Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 25
Skýrsla formanns 23
10 Lokaorð
Starf Verkfræðingafélags Islands er margþætt. Hér á undan hefur verið fjallað um ýmis atriði
sem framkvæmdastjórn félagsins hefur haft afskipti af, og hér á eftir koma svo skýrslur ýmissa
fastanefnda í félaginu. Einnig verður gerð örstutt grein fyrir öðrum nefndum. Mikill fjöldi fél-
agsmanna tekur þátt í þessu starfi og er það eitthvað yfir 100 manns, eða u.þ.b. tíundi hver
félagsmaður. Gott er að fá sem flesta í störf fyrir félagið þannig kynnast menn best hinu mikla
félagsstarfi sem Verkfræðingafélagið er með á sínum vegum. Ég færi þessu fólki bestu þakkir
fyrir vel unnin störl'.
Hin síðari ár hafa félög skipuð verkfræðingum, iðnaðarmönnum og öðrum sem áhuga hafa
á sérsviðum tengdum verkfræði, sprottið upp. í flestum tilfellum hefur verið leitað til VFÍ með
skipan fulltrúa fyrir verkfræðistéttina. Fulltrúi félagsins hefur síðan oftast verið skipaður for-
maður þverfaglegu samtakanna. Raddir innan stéttarinnar spyrja hvort ekki sé vert að opna VFI
fyrir þessum deildum, bjóða þeim aðgang. Einungis verkfræðingar hafa fullan rétt innan VFI,
en laustengd sambönd áhugamanna mætti e.t.v. hugsa sér tímabundið eða til langframa.
Þá eru nú uppi ákveðnar óskir um að kanna til hlítar hvort ekki sé rétt að stefna að aukinni
samvinnu eða einhverskonar sameiningu við Tæknifræðingafélag Islands.
Bæði þessi atriði þarf kontandi stjórn að taka til alvarlegrar athugunar.
Nú þegar þrengir að atvinnumálum stéttarinnar er vel til fundið að helga þeim komandi
starfsár eins og þegar hefur verið ákveðið.
A tímum erfiðleika í atvinnumálum stéttarinnar er ég sannfærður um að fjölmenn og öflug
heildarsamtök verkfræðinga er besta vopnið fyrir auknum atvinnutækifærum og bættum
kjörum stéttarinnar.
Að lokum vil ég færa framkvæmdastjórn, aðalstjórn, framkvæmdastjóra og öðru starfsfólki
bestu þakkir fyrir vel unnin störf og ánægjulegt samstarf.
Vífill Oddsson formaður VFÍ.
11 Skýrslur fastanefnda VFÍ starfsárið 1992-1993
11.1 Húsnefnd VFÍ
Húsnefnd VFÍ var skipuð eftirtöldum:
Halldór Þór Halldórsson formaður Vífil Oddsson
Agnar Kofoed-Hansen
Húsnefnd hefur haldið tvo bókaða fundi.
Fjármál Verkfræðingahúss eru í góðu lagi. Greitt hefur verið af öllum lánum á gjalddögum.
Greiðslur félagsins til hússjóðs voru á síðastliðnu ári 20% af félagsgjöldum. Greiðslurnar þurfa
að vera þær sömu á árinu 1993 ef standa á við afborganir af skuldum félagsins, án þess að til
nýrra lántöku komi. Leigumál hússins hafa gengið vel að því undanskildu að um 70nr
geymslurými í kjallara er enn óleigt. Reynt hefur verið að koma húsnæði þessu í leigu, en erfitt
hefur reynst að finna leigjanda að svona stöku geymslurými, ekki hvað síst þar sem leigumark-
aður er erfiður. Það hefur einnig háð leigu á þessu húsnæði að ekki er enn komin lyfta í húsið.
Stefnt er að því að endurnýja gólfefni í húsakynnum VFI, SV og FRV, en þau eru farin að
láta mikið á sjá, enda til þeirra sparað í upphafi.
Húsnefnd hefur rætt samning VFI og FVFI um eignaskiptingu Verkfræðingahúss. Vegna
þeirrar umræðu, sem átt hefur sér stað um sameiningu lífeyrissjóða, þarf að lagfæra óeðlileg
atriði í eignaskiptasamningnum.