segja að atvinnuleysi hafi verið dulbúið þ.e.a.s. eftirvinna lagðist af, dagvinnustundum
fækkaði, eða þá að verkfræðingar leituðu á önnur mið í atvinnuleit. Aðalfundur í fyrra beindi
því til framkvæmdastjórnar að sett yrði á stofn ný nefnd innan VFÍ, starfsmiðlunarnefnd og var
svo gert í samstarfi við SV. Flestir verkfræðingar hafa þó eitthvað að sýsla þó vissulega hafi
dregið verulega úr atvinnu.
Útflutningur tækniþekkingar og verkefnaútflutningur er málaflokkur sem mikið hefur verið
í umræðunni. BVFÍ stóð fyrir lokuðum hugarllugsfundi þar sem leitað varhugmynda. SV hefur
einnig haldið fund um efnið. Framkvæmdastjórn skipaði undirbúningsnefnd sem skila mun
hugmyndum að framkvæmdatillögum innan tíðar. Ljóst er að íslenskir verkfræðingar búa yfir
mikilli sérþekkingu, sem þeir hafa ailað sér í austri og vestri við þá bestu verkfræðiháskóla
sem völ er á. Nú þarf að markaðssetja þekkinguna og selja hana eins og hverja aðra vöru.
9.9 Útgáfumál
Á starfsárinu varð sú breyting á útgáfumálum að hætt var að gefa út tímaritið Verktækni sem
gefið var út í samvinnu við tæknifræðinga. Þess í stað gengu verkfræðingar og tæknifræðingar
til samstarfs við Gest Olafsson arkitekt sem gefið hefur út tímaritið Arkitektúr og skipulag. í
samstarfssamningi um þessa útgáfu eru ákvæði um að alls komi út 4 tölublöð á ári, að u.þ.b.
1/3 hluti hvers tölublaðs verði helgaður verktækni og að nafn þess verði Arkitektúr, verktækni
og skipuiag.
Fyrsta tölublaðið er væntanlegt innan skamms og er búist við að upplag verði milli 7 og
8.000 eintök al'hverju tölublaði meðan Verktækni hafði aðeins 2.000 eintaka upplag.
Fullgildir félagsmenn munu fá þetta rit frítt.
9.10 Heiðursmerki
Á árshátíð félagsins þann 30. janúar 1993 voru eftirtaldir félagsmenn sæmdir heiðursmerki fél-
agsins úr gulli, en það voru þeir: Egill Skúli Ingibergsson rafmagnsverkfræðingur Magnús
Hallgrímsson byggingarverkl'ræðingur Páll Sigurjónsson byggingarverkfræðingur.
Þessir félagsmenn hafa aukið hróður félagsins og verkfræðingastéttarinnar hver á sínu sviði,
og er nánar að því vikið í heiðursskjölum er þeir fengu afhent við þetta tækifæri.