Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 26
24 Árbók VFÍ 1992/93
Samkvæmt samningnum er eignarhlutur LVFÍ 40% í óbyggðu lóðinni. Þetta telur húsnefnd
óeðlilegt þar sem lóðinni var á sínum tíma úthlutað til Verkfræðingafélags Islands.
í samningnum kemur einnig fram að skipting hússins milli VFÍ og LVFÍ tekur mið af fer-
metrafjölda, en ekki verðmætamati húseignarinnar, sem lang oftast er miðað við í slíkum
samningum. Samkvæmt verðmætamati er eignarhlutur félagsins í húsinu ekki 60% heldur lík-
lega nær 55%.
Formaður húsnefndar hefur verið í viðræðum við stjórnarmenn í LVFI vegna þessa. Þær
viðræður hafa leitt til þeirra bollalegginga að hugsanleg lausn sé að VFÍ kaupi eignarhlut LVFÍ
í húsinu. Yrði það á ákveðnum hagstæðum kjörum sem fram koma í eignaskiptasamningnum.
Jafnframt geri LVFI langtímasamning um húsaleigu. Þannig að tryggt sé að starfsemi sjóðsins
haldist í húsinu. Þetta er því aðeins áhugavert að kjör séu aðgengileg, þannig að t.d. leiga af
húsnæði stæði undir kaupunum. Væntanlega yrði þá að fresta uppselningu lyftu og öðrum við-
líka framkvæmdum.
Mörgum verkfræðingum er óljúft að sjá á eftir allt að 45% eignarhluta LVFÍ í Verkfræð-
ingahúsi og 40% hluta í óbyggðri lóð til einhverra lífeyrislandssamtaka.
Halldór Þór Halldórsson formaður húsnefndar VFÍ (sign.)
11.2 Menntamálanefnd VFÍ, skýrsla um starfsárið 1992-1993
Á fundi framkvæmdastjórnar VFÍ, þann I4. apríl 1992, voru eftirtaldir félagar skipaðir til setu
í menntamálanefnd VFÍ til I. maí 1993:
Guðleifur M. Kristmundsson, formaður Árni Ragnarsson
Guðjón Aðalsteinsson Hilmar Sigurðsson
Þorbjörn Karlsson
Skipan nefndarinnar hélst óbreytt.
Haldnir voru 16 fundir á starfsárinu, en reglulegur fundardagur nefndarinnar er fyrsti
fimmtudagur hvers mánaðar.
Menntamálanefnd VFÍ fær til umsagnar allar umsóknir sem félaginu berast, hvort heldur er
um inngöngu í félagið eða um leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur. Að lokinni umfjöllun
fara umsóknir ásamt niðurstöðum nefndarinnar til framkvæmdastjórnar félagsins til endan-
legrar afgreiðslu.
Á árinu lauk menntamálanefnd við að endurskoða reglurfélagsins um inngöngu nýrra félaga
og um rétt manna til að nota starfsheitið verkfræðingur. Þessi vinna tók mið af nýjum viðhorf-
um í samskiptum þjóða varðandi menntun og starfsréttindi. Samningur um þetta hefur verið í
gildi milli Norðurlandanna frá 1990 og tekur hann til gagnkvæmra réttinda fólks með minnst
þriggja ára háskólamenntun til starfsréttinda á sínu sviði í hverju landanna sem er. Hliðstæður
samningur milli landa er tengjast hinu evrópska efnahagssvæði bíður staðfestingar, sem hluti
af heildarsamningum er varða EES.
Til þess að sveigja reglur Verkfræðingafélagsins í átt að þessum nýju viðhorfum var ákveð-
ið að tilgreina sérstaklega þær prófgráður í verkfræði, sem háskólar veita í löndum innan EES,
og var þá tekið mið af skrá FEANI-samtakanna um evrópska skóla. Sömu kröfur gilda áfram
um lágmarkslengd náms, þ.e. 120 námseiningar, eins og þær eru skilgreindar í kennsluskrá
Háskóla Islands. Hins vegar er kröfum um samsetningu námsins breytt lítillega á þann hátl að
einingafjölda undirstöðugreina (stærðfræði og eðlisfræði) er fækkað en fjöldi eininga í verk-
fræðigreinum er aukinn á móti. Þarna er reynt að samræma við kröfur erlendra verkfræðihá-