Árbók VFÍ - 01.06.1993, Qupperneq 29
Skýrsla formanns 27
formaður MVFÍ yrði jafnframt formaður íslandsnefndar FEANI næstu tvö árin. íslenskir
verkfræðingar og tæknifræðingar, sem áhuga hafa á störfum í öðrum Evrópulöndum, gela sótt
um svokallaðan EUR-ING titil, gegn sérstöku gjaldi. Þessi titill getur í sumum tilvikum greitt
tæknimönnum leiðina inn á hinn almenna vinnumarkað EES. Enda þótt allnokkur eftirspurn sé
eftir titlinum í Evrópu, sérstaklega í Bretlandi, þá hafa fáir tæknimenn hér sýnt honum áhuga
enn sem komið er.
Undirbúningi að úttekt á verkfræðináminu við Háskóla Islands var haldið áfram á árinu.
Vilyrði fyrir fjárstuðningi við Verkfræðingafélagið vegna úttektarinnar fengust frá þremur
aðilum, 100 þ.kr. frá Háskóla Islands, 200 þ.kr. frá iðnaðarráðuneytinu og 700 þ.kr. frá mennta-
málaráðuneytinu. Mikil vinna fór fram innan verkfræðideildar Háskólans við s.k. sjálfsmat og
lauk þeirri vinnu að mestu í febrúar. Heimsókn ABET- nefndarinnar, sem telur fjóra, stóð frá
12. til 17. mars. Hver skor verkfræðideildar, þ.e. byggingarverkfræði, rafmagnsverkfræði og
vélaverkfræði, var metin sérstaklega. Aætlaður kostnaður við úttektina er um 1,5 m.kr. Niður-
stöður úttektarinnar munu væntanlega liggja fyrir í maí nk., og verður farið með þær sem
trúnaðarmál. Mikilvægt er þó að helstu niðurstöður verði kynntar almenningi, eftir að Háskóli
íslands hefur gert grein fyrir athugasemdum sínum við úttektarskýrslu ABET.
Æskilegt er að fram fari mat á Tækniskóla Islands í framhaldi af úttektinni á verkfræðideild
Hl og í samræmi við hana. MVFI hefur á síðustu fundum sínum fjallað um stöðu æðri tækni-
menntunar á íslandi ásamt Stefáni Stefánssyni, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu og
Guðbrandi Steinþórssyni, rektor Tækniskóla Islands. Þeireiga sæti í nefnd, sem menntamála-
ráðuneytið skipaði til að endurskoða núgildandi lög um TÍ. Margir tæknifræðingar sem halda
áfram í framhaldsnám í verkfræði koma frá Tækniskóla íslands.
A starfsárinu var unnið að gerð nýs umsóknareyðublaðs vegna inngöngu í VFÍ og er sú vinna
nú á lokastigi. Nauðsynlegt er að fá nýtt eyðublað m.a. vegna hinna nýju reglna um inngöngu í
félagið, en það eyðublað sem nú er notað er komið nokkuð til ára sinna.
Guðleifur M. Kristmundsson, formaður (sign.)
11.3 Kynningarnefnd VFÍ
Kynningarnefnd VFI var skipuð eftirtöldum:
Guðrún Olafsdóttir, formaður Anna Þóra Gísladóttir
Björn Marteinsson Hermann Þórðarson
Hermann Olason Þorsteinn Þorsteinsson
Haldnir hafa verið 11 nefndarfundir, þegar þetta er ritað, og hafa nefndarstörfin að venju
aðallega snúist um fundahöld, en að auki voru haldin námskeið.
Fyrsta námskeiðið átti að vera bridsnámskeið í október, en verkfræðingar telja sig sennilega
eiga lítið ólært í spilamennskunni, því hætta varð við vegna ónógrar þátttöku. Næsta námskeið
var í desember og fjallaði um vínsmökkun. Ekki brást okkur aðdráttarafl guðaveiganna, þvíþað
náðist að fylla tvö námskeið í desember og var það Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur,
sem kenndi með miklum ágætum. í mars var fyrirhugað fimrn kvölda ræðunámskeið og síðan
framhaldsnámskeið í glærugerð ef áhugi reyndist nægur. Þetta námskeið fór því miður sömu
leið og bridsnámskeiðið, hverju sem um er að kenna. í apríl er fyrirhugað námskeið í mynd-
bandagerð, þ.e. ef einhverjir fást á það.
Samlokufundir eru löngu búnir að skipa sér fastan sess í starfi kynningarnefndar og eru þeir
orðnir 5 í vetur og tveir eru fyrirhugaðir enn. Fundirnir voru færðir aftur á fyrsta fimmtudag